Bera saman bækur 3. mars 2007 09:00 Tilkynnt verður um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs næstkomandi mánudag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á einu af norrænu tungumálunum. Til greina koma skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk. Markmið verðlaunaveitingarinnar er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda en verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsundum danskra króna. Skáldsögurnar Rokland eftir Hallgrím Helgason og Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndar til verðlaunanna fyrir Íslands hönd í ár. Í fyrra hlaut sænski rithöfundurinn Göran Sonnevi verðlaunin en árið á undan hlaut Sjón verðlaunin fyrir bók sína Skugga-Baldur. Aðrir íslenskir höfundar sem hlotið hafa þennan heiður eru Einar Már Guðmundsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Snorri Hjartarson og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Á morgun verður haldið málþing um norrænar samtímabókmenntir í Þjóðarbókhlöðunnni þar sem meðlimir dómnefndar verðlaunanna munu fjalla um helstu strauma í norrænum bókmenntum um þessar mundir. Soffía Auður Birgisdóttir, formaður dómnefndar, setur málþingið en þátttakendur koma víða að frá Norðurlöndunum og hafa sérþekkingu á bókmenntum heimalands síns. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur mun ræða um íslenskar bókmenntir. Að erindunum loknum mun Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fundarstjóri vera með samantekt. Samkomuhaldið er forvitnilegt, ekki síst í ljósi þess að það er samfara dómnefndarstörfum – þessa helgi verða nefndarmenn að komast að niðurstöðu um hver fær verðlaunin. Íslenskir höfundar hafa lýst því að tilnefningin ein og sér í fyrsta skipti sé því líkust að fá högg í magann. Heldur er ólíklegt að þeir Hallgrímur og Jón fái verðlaunin í ár. Hefur reglan virst vera sú að þau gangi milli þjóðanna. En allt er einu sinni fyrst. Dagskráin í Þjóðarbókhlöðunni hefst kl. 14 á morgun. Framsögur eru á norrænum tungumálum, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Tilkynnt verður um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs næstkomandi mánudag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á einu af norrænu tungumálunum. Til greina koma skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk. Markmið verðlaunaveitingarinnar er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda en verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsundum danskra króna. Skáldsögurnar Rokland eftir Hallgrím Helgason og Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndar til verðlaunanna fyrir Íslands hönd í ár. Í fyrra hlaut sænski rithöfundurinn Göran Sonnevi verðlaunin en árið á undan hlaut Sjón verðlaunin fyrir bók sína Skugga-Baldur. Aðrir íslenskir höfundar sem hlotið hafa þennan heiður eru Einar Már Guðmundsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Snorri Hjartarson og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Á morgun verður haldið málþing um norrænar samtímabókmenntir í Þjóðarbókhlöðunnni þar sem meðlimir dómnefndar verðlaunanna munu fjalla um helstu strauma í norrænum bókmenntum um þessar mundir. Soffía Auður Birgisdóttir, formaður dómnefndar, setur málþingið en þátttakendur koma víða að frá Norðurlöndunum og hafa sérþekkingu á bókmenntum heimalands síns. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur mun ræða um íslenskar bókmenntir. Að erindunum loknum mun Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fundarstjóri vera með samantekt. Samkomuhaldið er forvitnilegt, ekki síst í ljósi þess að það er samfara dómnefndarstörfum – þessa helgi verða nefndarmenn að komast að niðurstöðu um hver fær verðlaunin. Íslenskir höfundar hafa lýst því að tilnefningin ein og sér í fyrsta skipti sé því líkust að fá högg í magann. Heldur er ólíklegt að þeir Hallgrímur og Jón fái verðlaunin í ár. Hefur reglan virst vera sú að þau gangi milli þjóðanna. En allt er einu sinni fyrst. Dagskráin í Þjóðarbókhlöðunni hefst kl. 14 á morgun. Framsögur eru á norrænum tungumálum, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira