Innlent

Dr. Steinar Þór Guðlaugsson valinn vísindamaður ársins 2006

Verðlaunin voru afhent í Norræna Húsinu í gær.
Verðlaunin voru afhent í Norræna Húsinu í gær. MYND/Eggert

Vísindamaður ársins 2006 var heiðraður við hátíðlega athöfn í Norræna Húsinu í gær. Sá sem titlinn fékk var Dr. Steinar Þór Guðlaugsson en hann er jarðeðlisfræðingur að mennt og fær hann verðlaunin fyrir margþættar rannsóknir á landgrunni okkar Íslendinga.

Verðlaunin koma úr sjóði Ásu Guðmundsdóttar Wright en þau eru veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árángri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Nema þau hálfri milljón ásamt heiðursskjali og silfurpening.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×