Tilgangurinn með þessu 4. maí 2007 06:00 Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho segir snjalla sögu. Ferðalangur kemur til Dresden skömmu eftir seinni heimsstyrjöld og sér þrjá menn að vinnu í borgarrústunum. „Hvað eruð þið að fást við?" spyr komumaður. „Ég er að flytja steina," svarar sá fyrsti. „Ég er að sjá fyrir mér og fjölskyldu minni," mælir annar. „Ég er ásamt öðrum að endurreisa dómkirkjuna," svarar þriðji maðurinn. Þetta verður Coelho tilefni til hugleiðinga um tilgang lífsins. Það er ekki fyrr en komumaður heyrir þriðja svarið, sem hann skilur, hvað mennirnir eru allir að gera. Iðja þeirra verður þá skyndilega þrungin merkingu. Það er enginn tilgangur í sjálfum sér að rogast með steina milli staða og því síður í að strita fyrir daglaunum. Í háskólanámi mínu í heimspeki heyrði ég oft svipaðar útleggingar á tilgangi lífsins og merkingu, þótt dæmin væru sjaldan jafnskýr. Ég velti þessari sögu nýlega fyrir mér. Getur verið, að hún sé margræðari, hafi dýpri merkingu, en Coelho heldur? Fyrri mennirnir tveir segja ýmislegt merkilegt ekki síður en hinn þriðji. Fyrsti maðurinn segist vera að flytja steina. Það er eðli menningarinnar að sætta sig ekki við umhverfið, eins og það er, heldur bæta það. Við friðum ekki grjóthrúgur, heldur flytjum steina þaðan, sem þeir eiga ekki að vera, þangað sem þeir eiga að vera. Við röskum sífellt aðstæðum. Svo er tækninni fyrir að þakka, að sjaldnast þarf að rogast milli staða með steina í fangi, heldur má flytja þá til með stórvirkum vinnuvélum. Þetta eru framfarir. Menningin gerir náttúruna sér undirgefna, svo að menn geti betur fullnægt þörfum sínum. Annar maðurinn segist vera að sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni. Það þurfa allir að gera. En peningar vaxa ekki á trjám. Einhver greiddi fyrir endurreisn dómkirkjunnar í Dresden. Óhætt er að fullyrða, að kirkjan hefði seint risið, hefði þurft að treysta á sjálfboðaliða til verksins. (Saga Coelhos gerbreytir um merkingu, ef mennirnir þrír eru neyddir til starfa sinna.) Íslendingar búa við svo mikla velmegun um þessar mundir, að þeir hafa gleymt þessum frumsannindum. Á okkur dynja á hverju kvöldi sjónvarpsfréttir um óleyst verkefni, sem krefjast aukinna fjárútláta úr opinberum sjóðum, ekki síst til ýmiss konar ógæfufólks. Jafnframt vilja umhverfisöfgamenn loka öllum álbræðslum, sem þeim þykir óprýði að. Þegar þeir halda erindi um hugðarefni sín, taka þeir upp fartölvur til að tengja við skjávarpa og sýna myndir. Auðvitað eru tölvurnar úr áli. Tvö önnur umhugsunarefni leituðu á mig vegna dæmisögu Coelhos af endurreisn dómkirkjunnar í Dresden. Annað var, hversu miklum fjármunum var áður fyrr varið til að smíða veglegar kirkjur. Vissulega eru til andlegar þarfir. En menn vinna ekki síður Guði með því að bæta líf alþýðufólks, til dæmis með hlýrri húsum, vandaðri vatnsleiðslum, hitalögnum og skólpleiðslum, greiðfærari vegum, fullkomnari sjúkrahúsum. Hvað olli því síðan, að dómkirkjan í Dresden var rjúkandi rúst árið 1945? Þótt hernaðarsérfræðinga greini á um, hversu nauðsynlegar loftárásir Bandamanna á Dresden voru, má rekja seinni heimsstyrjöld til sósíalismans, ofurtrúarinnar á ríkisvald. Sósíalismi síðustu aldar greindist sem kunnugt í þrjár kvíslir, venjulega jafnaðarstefnu, sem studdist við lýðræði, kommúnisma, þar sem gert var ráð fyrir byltingu strax, og þjóðernisjafnaðarstefnu, en fylgismenn hennar skírskotuðu til þjóðar frekar en stéttar. Flokkur Adolfs Hitlers kallaði sig Þjóðernisjafnaðarflokk þýska verkamanna (Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei) og barðist gegn Gyðingum, stórfyrirtækjum og vaxtaokri. Hann vildi hverfa aftur til náttúrunnar undir kjörorðinu „Blut und Boden", ætt og mold. Dauft bergmál heyrist enn af þessu öllu. Dresden lá í rústum eftir seinni heimsstyrjöld, vegna þess að þýskir þjóðernisjafnaðarmenn höfnuðu vestrænni menningu, lýðræði og kapítalisma, umburðarlyndi og frelsi, sem engilsaxnesku stórþjóðirnar hafa jafnan staðið dyggastan vörð um, en hefur einnig átt sér bólfestu í löndum litlu þjóðanna í norðri, Hollendinga og Norðurlandaþjóða. Hinn frjálsi markaður fer ekki í stríð, heldur fjölgar viðskiptatækifærum. Hann þarf hins vegar að geta varið sig, eins og sannaðist á tuttugustu öld. Best er að þurfa ekki að endurreisa neinar dómkirkjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho segir snjalla sögu. Ferðalangur kemur til Dresden skömmu eftir seinni heimsstyrjöld og sér þrjá menn að vinnu í borgarrústunum. „Hvað eruð þið að fást við?" spyr komumaður. „Ég er að flytja steina," svarar sá fyrsti. „Ég er að sjá fyrir mér og fjölskyldu minni," mælir annar. „Ég er ásamt öðrum að endurreisa dómkirkjuna," svarar þriðji maðurinn. Þetta verður Coelho tilefni til hugleiðinga um tilgang lífsins. Það er ekki fyrr en komumaður heyrir þriðja svarið, sem hann skilur, hvað mennirnir eru allir að gera. Iðja þeirra verður þá skyndilega þrungin merkingu. Það er enginn tilgangur í sjálfum sér að rogast með steina milli staða og því síður í að strita fyrir daglaunum. Í háskólanámi mínu í heimspeki heyrði ég oft svipaðar útleggingar á tilgangi lífsins og merkingu, þótt dæmin væru sjaldan jafnskýr. Ég velti þessari sögu nýlega fyrir mér. Getur verið, að hún sé margræðari, hafi dýpri merkingu, en Coelho heldur? Fyrri mennirnir tveir segja ýmislegt merkilegt ekki síður en hinn þriðji. Fyrsti maðurinn segist vera að flytja steina. Það er eðli menningarinnar að sætta sig ekki við umhverfið, eins og það er, heldur bæta það. Við friðum ekki grjóthrúgur, heldur flytjum steina þaðan, sem þeir eiga ekki að vera, þangað sem þeir eiga að vera. Við röskum sífellt aðstæðum. Svo er tækninni fyrir að þakka, að sjaldnast þarf að rogast milli staða með steina í fangi, heldur má flytja þá til með stórvirkum vinnuvélum. Þetta eru framfarir. Menningin gerir náttúruna sér undirgefna, svo að menn geti betur fullnægt þörfum sínum. Annar maðurinn segist vera að sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni. Það þurfa allir að gera. En peningar vaxa ekki á trjám. Einhver greiddi fyrir endurreisn dómkirkjunnar í Dresden. Óhætt er að fullyrða, að kirkjan hefði seint risið, hefði þurft að treysta á sjálfboðaliða til verksins. (Saga Coelhos gerbreytir um merkingu, ef mennirnir þrír eru neyddir til starfa sinna.) Íslendingar búa við svo mikla velmegun um þessar mundir, að þeir hafa gleymt þessum frumsannindum. Á okkur dynja á hverju kvöldi sjónvarpsfréttir um óleyst verkefni, sem krefjast aukinna fjárútláta úr opinberum sjóðum, ekki síst til ýmiss konar ógæfufólks. Jafnframt vilja umhverfisöfgamenn loka öllum álbræðslum, sem þeim þykir óprýði að. Þegar þeir halda erindi um hugðarefni sín, taka þeir upp fartölvur til að tengja við skjávarpa og sýna myndir. Auðvitað eru tölvurnar úr áli. Tvö önnur umhugsunarefni leituðu á mig vegna dæmisögu Coelhos af endurreisn dómkirkjunnar í Dresden. Annað var, hversu miklum fjármunum var áður fyrr varið til að smíða veglegar kirkjur. Vissulega eru til andlegar þarfir. En menn vinna ekki síður Guði með því að bæta líf alþýðufólks, til dæmis með hlýrri húsum, vandaðri vatnsleiðslum, hitalögnum og skólpleiðslum, greiðfærari vegum, fullkomnari sjúkrahúsum. Hvað olli því síðan, að dómkirkjan í Dresden var rjúkandi rúst árið 1945? Þótt hernaðarsérfræðinga greini á um, hversu nauðsynlegar loftárásir Bandamanna á Dresden voru, má rekja seinni heimsstyrjöld til sósíalismans, ofurtrúarinnar á ríkisvald. Sósíalismi síðustu aldar greindist sem kunnugt í þrjár kvíslir, venjulega jafnaðarstefnu, sem studdist við lýðræði, kommúnisma, þar sem gert var ráð fyrir byltingu strax, og þjóðernisjafnaðarstefnu, en fylgismenn hennar skírskotuðu til þjóðar frekar en stéttar. Flokkur Adolfs Hitlers kallaði sig Þjóðernisjafnaðarflokk þýska verkamanna (Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei) og barðist gegn Gyðingum, stórfyrirtækjum og vaxtaokri. Hann vildi hverfa aftur til náttúrunnar undir kjörorðinu „Blut und Boden", ætt og mold. Dauft bergmál heyrist enn af þessu öllu. Dresden lá í rústum eftir seinni heimsstyrjöld, vegna þess að þýskir þjóðernisjafnaðarmenn höfnuðu vestrænni menningu, lýðræði og kapítalisma, umburðarlyndi og frelsi, sem engilsaxnesku stórþjóðirnar hafa jafnan staðið dyggastan vörð um, en hefur einnig átt sér bólfestu í löndum litlu þjóðanna í norðri, Hollendinga og Norðurlandaþjóða. Hinn frjálsi markaður fer ekki í stríð, heldur fjölgar viðskiptatækifærum. Hann þarf hins vegar að geta varið sig, eins og sannaðist á tuttugustu öld. Best er að þurfa ekki að endurreisa neinar dómkirkjur.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun