Nýr sæstrengur væntanlegur 30. desember 2006 15:00 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Samgönguráðherra mun fyrstu dagana í janúar ræða við þá sem málið snertir, fulltrúa fjarskiptafyrirtækjanna, stjórn Farice og aðra hagsmunaaðila. Ísland hefur hingað til verið tengt við umheiminn með tveimur sæstrengjum, Cantat-3 og Farice-1, og einum gervihnetti. Sæstrengirnir hafa undanfarið bilað og netumferð því legið niðri eða verið mjög hæg og er því ljóst að brýn nauðsyn er að tryggja hagsmuni fyrirtækja, einstaklinga og opinberra stofnanna með því að leggja nýjan sæstreng. Stofnkostnaður við lagningu nýs sæstrengs er talinn vera á bilinu 2,8 til 3,9 milljarðar króna eftir því hvaða leið verður valin. Meðal hugmynda um útfærslu og fjármögnun er að ræða við Færeyinga sem hafa þegar ákveðið að leggja annan streng og að fjármögnun gæti orðið með svipuðu sniði og var við Farice-1 strenginn. Samkvæmt því yrði um 30% stofnkostnaðar fjármagnaður með nýju hlutafé en 70% tekin að láni til 12 ára. Stofnframlag yrði því að vera kringum einn milljarður króna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að til greina komi annars vegar að stofna nýtt félag um lagningu nýja strengsins eða að semja við Farice um verkefnið. Verði síðarnefnda leiðin farin væri einnig hugsanlegt að ræða við fjarskiptafyrirtækin og fleiri hagsmunaaðila um að leggja fram fjármagn. Þessar leiðir yrðu kannaðar á næstu dögum og vikum. Ráðherra segir að engan tíma megi missa og segir brýnt að koma málinu af stað hið fyrsta. Verði ákvörðun tekin um lagningu strengs á næstu vikum má gera ráð fyrir að undirbúningur og rannsóknir taki mestan hluta næsta árs og að lagning strengs færi fram árið 2008. Með því móti væri unnt að taka nýjan streng í notkun seint á árinu 2008. Fréttir Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Samgönguráðherra mun fyrstu dagana í janúar ræða við þá sem málið snertir, fulltrúa fjarskiptafyrirtækjanna, stjórn Farice og aðra hagsmunaaðila. Ísland hefur hingað til verið tengt við umheiminn með tveimur sæstrengjum, Cantat-3 og Farice-1, og einum gervihnetti. Sæstrengirnir hafa undanfarið bilað og netumferð því legið niðri eða verið mjög hæg og er því ljóst að brýn nauðsyn er að tryggja hagsmuni fyrirtækja, einstaklinga og opinberra stofnanna með því að leggja nýjan sæstreng. Stofnkostnaður við lagningu nýs sæstrengs er talinn vera á bilinu 2,8 til 3,9 milljarðar króna eftir því hvaða leið verður valin. Meðal hugmynda um útfærslu og fjármögnun er að ræða við Færeyinga sem hafa þegar ákveðið að leggja annan streng og að fjármögnun gæti orðið með svipuðu sniði og var við Farice-1 strenginn. Samkvæmt því yrði um 30% stofnkostnaðar fjármagnaður með nýju hlutafé en 70% tekin að láni til 12 ára. Stofnframlag yrði því að vera kringum einn milljarður króna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að til greina komi annars vegar að stofna nýtt félag um lagningu nýja strengsins eða að semja við Farice um verkefnið. Verði síðarnefnda leiðin farin væri einnig hugsanlegt að ræða við fjarskiptafyrirtækin og fleiri hagsmunaaðila um að leggja fram fjármagn. Þessar leiðir yrðu kannaðar á næstu dögum og vikum. Ráðherra segir að engan tíma megi missa og segir brýnt að koma málinu af stað hið fyrsta. Verði ákvörðun tekin um lagningu strengs á næstu vikum má gera ráð fyrir að undirbúningur og rannsóknir taki mestan hluta næsta árs og að lagning strengs færi fram árið 2008. Með því móti væri unnt að taka nýjan streng í notkun seint á árinu 2008.
Fréttir Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira