Erlent

Annan býður fram aðstoð SÞ

Hérna sjást sakborningarnir í réttarsalnum.
Hérna sjást sakborningarnir í réttarsalnum. MYND/AP

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, bauð í kvöld hjálp samtakanna við að reyna að greiða úr dómsmálinu í Líbíu en þar voru fimm erlendir hjúkrunarfræðingar og einn erlendur læknir sakfelldir fyrir að hafa vísvitandi smitað yfir 400 börn af alnæmi.

Annan sagðist hafa miklar áhyggjur af dómnum en málið er átta ára gamalt og óháð erlend sendinefnd sérfræðinga í alnæmi hefur komist að þeirri niðurstöðu að smitin séu ekki erlenda læknaliðinu að kenna. Sum ríki hafa boðist til þess að aðstoða við meðferð barnanna og jafnvel til þess að hýsa fólkið sem dæmt var en það hefur haldið því fram að þau hafi verið beitt pyntingum til þess að þau myndu játa á sig verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×