Tælir skjólstæðinga til kynlífsathafna 17. desember 2006 18:42 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Kompás hefur undir höndum gögn sem sanna að Guðmundur Jónsson , forstöðumaður Byrgisins tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu. Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni. Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu. Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð. Kompás hefur einnig rannsakað fjármál Byrgisins og hefur það eftir heimildarmönnum sínum að óreiða sé á fjármálum líknarfélagsins. Guðmundur Jónsson er sagður hafa notað fé félagsins í eigin þágu og til að tæla til sín stúlkur. Fram kemur í þættinum að Guðmundur hafi keypt gjafir handa stúlkunum svo sem eins og skartgripi og föt. Í skýrslu sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lét gera árið 2001, skýrsla sem Kompás komst yfir, kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé í molum. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert lát orðið á opinberum stuðningi við Byrgið. Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Kompás hefur undir höndum gögn sem sanna að Guðmundur Jónsson , forstöðumaður Byrgisins tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu. Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni. Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu. Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð. Kompás hefur einnig rannsakað fjármál Byrgisins og hefur það eftir heimildarmönnum sínum að óreiða sé á fjármálum líknarfélagsins. Guðmundur Jónsson er sagður hafa notað fé félagsins í eigin þágu og til að tæla til sín stúlkur. Fram kemur í þættinum að Guðmundur hafi keypt gjafir handa stúlkunum svo sem eins og skartgripi og föt. Í skýrslu sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lét gera árið 2001, skýrsla sem Kompás komst yfir, kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé í molum. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert lát orðið á opinberum stuðningi við Byrgið.
Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira