Stríðið 17. mars 2007 05:45 Nú eru um það bil fjögur ár síðan að ég rölti ásamt Tóta félaga mínum niður á Lækjartorg í mildu veðri á föstudegi, í kaffipásu frá vinnu, til þess að mótmæla stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Þarna var talsvert af fólki. Búið var að setja upp pall og þar voru ræður haldnar. Skeggjaður smiður fór þarna í forsvari og talaði sköruglega yfir hópinn. Síðar um daginn gerðu nokkrir menn (ekki ég og Tóti, samt) sér lítið fyrir og máluðu slagorð gegn stríðinu með rauðri málningu á Stjórnarráðið. YFIR áttatíuprósent þjóðarinnar voru á móti stuðningnum við innrásina. Sameinuðu þjóðirnar voru á móti þessari innrás og vopnaleitarmenn í Írak og sérfræðingar í málefnum þess, eins og Hans Blix og fleiri, voru á móti. En samt einhvern veginn gerðist hið undarlega, hið gjörsamlega ófyrirsjáanlega, á einum eftirmiðdegi: Íslendingar studdu þetta stríð. Voru komnir á lista yfir svokallaðar staðfastar þjóðir sem vildu fara með hernaði, í trássi við alþjóðalög, á hendur öðru ríki. ÞETTA var grundvallarbreyting á allri utanríkisstefnu Íslands. Andstaðan við þessa ákvörðun magnaðast, en samt einhvern veginn gerðist ekki neitt. Sama ríkisstjórnin hélt velli áfram. Og svo sagði forsætisráðherrann að allt væri í stakasta lagi í Írak og að þeir sem væru á móti þessum stuðningi væru aftarhaldskommatittir. Og svo kom annar forsætisráðherra og sagði að stuðningur okkar skipti engu máli vegna þess að við sem þjóð skiptum engu máli á alþjóðavettvangi hvort sem er. MENN hafa farið undan í flæmingi í allar áttir með þennan stuðning, en eitt stendur eftir kirstaltært: Kröfu okkar afturhaldskommatitta um að stuðningur Íslendinga við þetta stríð verði dreginn til baka hefur alls ekki verið sinnt. Þvert á móti hafa yfirvöld beinlínis lagt fé í flutning stríðsgagna til Íraks, um 44 milljónir á síðasta ári samkvæmt fréttum. Við erum beinir, blygðunarlausir, þátttakendur eftir sem áður. UM 750 þúsund manns hafa látist í stríðinu í Írak. Það er tvöföld íbúatala Íslands og ríflega það. Upplýsingar streyma fram á sjónarsviðið í hverjum mánuði um það hvernig rökstuðningur hinna staðföstu fyrir innrásinni var byggður á lygum og blekkingum, eins og margir reyndar vissu alla tíð. Þetta voru staðfastar blekkingar. EN það er eins og allt þetta bíti ekki neitt. Nú tala menn bara um að ráðast inn í Íran, eins og svoleiðis innrás sé upplagt og elegant næsta verkefni. Mér er spurn: Mun þá sagan endurtaka sig? Stigvaxandi lygar og blekkingar. Stuðningur Íslands. Mótmæli á föstudegi. Skeggjaður smiður. Málning á stjórnarráðið. Áttatíu prósent á móti. Ráðherra hrópar "Afturhaldskommatittir". Um 750 þúsund manns deyja og enginn axlar ábyrgð á neinu? Ef öflin sem flæktu okkur í Íraksstríðið vilja ekki gera þann stuðning sinn upp, hver er þá tryggingin fyrir því að þau flæki okkur ekki í stríð við Íran líka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Nú eru um það bil fjögur ár síðan að ég rölti ásamt Tóta félaga mínum niður á Lækjartorg í mildu veðri á föstudegi, í kaffipásu frá vinnu, til þess að mótmæla stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Þarna var talsvert af fólki. Búið var að setja upp pall og þar voru ræður haldnar. Skeggjaður smiður fór þarna í forsvari og talaði sköruglega yfir hópinn. Síðar um daginn gerðu nokkrir menn (ekki ég og Tóti, samt) sér lítið fyrir og máluðu slagorð gegn stríðinu með rauðri málningu á Stjórnarráðið. YFIR áttatíuprósent þjóðarinnar voru á móti stuðningnum við innrásina. Sameinuðu þjóðirnar voru á móti þessari innrás og vopnaleitarmenn í Írak og sérfræðingar í málefnum þess, eins og Hans Blix og fleiri, voru á móti. En samt einhvern veginn gerðist hið undarlega, hið gjörsamlega ófyrirsjáanlega, á einum eftirmiðdegi: Íslendingar studdu þetta stríð. Voru komnir á lista yfir svokallaðar staðfastar þjóðir sem vildu fara með hernaði, í trássi við alþjóðalög, á hendur öðru ríki. ÞETTA var grundvallarbreyting á allri utanríkisstefnu Íslands. Andstaðan við þessa ákvörðun magnaðast, en samt einhvern veginn gerðist ekki neitt. Sama ríkisstjórnin hélt velli áfram. Og svo sagði forsætisráðherrann að allt væri í stakasta lagi í Írak og að þeir sem væru á móti þessum stuðningi væru aftarhaldskommatittir. Og svo kom annar forsætisráðherra og sagði að stuðningur okkar skipti engu máli vegna þess að við sem þjóð skiptum engu máli á alþjóðavettvangi hvort sem er. MENN hafa farið undan í flæmingi í allar áttir með þennan stuðning, en eitt stendur eftir kirstaltært: Kröfu okkar afturhaldskommatitta um að stuðningur Íslendinga við þetta stríð verði dreginn til baka hefur alls ekki verið sinnt. Þvert á móti hafa yfirvöld beinlínis lagt fé í flutning stríðsgagna til Íraks, um 44 milljónir á síðasta ári samkvæmt fréttum. Við erum beinir, blygðunarlausir, þátttakendur eftir sem áður. UM 750 þúsund manns hafa látist í stríðinu í Írak. Það er tvöföld íbúatala Íslands og ríflega það. Upplýsingar streyma fram á sjónarsviðið í hverjum mánuði um það hvernig rökstuðningur hinna staðföstu fyrir innrásinni var byggður á lygum og blekkingum, eins og margir reyndar vissu alla tíð. Þetta voru staðfastar blekkingar. EN það er eins og allt þetta bíti ekki neitt. Nú tala menn bara um að ráðast inn í Íran, eins og svoleiðis innrás sé upplagt og elegant næsta verkefni. Mér er spurn: Mun þá sagan endurtaka sig? Stigvaxandi lygar og blekkingar. Stuðningur Íslands. Mótmæli á föstudegi. Skeggjaður smiður. Málning á stjórnarráðið. Áttatíu prósent á móti. Ráðherra hrópar "Afturhaldskommatittir". Um 750 þúsund manns deyja og enginn axlar ábyrgð á neinu? Ef öflin sem flæktu okkur í Íraksstríðið vilja ekki gera þann stuðning sinn upp, hver er þá tryggingin fyrir því að þau flæki okkur ekki í stríð við Íran líka?
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun