Á stærð við 15 knattspyrnuvelli 19. desember 2006 18:59 Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu. Samkvæmt samningnum mun Data Íslandia veita BT Group alhliða þjónustu við langtíma gagnavistun og stýringu rafrænna gagna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Farice og íslensk orku- og gagnavistunarfyrirtæki. Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, segir gagnamiðstöðvar hafa hingað til verið stórar tölvur sem geymi mikið af gögnum. Nú hafi regluverkið hins vegar breyst, meira af gögnum til að geyma og því leitað hagkvæmustu leiða og bestu staðsetninga fyrir nútíma gagnavistun. Hann segir þetta henta mjög stórum fyrirtækjum að hafa áreiðanlega og staðfasta miðstöð af þessari gerð og umhverfið sé eins stöðugt og hægt sé. Það eigi við um Ísland. Squire segir að allt að 200 ný störf skapist í kringum starfsemina á Íslandi. Auk þess þurfi að stofna ný stoð- og þjónustufyrirtæki. Stefnt er að því að niðurstöður hagkvæmniathugunarinnar liggi fyrir innan nokkurra vikna. Squire segir áætlað að hefja byggingaframkvæmdir í vor. Rannsóknir þurfi að framkvæma til að tryggja að reksturinn verði umhverfisvænn. Gæta þurfi hagsmuna BT og Íslands auk samstarfsaðila í Data Íslandia. Squire segir þetta fyrstu miðstöðina af mörgum. Þrýst sé á alþjóðleg stórfyrirtæki og vandamálið það sama hjá öllum varðandi geymslu gagna. Öll fyrirtækin leiti lausna. Squire segist ætla að kynna lausn fyrirtækisins fyrir ýmsum aðilum víða um heim á næstu misserum. Fréttir Innlent Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu. Samkvæmt samningnum mun Data Íslandia veita BT Group alhliða þjónustu við langtíma gagnavistun og stýringu rafrænna gagna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Farice og íslensk orku- og gagnavistunarfyrirtæki. Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, segir gagnamiðstöðvar hafa hingað til verið stórar tölvur sem geymi mikið af gögnum. Nú hafi regluverkið hins vegar breyst, meira af gögnum til að geyma og því leitað hagkvæmustu leiða og bestu staðsetninga fyrir nútíma gagnavistun. Hann segir þetta henta mjög stórum fyrirtækjum að hafa áreiðanlega og staðfasta miðstöð af þessari gerð og umhverfið sé eins stöðugt og hægt sé. Það eigi við um Ísland. Squire segir að allt að 200 ný störf skapist í kringum starfsemina á Íslandi. Auk þess þurfi að stofna ný stoð- og þjónustufyrirtæki. Stefnt er að því að niðurstöður hagkvæmniathugunarinnar liggi fyrir innan nokkurra vikna. Squire segir áætlað að hefja byggingaframkvæmdir í vor. Rannsóknir þurfi að framkvæma til að tryggja að reksturinn verði umhverfisvænn. Gæta þurfi hagsmuna BT og Íslands auk samstarfsaðila í Data Íslandia. Squire segir þetta fyrstu miðstöðina af mörgum. Þrýst sé á alþjóðleg stórfyrirtæki og vandamálið það sama hjá öllum varðandi geymslu gagna. Öll fyrirtækin leiti lausna. Squire segist ætla að kynna lausn fyrirtækisins fyrir ýmsum aðilum víða um heim á næstu misserum.
Fréttir Innlent Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira