Tiger: Af hverju vann ekki Federer? 27. desember 2006 14:15 Tiger Woods og Roger Federer eru ágætis vinir og hafa meðal annars boðið hvor öðrum á mót hvors annars. MYND/Getty Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær. Þetta var í fjórða skiptið sem Woods hreppir verðlaunin hjá AP en síðustu fjögur ár hefur hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong orðið fyrir valinu. Í öðru sæti í ár var LaDainian Tomlinson, leikmaður San Diego í NFL-deildinni, en Roger Federer varð í þriðja sæti. Þeirri niðurröðun botnar Woods ekkert í. "Það sem hann hefur gert í tennis á þessu ári tel ég vera miklu merkilegra og betra en það sem ég afrekaði á árinu," sagði Tiger, en hann og Federer er vel til vina eftir að hafa unnið saman í auglýsingum á vegum Nike. "Hann hefur tapað hvað... fimm viðureignum á þremur árum, ekki satt? Það er ansi gott," sagði Woods og glotti. Federer hefur reyndar tapað aðeins fleiri leikjum en það, en þó ekki mikið fleirum. Á þessu ári tapaði hann fimm viðureignum, en vann hins vegar 92. Þar af bar hann sigur úr býtum á 12 af þeim mótum sem hann tók þátt í. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær. Þetta var í fjórða skiptið sem Woods hreppir verðlaunin hjá AP en síðustu fjögur ár hefur hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong orðið fyrir valinu. Í öðru sæti í ár var LaDainian Tomlinson, leikmaður San Diego í NFL-deildinni, en Roger Federer varð í þriðja sæti. Þeirri niðurröðun botnar Woods ekkert í. "Það sem hann hefur gert í tennis á þessu ári tel ég vera miklu merkilegra og betra en það sem ég afrekaði á árinu," sagði Tiger, en hann og Federer er vel til vina eftir að hafa unnið saman í auglýsingum á vegum Nike. "Hann hefur tapað hvað... fimm viðureignum á þremur árum, ekki satt? Það er ansi gott," sagði Woods og glotti. Federer hefur reyndar tapað aðeins fleiri leikjum en það, en þó ekki mikið fleirum. Á þessu ári tapaði hann fimm viðureignum, en vann hins vegar 92. Þar af bar hann sigur úr býtum á 12 af þeim mótum sem hann tók þátt í.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira