Ofsaveður og sumstaðar fárviðri 22. desember 2006 17:48 Almannavarnir biðja fólk að huga að heimferð sinni áður en það fer út á lífið í kvöld. MYND/GVA Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 segir veðrið vera að fara í gang þessa stundina. "Mér sýnist því miður að þetta vera stefna í ofsaveður og raunar svo að sumstaðar á þessum svæðum verði fárviðri. Um þrjú leytið í nótt verður veðrið verst vestast á Reykjanesi og Vesturlandi og síðan mjakast þessi ofsastrengur yfir á Vestfirði og Norðurland vestra og um níu leytið í fyrramálið verður strengur farinn að nálgast Eyjafjarðarsvæðið" segir Sigurður. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó mun alversti strengurinn ekki ganga yfir borgina. "Engu að síður getur hviðuvindhraði í borginni náð yfir 30 m/s. Og það þarf vart að taka fram að vindhviður sem komnar eru yfir 40 m/s svo ég tali nú ekki um hærra, eru beinlínis stórhættulegar og raunar lífshættulegar öllum vegfarendum" segir Sigurður. Veðrið gengur niður sunnanlands strax í fyrramálið en hvasst verður á Norðurlandi fram eftir öðru kvöldi. Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins verður mönnuð frá 04:30 í nótt til að samhæfa aðgerðir og veita stuðning við þau embætti sem þess óska. Í samhæfingarstöðinni í nótt verða fulltrúar almannavarna, björgunarsveita, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Neyðarlínu. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 segir veðrið vera að fara í gang þessa stundina. "Mér sýnist því miður að þetta vera stefna í ofsaveður og raunar svo að sumstaðar á þessum svæðum verði fárviðri. Um þrjú leytið í nótt verður veðrið verst vestast á Reykjanesi og Vesturlandi og síðan mjakast þessi ofsastrengur yfir á Vestfirði og Norðurland vestra og um níu leytið í fyrramálið verður strengur farinn að nálgast Eyjafjarðarsvæðið" segir Sigurður. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó mun alversti strengurinn ekki ganga yfir borgina. "Engu að síður getur hviðuvindhraði í borginni náð yfir 30 m/s. Og það þarf vart að taka fram að vindhviður sem komnar eru yfir 40 m/s svo ég tali nú ekki um hærra, eru beinlínis stórhættulegar og raunar lífshættulegar öllum vegfarendum" segir Sigurður. Veðrið gengur niður sunnanlands strax í fyrramálið en hvasst verður á Norðurlandi fram eftir öðru kvöldi. Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins verður mönnuð frá 04:30 í nótt til að samhæfa aðgerðir og veita stuðning við þau embætti sem þess óska. Í samhæfingarstöðinni í nótt verða fulltrúar almannavarna, björgunarsveita, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Neyðarlínu.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira