16 ára piltur dæmdur fyrir hættulega líkamsárás 20. desember 2006 15:59 Frá Hafnargötu í Keflavík þar sem skemmtistaðurinn Traffic er. MYND/Víkurfréttir Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa á skemmtistaðnum Traffic slegið glerglasi í höfuðið á öðrum manni þannig að hann hlaut nokkra djúpa skurði á höfði og á gagnaugasvæði, sem leiddi til þess að slagæð fór í sundur og maðurinn missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand" eins og segir í dómnum. Pilturinn játaði að hafa rekið glasið í andlit mannsins en sagði hins vegar um óhapp að ræða og neitaði á þeim grunni sök í málinu. Út frá framburði vitna og þeim skrifum ákærða á heimasíðu sína að hann hefði asnast til að þruma bjórglasi í andlitið á einhverjum manni þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. Segir orðrétt í dómnum: „Verður þessi lýsing trauðla skilin á þann veg að með henni sé verið að greina frá slysi eða óhappatilviki, en hana lét ákærði uppi á vettvangi sem telja má líklegt að hann hafi ekki búist við að myndi koma til skoðunar í tengslum við rannsókn málsins. Má að nokkru horfa til þessa við sakarmat." Segir í dómnum að árás piltsins hafi verið hrottafengin og tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið varð ekki fyrir alvarlegra líkamstjóni en raun ber vitni, en stórkostleg líkamsmeiðsl og örkuml hefðu hæglega getað hlotist af verknaði ákærða. Hins vegar var litið til þess hve ungur pilturinn var og var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til fjögurra ára. Skaðabótakröfu fórnarlambsins upp á tæpar 700 þúsund krónur var hins vegar vísað frá þar sem henni var beint að piltinum sem er ófjárráða en ekki lögráðamanni hans. Dómsmál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa á skemmtistaðnum Traffic slegið glerglasi í höfuðið á öðrum manni þannig að hann hlaut nokkra djúpa skurði á höfði og á gagnaugasvæði, sem leiddi til þess að slagæð fór í sundur og maðurinn missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand" eins og segir í dómnum. Pilturinn játaði að hafa rekið glasið í andlit mannsins en sagði hins vegar um óhapp að ræða og neitaði á þeim grunni sök í málinu. Út frá framburði vitna og þeim skrifum ákærða á heimasíðu sína að hann hefði asnast til að þruma bjórglasi í andlitið á einhverjum manni þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. Segir orðrétt í dómnum: „Verður þessi lýsing trauðla skilin á þann veg að með henni sé verið að greina frá slysi eða óhappatilviki, en hana lét ákærði uppi á vettvangi sem telja má líklegt að hann hafi ekki búist við að myndi koma til skoðunar í tengslum við rannsókn málsins. Má að nokkru horfa til þessa við sakarmat." Segir í dómnum að árás piltsins hafi verið hrottafengin og tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið varð ekki fyrir alvarlegra líkamstjóni en raun ber vitni, en stórkostleg líkamsmeiðsl og örkuml hefðu hæglega getað hlotist af verknaði ákærða. Hins vegar var litið til þess hve ungur pilturinn var og var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til fjögurra ára. Skaðabótakröfu fórnarlambsins upp á tæpar 700 þúsund krónur var hins vegar vísað frá þar sem henni var beint að piltinum sem er ófjárráða en ekki lögráðamanni hans.
Dómsmál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira