Galdrakarlar, tröll og krakkar 9. mars 2007 09:15 Í vikunni hefur fjöldi grunnskólabarna heimsótt Sinfóníuhljómsveit Íslands og kynnt sér starf hennar. MYND/Valli Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera. Strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveins, Dimmalimm leikur á flautu, uglan hans Harry Potter tekur flugið, næturdrottningin syngur aríu og galdramaður af Ströndum mun kveða niður draug. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson en með sveitinni koma einnig fram ungur flautuleikari, Björg Brjánsdóttir, sem er aðeins tæplega 14 ára gömul en kemur nú í annað sinn fram með hljómsveitinni. Auk þess syngur Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona aríu Næturdrottningarinnar eftir Mozart. Kynnir á tónleikunum er kamelljónið Skúli Gautason. Síðdegis á morgun heldur kammertónleikaröð Sinfóníunnar, sem kennd er við Kristal, áfram í Listasafni Íslands. Í eldlínunni á morgun verða Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru Píanótríó eftir Ludwig van Beethoven, Metamorphoses fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson og Tríó í G-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Claude Debussy. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17. Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera. Strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveins, Dimmalimm leikur á flautu, uglan hans Harry Potter tekur flugið, næturdrottningin syngur aríu og galdramaður af Ströndum mun kveða niður draug. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson en með sveitinni koma einnig fram ungur flautuleikari, Björg Brjánsdóttir, sem er aðeins tæplega 14 ára gömul en kemur nú í annað sinn fram með hljómsveitinni. Auk þess syngur Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona aríu Næturdrottningarinnar eftir Mozart. Kynnir á tónleikunum er kamelljónið Skúli Gautason. Síðdegis á morgun heldur kammertónleikaröð Sinfóníunnar, sem kennd er við Kristal, áfram í Listasafni Íslands. Í eldlínunni á morgun verða Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru Píanótríó eftir Ludwig van Beethoven, Metamorphoses fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson og Tríó í G-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Claude Debussy. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17.
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira