Deila um aðkomu SA að kosningabaráttu 27. mars 2007 06:45 Kosið verður um deiliskipulagstillögu Hafnarfjarðarbæjar en í henni felst meðal annars að stækkunaráform Alcan í Straumsvík nái fram að ganga. Álverið verður þá með 460 þúsund tonna framleiðslugetu en hún er 180 þúsund tonn nú. tölvumynd/alexander efanov Kristín Pétursdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander bankans í London, segir Samtök atvinnulífsins beita sér af of miklum mætti fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík á kostnað annarra fyrirtækja. „Mér finnst það ómálefnalegt og í raun með ólíkindum að SA, sem eru samtök allra atvinnuvega á Íslandi, skuli mæla með því að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir og frekari uppbyggingu stóriðju með tilheyrandi ruðningsáhrifum sem hafa ótvíræð slæm áhrif fyrir önnur útflutningsfyrirtæki í landinu, þar eru meðal annars hátækni- og vaxtafyrirtæki." Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA fyrst og fremst beita sér fyrir því að staðreyndir verði lagðar á borðið og málið rætt út frá þeim. „Við höfum lagt mat á afleidd áhrif þess ef af stækkun álversins verður og það er okkar mat að hún leiði af sér fjölda nýrra starfa og skapi þar með mikilvæg verðmæti. Við höfum einbeitt okkur að því að afla upplýsinga og leggja þær á borðið svo hægt sé að ræða um þessi málefni með skynsömum hætti. Þetta virðist vera mikið tilfinningamál fyrir suma en ég tel að það sé skynsamlegast að reyna að stuðla að upplýstri umræðu um þessi mál og það er það sem við höfum verið að gera, bæði með faglegri upplýsingaöflun og umræðufundum." Hannes G. Sigurðsson segir kosningarnar ólíklegar til þess að skapa sátt. MYND/GVA Hannes segir kosningar eins og þær sem fara fram í Hafnarfirði ekki vera til þess fallnar að skapa sátt. „Ég hygg að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem íbúar í sveitarfélagi greiða atkvæði um stækkun fyrirtækis. Með þessum hætti er verið að koma fyrirtæki í aðstæður sem það hefur ekki lent í áður, það er að fara út í kosningabaráttu um framtíðaráform sín. Fyrirtækið getur ekkert annað gert en að taka þátt í baráttunni og ég efast um að þessi kosning verði til þess að sætta ólík sjónarmið í þessu máli, hver sem niðurstaðan verður." Kristín segir kosningarnar snúast um stórar spurningar og hver og einn verði að gera upp við sig hvernig hann vill svara. „Stóru spurningarnar eru þær hvort við viljum halda áfram á þeirri vegferð að niðurgreiða raforku til erlendra álframleiðanda í stað þess að efla íslensk útflutningsfyrirtæki. Það er alveg ljóst að Landsvirkjun er rekin með óviðunandi arðsemi og það þýðir, þegar öllu er á botninn hvolft, að íslenskir skattborgarar eru að niðurgreiða rafmagn til þessarar stóriðju." Álverskosningar Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Kristín Pétursdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander bankans í London, segir Samtök atvinnulífsins beita sér af of miklum mætti fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík á kostnað annarra fyrirtækja. „Mér finnst það ómálefnalegt og í raun með ólíkindum að SA, sem eru samtök allra atvinnuvega á Íslandi, skuli mæla með því að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir og frekari uppbyggingu stóriðju með tilheyrandi ruðningsáhrifum sem hafa ótvíræð slæm áhrif fyrir önnur útflutningsfyrirtæki í landinu, þar eru meðal annars hátækni- og vaxtafyrirtæki." Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA fyrst og fremst beita sér fyrir því að staðreyndir verði lagðar á borðið og málið rætt út frá þeim. „Við höfum lagt mat á afleidd áhrif þess ef af stækkun álversins verður og það er okkar mat að hún leiði af sér fjölda nýrra starfa og skapi þar með mikilvæg verðmæti. Við höfum einbeitt okkur að því að afla upplýsinga og leggja þær á borðið svo hægt sé að ræða um þessi málefni með skynsömum hætti. Þetta virðist vera mikið tilfinningamál fyrir suma en ég tel að það sé skynsamlegast að reyna að stuðla að upplýstri umræðu um þessi mál og það er það sem við höfum verið að gera, bæði með faglegri upplýsingaöflun og umræðufundum." Hannes G. Sigurðsson segir kosningarnar ólíklegar til þess að skapa sátt. MYND/GVA Hannes segir kosningar eins og þær sem fara fram í Hafnarfirði ekki vera til þess fallnar að skapa sátt. „Ég hygg að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem íbúar í sveitarfélagi greiða atkvæði um stækkun fyrirtækis. Með þessum hætti er verið að koma fyrirtæki í aðstæður sem það hefur ekki lent í áður, það er að fara út í kosningabaráttu um framtíðaráform sín. Fyrirtækið getur ekkert annað gert en að taka þátt í baráttunni og ég efast um að þessi kosning verði til þess að sætta ólík sjónarmið í þessu máli, hver sem niðurstaðan verður." Kristín segir kosningarnar snúast um stórar spurningar og hver og einn verði að gera upp við sig hvernig hann vill svara. „Stóru spurningarnar eru þær hvort við viljum halda áfram á þeirri vegferð að niðurgreiða raforku til erlendra álframleiðanda í stað þess að efla íslensk útflutningsfyrirtæki. Það er alveg ljóst að Landsvirkjun er rekin með óviðunandi arðsemi og það þýðir, þegar öllu er á botninn hvolft, að íslenskir skattborgarar eru að niðurgreiða rafmagn til þessarar stóriðju."
Álverskosningar Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira