Innlent

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir aftöku á Saddam Hússein

MYND/Íslandsdeild Amnesty International

Íslandsdeild Amnesty International sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem aftakan á Saddam Hússein er fordæmd og sagt að réttlætið hafi þar lútað í lægri hald fyrir hefndarþorstanum. Segir í henni að þar sem Saddam hafi verið tekinn af lífi glatist mikilvægt tækifæri til þess að komast að sannleikanum.

Amnesty segir ennfremur að þau berjist gegn dauðarefsingum í öllum tilvikum og að það telji dauðarefsingar vera ómannúðlegar, niðurlægjandi og brjóta gegn réttinum til lífs.

Samtökin segjast harma að áfrýjunardómstóllinn hafi ekki fjallað um þá miklu annmarka sem voru á réttarhöldunum gegn Saddam Hússein þar sem augljóst þótti að þau stóðust ekki alþjóðlegar kröfur um réttlæti og sanngjörn réttarhöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×