Bretar vilja að jólatré séu gróðursett aftur 23. desember 2006 18:30 Jólaundirbúningur stendur nú sem hæst víða um heim en er með afar misjöfnu yfirbragði eftir heimshlutum, og eru áherslur mismunandi eftir löndum. Umhverfisverndarsinnar í Bretlandi hvetja nú Breta til að halda umhverfisvæn jól með því að endurvinna rusl og kaupa jólatré með rótum svo hægt sé að planta þeim aftur. Árlega kaupa bretar yfir sex milljón jólatré, en megninu er hent eftir notkun og eykur rusl um níu þúsund tonn. Umbúðapappír og gosdósir er stór hluti af aukaruslinu, en bretar henda 75 milljón flöskum um hátíðirnar. Í heildina skapast þrjár milljónir tonna af rusli við jólahald í Bretlandi. Kristnir í Írak létu ofbeldi í höfuðborginni ekki trufla sig frá jólaundirbúningi í dag þrátt fyrir að ástand í öryggismálum sé með þeim hætti að þeir geti ekki haldið jólin eins og vanalega. Einungis fáir hættu sér í búðir í aðal verslunarhverfi Baghdad til að kaupa jólatré og gjafir. Kristnum var frjálst að halda jólin hátíðleg á meðan Saddam Hussein var við völd, en tala kristinna í Írak er áætluð ein milljón. Í Afghanistan var kristnum bannað að halda jól hátíðleg á tímum Talibanastjórnarinnar, en nú sjást jólatré á götum höfuðborgarinnar Kabúl. Kristnir í landinu, sem flestir eru útlendingar, undirbúa nú hátíðarhöldin sem hefjast á jóladag. Búðareigendur fagna þessari þróun ákaflega, þar sem þeir sjá fram á hagnað af gjafavöru framleiddri í landinu, en áður var hagnaður af gjafavöru einungis í tengslum við brúðkaup. Það er örlítið annað yfirbragð yfir verslun í New York, en þar flæðir allt yfir af gjafavöru fyrir jólin. Þrátt fyrir að margir séu farnir að kaupa jólagjafir á internetinu, laða kostatilboð verslana í stórborgum, síðustu dagana fyrir jól, ótrúlegan fjölda fólks í bæinn. Í dag voru margir seint á ferðinni, en könnun á vegum alþjóðlegra verslana leiddi í ljós að menn eru ótrúlega seint á ferðinni í ár. Fréttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Jólaundirbúningur stendur nú sem hæst víða um heim en er með afar misjöfnu yfirbragði eftir heimshlutum, og eru áherslur mismunandi eftir löndum. Umhverfisverndarsinnar í Bretlandi hvetja nú Breta til að halda umhverfisvæn jól með því að endurvinna rusl og kaupa jólatré með rótum svo hægt sé að planta þeim aftur. Árlega kaupa bretar yfir sex milljón jólatré, en megninu er hent eftir notkun og eykur rusl um níu þúsund tonn. Umbúðapappír og gosdósir er stór hluti af aukaruslinu, en bretar henda 75 milljón flöskum um hátíðirnar. Í heildina skapast þrjár milljónir tonna af rusli við jólahald í Bretlandi. Kristnir í Írak létu ofbeldi í höfuðborginni ekki trufla sig frá jólaundirbúningi í dag þrátt fyrir að ástand í öryggismálum sé með þeim hætti að þeir geti ekki haldið jólin eins og vanalega. Einungis fáir hættu sér í búðir í aðal verslunarhverfi Baghdad til að kaupa jólatré og gjafir. Kristnum var frjálst að halda jólin hátíðleg á meðan Saddam Hussein var við völd, en tala kristinna í Írak er áætluð ein milljón. Í Afghanistan var kristnum bannað að halda jól hátíðleg á tímum Talibanastjórnarinnar, en nú sjást jólatré á götum höfuðborgarinnar Kabúl. Kristnir í landinu, sem flestir eru útlendingar, undirbúa nú hátíðarhöldin sem hefjast á jóladag. Búðareigendur fagna þessari þróun ákaflega, þar sem þeir sjá fram á hagnað af gjafavöru framleiddri í landinu, en áður var hagnaður af gjafavöru einungis í tengslum við brúðkaup. Það er örlítið annað yfirbragð yfir verslun í New York, en þar flæðir allt yfir af gjafavöru fyrir jólin. Þrátt fyrir að margir séu farnir að kaupa jólagjafir á internetinu, laða kostatilboð verslana í stórborgum, síðustu dagana fyrir jól, ótrúlegan fjölda fólks í bæinn. Í dag voru margir seint á ferðinni, en könnun á vegum alþjóðlegra verslana leiddi í ljós að menn eru ótrúlega seint á ferðinni í ár.
Fréttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira