Makalausar veislur til vandræða 17. desember 2006 19:18 Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Nú er allt í boði, tónleikar, allskyns viðburðir og svo jólaboð og jólahlaðborð að ónefndu öllu því sem að gera á heima fyrir. Þetta ætti að hinn skemmtilegasti tími en virðist eiga sínar dökku hliðar. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segist hafa fundið það að flest sálgæsluviðtöl vegna fjölskylduerfiðleika og ósættis á heimilum komi inn á hans borð á aðventunni. Í sama streng tekur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Hann segir það því miður reynslu margra presta að aðventan fari oft í það að reyna að binda saman fjölskyldur sem séu að brotna vegna þess að það sé farið allt of hratt og yfir þau mörk sem trúnaður og skyldur eigi að leyfa. Makalaus vinnustaðapartí eru eitthvað sem fólk ætti að vara sig á og þar eru Íslenska þjóðin ekkert einsdæmi. Nýlega var til dæmis sagt frá því í Fréttablaðinu að danskir einkaspæjarar hafi óskaplega mikið að gera því fólk vill láta njósna um maka sína í jólaboðum. Pálmi segist gjarnan halda því fram að þau fyrirtæki sem séu að bjóða til jólafagnaða á aðvetunni eigi að bjóða starfsmanni og maka. Annað sé dónaskapur. Einhver hefði haldið að nú þegar jólahlaðborð hafa tekið við af jólaglöggspartýum hafi dregið úr vandræðunum. Hjörtur Magni segist hafa nokkur mál nú til úrvinnslu þar sem fólk hafi örþreytt eftir mikla spennu hellt í sig áfengi makalaust í boði fyrirtækis og allt farið úr böndunum. Pálmi segir í dag að menn fari í jólahlaðborð. Það heiti fínna nafni, en ef menn færu heim eftir jólahlaðborðið þá væri þetta allt í lagi. Hjörtur Magni ræður fólki á aðventunni að fara varlega og með sínum maka. Leita friðar og þess sem gefi frið og yfirvegun, ekki spennu og læti. Pálmi hvetur fólk til að vera heima með fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Reyna að snerta hvert annað, elska og sýna hveru öðru í verki hvernig við elskum, virðum og treystum. Fréttir Innlent Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Nú er allt í boði, tónleikar, allskyns viðburðir og svo jólaboð og jólahlaðborð að ónefndu öllu því sem að gera á heima fyrir. Þetta ætti að hinn skemmtilegasti tími en virðist eiga sínar dökku hliðar. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segist hafa fundið það að flest sálgæsluviðtöl vegna fjölskylduerfiðleika og ósættis á heimilum komi inn á hans borð á aðventunni. Í sama streng tekur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Hann segir það því miður reynslu margra presta að aðventan fari oft í það að reyna að binda saman fjölskyldur sem séu að brotna vegna þess að það sé farið allt of hratt og yfir þau mörk sem trúnaður og skyldur eigi að leyfa. Makalaus vinnustaðapartí eru eitthvað sem fólk ætti að vara sig á og þar eru Íslenska þjóðin ekkert einsdæmi. Nýlega var til dæmis sagt frá því í Fréttablaðinu að danskir einkaspæjarar hafi óskaplega mikið að gera því fólk vill láta njósna um maka sína í jólaboðum. Pálmi segist gjarnan halda því fram að þau fyrirtæki sem séu að bjóða til jólafagnaða á aðvetunni eigi að bjóða starfsmanni og maka. Annað sé dónaskapur. Einhver hefði haldið að nú þegar jólahlaðborð hafa tekið við af jólaglöggspartýum hafi dregið úr vandræðunum. Hjörtur Magni segist hafa nokkur mál nú til úrvinnslu þar sem fólk hafi örþreytt eftir mikla spennu hellt í sig áfengi makalaust í boði fyrirtækis og allt farið úr böndunum. Pálmi segir í dag að menn fari í jólahlaðborð. Það heiti fínna nafni, en ef menn færu heim eftir jólahlaðborðið þá væri þetta allt í lagi. Hjörtur Magni ræður fólki á aðventunni að fara varlega og með sínum maka. Leita friðar og þess sem gefi frið og yfirvegun, ekki spennu og læti. Pálmi hvetur fólk til að vera heima með fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Reyna að snerta hvert annað, elska og sýna hveru öðru í verki hvernig við elskum, virðum og treystum.
Fréttir Innlent Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira