Íslenska stéttaskiptingin 22. mars 2007 05:30 Til eru menn á 100 sinnum betri launum en næsti maður. Stéttaskipting fyrirfinnst þó varla á Íslandi og forríkt fólk býr við það vandamál vegna smæðar landsins að lítil tækifæri gefast til að láta ljós sitt skína með alla peningana. Hér vantar allt háklassa snobb, búðir sem selja dót á geðveiku verði og veitingahús sem rukka tíu þúsund kall fyrir kaffibollann. Því þurfa íslenskir millar að veltast um með öllum hinum og fá örugglega margar andstyggilegar augnagoturnar, sérstaklega ef launin þeirra hafa verið í umræðunni eða þeir haldið galið partí. Íslensku millarnir geta ekki lifað í rammgerðri draumaveröld auðmagnsins eins og þeir geta í milljónalöndum. Einn er þó sá staður sem skilur milla frá alþýðu: Sturturnar í Laugum. Sturtuklefarnir eru tveir, almennur og lúxus. Íslenska stéttaskiptingin fer að mestu fram þarna í sturtunum og Íslendingar greinast í eftirfarandi fimm hópa: Fólk sem hefur ekki efni á lúxussturtu og fer því í þá venjulegu. Fólk sem hefur efni á lúxussturtu og fer í hana. Fólk sem hefur ekki efni á lúxussturtu en fer í hana samt. Fólk sem hefur vel efni á lúxussturtu en kýs að fara í þá almennu. Og svo auðvitað fólk sem fer bara alls ekkert í sturtu í Laugum. Hópurinn sem hefur ekki efni á lúxussturtunni en fer í hana samt er skipaður Tóta í Íslenska draumnum-týpum, fólki með nokkur gjaldþrot á bakinu sem feikar sig inn á lúxusinn til að missa nú örugglega ekki af neinu. Hópurinn sem hefur vel efni á lúxussturtu en kýs að skrúbba sig með almenningi er ekki síður athyglisverður og jafnvel aðdáunarverður. Í sárabætur fyrir að komast ekki í finnskar saunur í boði íslenska ríkisins keyptum við Heiða okkur einn umgang í lúxussturtunni um daginn. Árum saman hafði ég mænt dreyminn á innganginn. Nú þegar draumurinn var að rætast og ég klæddi mig titrandi úr leið mér eins og bómullarþræl sem fær að drekka te með landeigendum. Vissulega eru saunurnar glæsilegar, ilmböðin fín og gott að flatmaga í slopp við arineld. Það sem kom mér þó hratt niður á jörðina aftur og afhjúpaði bitran sannleikann var að inni á klósetti hafði einhver nýlokið sér af. Lyktin var nákvæmlega sú sama og hinum megin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Til eru menn á 100 sinnum betri launum en næsti maður. Stéttaskipting fyrirfinnst þó varla á Íslandi og forríkt fólk býr við það vandamál vegna smæðar landsins að lítil tækifæri gefast til að láta ljós sitt skína með alla peningana. Hér vantar allt háklassa snobb, búðir sem selja dót á geðveiku verði og veitingahús sem rukka tíu þúsund kall fyrir kaffibollann. Því þurfa íslenskir millar að veltast um með öllum hinum og fá örugglega margar andstyggilegar augnagoturnar, sérstaklega ef launin þeirra hafa verið í umræðunni eða þeir haldið galið partí. Íslensku millarnir geta ekki lifað í rammgerðri draumaveröld auðmagnsins eins og þeir geta í milljónalöndum. Einn er þó sá staður sem skilur milla frá alþýðu: Sturturnar í Laugum. Sturtuklefarnir eru tveir, almennur og lúxus. Íslenska stéttaskiptingin fer að mestu fram þarna í sturtunum og Íslendingar greinast í eftirfarandi fimm hópa: Fólk sem hefur ekki efni á lúxussturtu og fer því í þá venjulegu. Fólk sem hefur efni á lúxussturtu og fer í hana. Fólk sem hefur ekki efni á lúxussturtu en fer í hana samt. Fólk sem hefur vel efni á lúxussturtu en kýs að fara í þá almennu. Og svo auðvitað fólk sem fer bara alls ekkert í sturtu í Laugum. Hópurinn sem hefur ekki efni á lúxussturtunni en fer í hana samt er skipaður Tóta í Íslenska draumnum-týpum, fólki með nokkur gjaldþrot á bakinu sem feikar sig inn á lúxusinn til að missa nú örugglega ekki af neinu. Hópurinn sem hefur vel efni á lúxussturtu en kýs að skrúbba sig með almenningi er ekki síður athyglisverður og jafnvel aðdáunarverður. Í sárabætur fyrir að komast ekki í finnskar saunur í boði íslenska ríkisins keyptum við Heiða okkur einn umgang í lúxussturtunni um daginn. Árum saman hafði ég mænt dreyminn á innganginn. Nú þegar draumurinn var að rætast og ég klæddi mig titrandi úr leið mér eins og bómullarþræl sem fær að drekka te með landeigendum. Vissulega eru saunurnar glæsilegar, ilmböðin fín og gott að flatmaga í slopp við arineld. Það sem kom mér þó hratt niður á jörðina aftur og afhjúpaði bitran sannleikann var að inni á klósetti hafði einhver nýlokið sér af. Lyktin var nákvæmlega sú sama og hinum megin.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun