Pottþétt við mætum ÍS 31. mars 2007 10:30 Hildur Sigurðardóttir skorar hér góða körfu fyrir Grindavík en það dugði ekki til gegn Keflavík í gær. MYND/víkurfréttir körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður. Grindavík tefldi fram nýjum bandaríkjamanni í leiknum, Monicu Diamond, en hún var ekki öfundsverð að ná bara einni æfingu með liðinu. Diamond var engin Tamara Bowie en skoraði þó 17 stig. Keflavíkurliðið var með frumkvæðið í leiknum eftir að 18-3 sprettur kom þeim í 27-15 í fyrsta leikhlutanum en Grindavík gafst aldrei upp og átti nokkra góða spretti. “Það er erfitt að sætta sig við það þegar leikmaður ákveður að fara í miðri úrslitakeppni, segist vera að með veika frænku, en síðan heyrir maður þær sögur að hún sé á leiðinni í WNBA-körfuboltabúðir á sunnudaginn,” sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur um brotthvarf Tamöru Bowie sem stakk af fyrir leikinn. “Veturinn var nokkuð góður, við erum að fylgja þriggja ára plani. Við erum að ná að móta liðið saman og þetta er flott lið. Miðað við aðstæður þá er ég mjög stoltur af mínu liði. Við gerðum okkar besta en þetta er það lið sem menn ættu að fylgjast með í framtíðinni svo framanlega sem að þessi hópur haldi áfram saman og að vinna þessa vinnu sem hann hefur verið að gera í vetur,” bætti Unndór við. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með sínar stelpur. “Þetta er það sem við stefnum að allan veturinn. Það að þær misstu útlendinginn sinn lagði grunninn að þessum sigri. Ég er með rosalega gott lið og get spilað á mörgum mönnum og það skiptir öllu í svona seríu,” sagði Jón Halldór og hann er viss um hvoru liðinu hann mætir í úrslitum. “ÍS, það er pottþrétt,” sagði Jón Halldór að lokum. - óój Stig Grindavíkur: Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák., 5 stolnir), Monica Diamond 17, Petrúnella Skúladóttir 12 (10 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Alma Rut Garðarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Stig Keflavíkur. María Ben Erlingsdóttir 20 (8 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 18, Margrét Kara Sturludóttir 14 (9 frák., 4 varin), Kesha Watson 13 (9 frák., 6 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 5. Dominos-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður. Grindavík tefldi fram nýjum bandaríkjamanni í leiknum, Monicu Diamond, en hún var ekki öfundsverð að ná bara einni æfingu með liðinu. Diamond var engin Tamara Bowie en skoraði þó 17 stig. Keflavíkurliðið var með frumkvæðið í leiknum eftir að 18-3 sprettur kom þeim í 27-15 í fyrsta leikhlutanum en Grindavík gafst aldrei upp og átti nokkra góða spretti. “Það er erfitt að sætta sig við það þegar leikmaður ákveður að fara í miðri úrslitakeppni, segist vera að með veika frænku, en síðan heyrir maður þær sögur að hún sé á leiðinni í WNBA-körfuboltabúðir á sunnudaginn,” sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur um brotthvarf Tamöru Bowie sem stakk af fyrir leikinn. “Veturinn var nokkuð góður, við erum að fylgja þriggja ára plani. Við erum að ná að móta liðið saman og þetta er flott lið. Miðað við aðstæður þá er ég mjög stoltur af mínu liði. Við gerðum okkar besta en þetta er það lið sem menn ættu að fylgjast með í framtíðinni svo framanlega sem að þessi hópur haldi áfram saman og að vinna þessa vinnu sem hann hefur verið að gera í vetur,” bætti Unndór við. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með sínar stelpur. “Þetta er það sem við stefnum að allan veturinn. Það að þær misstu útlendinginn sinn lagði grunninn að þessum sigri. Ég er með rosalega gott lið og get spilað á mörgum mönnum og það skiptir öllu í svona seríu,” sagði Jón Halldór og hann er viss um hvoru liðinu hann mætir í úrslitum. “ÍS, það er pottþrétt,” sagði Jón Halldór að lokum. - óój Stig Grindavíkur: Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák., 5 stolnir), Monica Diamond 17, Petrúnella Skúladóttir 12 (10 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Alma Rut Garðarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Stig Keflavíkur. María Ben Erlingsdóttir 20 (8 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 18, Margrét Kara Sturludóttir 14 (9 frák., 4 varin), Kesha Watson 13 (9 frák., 6 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 5.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum