Lagabreyting rökstudd með lögbrotum 29. desember 2006 18:30 Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi breytti lögum um áramót, meðal annnars vegna þessa, er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Þegar Alþingi afgreiddi fyrir jól lagabálk um breytingu á lögum um tekjuskatt beindust augu allra að breytingum sem snéru að einstaklingum. Engin umræða varð um fyrstu grein frumvarpsins - enda sakleysisleg málsgrein sem virtist enga sérstaka þýðingu hafa. En það eru miklir hagsmunir að baki. Til þessa hafa sem sagt verið í gildi lög sem segja að þegar flugfélög leigja flugvélar erlendis frá beri þeim að borga 15% skatt af leigunni. Eignarhald á flugvélum íslensku flugfélaganna hefur smám saman verið fært til erlendra félaga. Til dæmis eru flugvélar Icelandair í eigu fyrirtækja skráð á Cayman eyjum og í Ástralíu. Það voru því mikil leiguviðskipti þarna milli landa og nokkuð víst að ef menn hefðu farið að lögum ættu flugfélögin að hafa borgað hundruð milljónir króna í ríkissjóð. En það var ekki gert. Nú þegar Árni Matthiesen, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að fella þennan skatt niður sagði hann að breytingin skipti engu máli fyrir ríkissjóð - þessi skattur hefði engu skilað. Sama röksemd er sett fram sem röksemd í athugasemd með frumvarpinu. Tillaga um þessa brfeytingu er unnin í fjármálaráðuneytinu og kemur svo til efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal formaður hennar staðfestir að þessi grein hafi ekki fengið mikla umræðu - þetta hafi verið kynnt nefndinni sem tæknileg breyting. Hann telur þó að breytingin hafi verið réttmæt og telur að skatturinn hafi verið óréttmætur. Hann telur einnig að nauðsynlegt hafi verið að breyta lögunum því annars væri hætta á að hluti flugrekstrarins flyttist úr landi. Aðspurður hvort hann teldi að í þessu fælist þau skilaboð til skattsvikara að löggjafinn myndi aðlaga lög að þeirra undanskotum sagðist hann ekki telja þarna skattsvik á ferðinni. Fréttastofa hefur heimildir fyirir því að a.m.k. talsmenn Icelandair hafi haft fulla vitneskju um að þeim væri skylt að borga þennan skatt, enda verið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um að fá þennan skatt felldan niður. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að allavega fulltrúar Icelandair hafi verið í við Fréttir Innlent Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi breytti lögum um áramót, meðal annnars vegna þessa, er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Þegar Alþingi afgreiddi fyrir jól lagabálk um breytingu á lögum um tekjuskatt beindust augu allra að breytingum sem snéru að einstaklingum. Engin umræða varð um fyrstu grein frumvarpsins - enda sakleysisleg málsgrein sem virtist enga sérstaka þýðingu hafa. En það eru miklir hagsmunir að baki. Til þessa hafa sem sagt verið í gildi lög sem segja að þegar flugfélög leigja flugvélar erlendis frá beri þeim að borga 15% skatt af leigunni. Eignarhald á flugvélum íslensku flugfélaganna hefur smám saman verið fært til erlendra félaga. Til dæmis eru flugvélar Icelandair í eigu fyrirtækja skráð á Cayman eyjum og í Ástralíu. Það voru því mikil leiguviðskipti þarna milli landa og nokkuð víst að ef menn hefðu farið að lögum ættu flugfélögin að hafa borgað hundruð milljónir króna í ríkissjóð. En það var ekki gert. Nú þegar Árni Matthiesen, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að fella þennan skatt niður sagði hann að breytingin skipti engu máli fyrir ríkissjóð - þessi skattur hefði engu skilað. Sama röksemd er sett fram sem röksemd í athugasemd með frumvarpinu. Tillaga um þessa brfeytingu er unnin í fjármálaráðuneytinu og kemur svo til efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal formaður hennar staðfestir að þessi grein hafi ekki fengið mikla umræðu - þetta hafi verið kynnt nefndinni sem tæknileg breyting. Hann telur þó að breytingin hafi verið réttmæt og telur að skatturinn hafi verið óréttmætur. Hann telur einnig að nauðsynlegt hafi verið að breyta lögunum því annars væri hætta á að hluti flugrekstrarins flyttist úr landi. Aðspurður hvort hann teldi að í þessu fælist þau skilaboð til skattsvikara að löggjafinn myndi aðlaga lög að þeirra undanskotum sagðist hann ekki telja þarna skattsvik á ferðinni. Fréttastofa hefur heimildir fyirir því að a.m.k. talsmenn Icelandair hafi haft fulla vitneskju um að þeim væri skylt að borga þennan skatt, enda verið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um að fá þennan skatt felldan niður. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að allavega fulltrúar Icelandair hafi verið í við
Fréttir Innlent Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira