Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. nóvember 2025 21:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði með Viktori Orbán forsætisráðherra Ungverjalands í Hvíta húsinu í dag. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði það til skoðunar að veita Ungverjalandi undanþágu frá viðskiptaþvingunum á olíu frá Rússlandi. Hann og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands funduðu í Hvíta húsinu í dag. Trump nýtti tækifærið og bað leiðtoga Evrópu um að sýna Orbán meiri virðingu en hann hefur lengi att þrái við helstu leiðtoga Evrópusambandsins vegna stefnu sinnar hvað varðar innflytjendur, sjálfstæði dómstóla frá ríkisvaldinu. Orbán og Trump hafa alltaf átt mjög gott samband sem og Orbán og Vladímír Pútín Rússlandsforseti. Guardian greinir frá. Í dag fór fram fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því að Donald Trump við embætti forseta í annað sinn. Hann jós lofi yfir ungverska starfsbróður sinn og barmaði sér yfir þeirri stöðu sem viðskiptatálmar á rússneska olíu hefur komið Ungverjum í. Lofræður á báða bóga Aðspurður sagðist Trump íhuga undanþágu. „Við erum að skoða það vegna þess að það er mjög erfitt fyrir [Orbán] að ná í olíu og jarðgas annars staðar frá. Þetta er stórt land en þeir eru ekki með aðgang að hafinu. Þeir eiga engar hafnir, þannig að þetta er snúið vandamál,“ sagði Bandaríkjaforseti. Viktor Orbán hefur verið talsmaður þess að annar fundur Trump og Pútín fari fram. Sá fyrri leiddi fátt annað af sér en tækifæri fyrir Pútín að ganga rauða dregilinn og flytja ræðu. Engir samningar náðust og þolinmæði Trump gagnvart Pútín Rússlandsforseta hóf að þverra í kjölfarið. Bandaríkin beittu tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands, Rosneft og Lukoil, viðskiptaþvingunum í síðasta mánuði en þau hafa haldið áfram olíuflutningum til Ungverjalands sem er mjög háð rússnesku eldsneyti. Ljóst var af lofræðunni sem Orbán flutti Trump við upphaf fundarins að honum var alvara að ná þessu markmiði sínu enda stendur hann frammi fyrir kosningum á næsta leyti. „Við erum hingað komnir til að hefja nýjan kafla í tvíhliða sambandi Bandaríkjanna og Ungverjalands, í grunninn vegna þess að á meðan demókratar voru við völd var hér öllu hagrætt,“ sagði hann og vísaði þar til samsæriskenninga um að demókratar hafi unnið forsetakosningarnar 2020 með stórfelldu svindli. Hrósuðu hvor öðrum fyrir kynþáttafordóma Donald Trump hélt því svo ranglega fram að innflytjendum fylgdi stórfelld aukning í glæpatíðni. „Lítið á það sem hefur gerst í Evrópu með innflytjendurna. Fólk streymir inn í Evrópu,“ sagði hann en tók síðan upp talsvert kynþáttamiðaðri málflutning. „Maður fer til sumra landa, þau eru óþekkjanleg núna vegna þess sem þau hafa gert. En Ungverjaland er mjög auðþekkjanlegt,“ sagði Donald Trump. Ungverjaland Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Viðskiptaþvinganir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Trump nýtti tækifærið og bað leiðtoga Evrópu um að sýna Orbán meiri virðingu en hann hefur lengi att þrái við helstu leiðtoga Evrópusambandsins vegna stefnu sinnar hvað varðar innflytjendur, sjálfstæði dómstóla frá ríkisvaldinu. Orbán og Trump hafa alltaf átt mjög gott samband sem og Orbán og Vladímír Pútín Rússlandsforseti. Guardian greinir frá. Í dag fór fram fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því að Donald Trump við embætti forseta í annað sinn. Hann jós lofi yfir ungverska starfsbróður sinn og barmaði sér yfir þeirri stöðu sem viðskiptatálmar á rússneska olíu hefur komið Ungverjum í. Lofræður á báða bóga Aðspurður sagðist Trump íhuga undanþágu. „Við erum að skoða það vegna þess að það er mjög erfitt fyrir [Orbán] að ná í olíu og jarðgas annars staðar frá. Þetta er stórt land en þeir eru ekki með aðgang að hafinu. Þeir eiga engar hafnir, þannig að þetta er snúið vandamál,“ sagði Bandaríkjaforseti. Viktor Orbán hefur verið talsmaður þess að annar fundur Trump og Pútín fari fram. Sá fyrri leiddi fátt annað af sér en tækifæri fyrir Pútín að ganga rauða dregilinn og flytja ræðu. Engir samningar náðust og þolinmæði Trump gagnvart Pútín Rússlandsforseta hóf að þverra í kjölfarið. Bandaríkin beittu tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands, Rosneft og Lukoil, viðskiptaþvingunum í síðasta mánuði en þau hafa haldið áfram olíuflutningum til Ungverjalands sem er mjög háð rússnesku eldsneyti. Ljóst var af lofræðunni sem Orbán flutti Trump við upphaf fundarins að honum var alvara að ná þessu markmiði sínu enda stendur hann frammi fyrir kosningum á næsta leyti. „Við erum hingað komnir til að hefja nýjan kafla í tvíhliða sambandi Bandaríkjanna og Ungverjalands, í grunninn vegna þess að á meðan demókratar voru við völd var hér öllu hagrætt,“ sagði hann og vísaði þar til samsæriskenninga um að demókratar hafi unnið forsetakosningarnar 2020 með stórfelldu svindli. Hrósuðu hvor öðrum fyrir kynþáttafordóma Donald Trump hélt því svo ranglega fram að innflytjendum fylgdi stórfelld aukning í glæpatíðni. „Lítið á það sem hefur gerst í Evrópu með innflytjendurna. Fólk streymir inn í Evrópu,“ sagði hann en tók síðan upp talsvert kynþáttamiðaðri málflutning. „Maður fer til sumra landa, þau eru óþekkjanleg núna vegna þess sem þau hafa gert. En Ungverjaland er mjög auðþekkjanlegt,“ sagði Donald Trump.
Ungverjaland Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Viðskiptaþvinganir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira