Afeitrun Byrgisins var brot á lögum 19. desember 2006 18:30 Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra.Í desember 1999 sendi Landlæknisembættið frá sér skýr skilaboð til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar um að Byrgið væri ekki sjúkrastofnun og hefði þar af leiðandi ekki leyfi til að stunda afeitrun.Þrátt fyrir það er skýrsla unnin fyrir heilbrigðisráðherra birt í mars 2005 þar sem enginn vafi leikur á að Byrgið stundar afeitrun á fólki þótt það sé lögbrot.Þannig er í skýrslunni birt tafla yfir rými til afeitrunar og fjölda innlagna árin 2001 og 2002. Gögn Byrgisins fyrir fyrra árið eru ekki aðgengileg en 2002 voru tólf rými til afeitrunar í Byrginu og 297 innlagnir.Skýrslan er unnin í kjölfar þverpólitískrar þingsályktunar um mótun heildarstefnu um rekstur meðferðastofnana. Ekki bólar enn á þeirri heildarstefnu.Um fimmhundruð manneskjur leita til Stígamóta á hverju ári og helmingur vegna nýrra mála. Þar af eru um fimm prósent kærð. Það er því sárasjaldgæft að kynferðisbrotamál séu leidd til lykta en sýslumaðurinn á Selfossi hefur sagt að upplýsingarnar í Kompási séu ekki grundvöllur fyrir rannsókn. "Mér finnst það ekki nothæf afsökun," segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum. "Það er ljóst að þetta þarf að rannsaka."Í lögum er skýrt kveðið á um að ef umsjónarmaður eða starfsmaður á ýmsum gerðum stofnana hefur samræði eða kynferðismök við vistmann á stofnuninni varði það allt að fjögurra ára fangelsisvist.Samband milli þess sem þarfnast hjálpar og þeirra sem gefa sig út fyrir að hjálpa er alltaf skakkt segir Guðrún. "Og að misnota slíkt samband er stóralvarlegt mál."Grímur Atlason þroskaþjálfi og bæjarstjóri gerði fyrir nokkrum árum úttekt á meðferðarmálum á Íslandi. Hann segir lítið hafa breyst síðan. Tilfinnanlega skorti yfirsýn yfir meðferðarmál á Íslandi.Grímur segir Ísland eiga líklega eitt besta meðferðarkerfi í heimi, þannig sé Vogur til fyrirmyndar og mikil fagþekking þar. Hins vegar sé kerfið í heild sinni óskilvirkt.Það eru miklir peningar í þessum geira og blóðug samkeppni milli meðferðarstofnana segja menn sem fréttastofa ræddi við í dag. En lítið faglegt eftirlit, segir Grímur, býður hættunni á misnotkun heim. Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra.Í desember 1999 sendi Landlæknisembættið frá sér skýr skilaboð til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar um að Byrgið væri ekki sjúkrastofnun og hefði þar af leiðandi ekki leyfi til að stunda afeitrun.Þrátt fyrir það er skýrsla unnin fyrir heilbrigðisráðherra birt í mars 2005 þar sem enginn vafi leikur á að Byrgið stundar afeitrun á fólki þótt það sé lögbrot.Þannig er í skýrslunni birt tafla yfir rými til afeitrunar og fjölda innlagna árin 2001 og 2002. Gögn Byrgisins fyrir fyrra árið eru ekki aðgengileg en 2002 voru tólf rými til afeitrunar í Byrginu og 297 innlagnir.Skýrslan er unnin í kjölfar þverpólitískrar þingsályktunar um mótun heildarstefnu um rekstur meðferðastofnana. Ekki bólar enn á þeirri heildarstefnu.Um fimmhundruð manneskjur leita til Stígamóta á hverju ári og helmingur vegna nýrra mála. Þar af eru um fimm prósent kærð. Það er því sárasjaldgæft að kynferðisbrotamál séu leidd til lykta en sýslumaðurinn á Selfossi hefur sagt að upplýsingarnar í Kompási séu ekki grundvöllur fyrir rannsókn. "Mér finnst það ekki nothæf afsökun," segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum. "Það er ljóst að þetta þarf að rannsaka."Í lögum er skýrt kveðið á um að ef umsjónarmaður eða starfsmaður á ýmsum gerðum stofnana hefur samræði eða kynferðismök við vistmann á stofnuninni varði það allt að fjögurra ára fangelsisvist.Samband milli þess sem þarfnast hjálpar og þeirra sem gefa sig út fyrir að hjálpa er alltaf skakkt segir Guðrún. "Og að misnota slíkt samband er stóralvarlegt mál."Grímur Atlason þroskaþjálfi og bæjarstjóri gerði fyrir nokkrum árum úttekt á meðferðarmálum á Íslandi. Hann segir lítið hafa breyst síðan. Tilfinnanlega skorti yfirsýn yfir meðferðarmál á Íslandi.Grímur segir Ísland eiga líklega eitt besta meðferðarkerfi í heimi, þannig sé Vogur til fyrirmyndar og mikil fagþekking þar. Hins vegar sé kerfið í heild sinni óskilvirkt.Það eru miklir peningar í þessum geira og blóðug samkeppni milli meðferðarstofnana segja menn sem fréttastofa ræddi við í dag. En lítið faglegt eftirlit, segir Grímur, býður hættunni á misnotkun heim.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent