Rashard Lewis, framherji og lykilmaður Seattle í NBA-deildinni í körfubolta, verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á hendi á föstudag.
Þetta er mikið áfall fyrir Seattle, enda Lewis einn allra besti leikmaður liðsins með tæp 22 stig að meðaltali það sem af er tímabili. Þá spilaði hann í stjörnuleik NBA í fyrra.
Lewis meiddist á hendinni í leik gegn Dallas á miðvikudag.