Björk: Volta - fjórar störnur Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 4. maí 2007 10:00 Aðgengilegasta plata Bjarkar í langan tíma þar sem hún sleppir fram af sér beislinu en nýtir samt frelsið ekki til fullnustu. Ekki þarf margar hlustanir á nýju plötu Bjarkar til þess að átta sig á að markmið plötunnar er greinilega allt annað en hefur verið á tveim til þremur síðustu plötum þessarar merku tónlistarkonu. Vespertine og Medúlla voru týpískar þemaplötur þar sem unnið var með ákveðna hugmynd frá upphafi til enda. Volta er hins vegar á allan hátt útvær og yfir henni ríkir ekkert ákveðið þema. Björk hefur enda ítrekað lýst því yfir að á síðustu plötum hafi hún verið mun alvarlegri en nú og að þessu sinni hafi hún vitað, tilfinningalega séð, betur hvað hún hafi ætlað sér. Tilfinninguna hefur reyndar aldrei vantað á plötum Bjarkar, svo mikið er víst, og hana vantar svo sannarlega ekki á Volta. Sérstaklega hvað varðar textasmíð en ég held að sjaldan hafi textar hrópað eins mikið á mann og á Volta. Víddin blásin útOpnunarlag plötunnar, Earth Intruders, gefur strax til kynna að Björk ætlar sér að springa út eftir alvarleika síðustu platna. Æsileg ásláttarframleiðsla Konono no. 1 og Timbaland sem hjálparkokkur sýnir vel hversu Björk er skapandi í tónlistarleit sinni. Taktinn hefði samt mátt útfæra frekar, er til lengdar full staðnaður. Í lok lagsins heyrist svo í blásturslúðrum skipa og hafnarhljóð. Í Wanderlust kemur fram eitt af megineinkennum plötunnar, blásturshljóðfærasveitin. Hljóðfærin setja ótrúlega flottan svip á lagið, detta upp og niður og breiða út vídd lagsins. Blásturshljóðfærin eru líka á margan hátt heppilegri til þess að sýna fram á þroska eða blómstrun en til dæmis strengjahljóðfæri. Flakka um tónsviðið á mun æsilegri máta. Sést kannski best í Vertabrae By Vertabrae. Eins og áður hefur Björk fengið til liðs við sig einvala lið gesta en auk fyrrnefndra listamanna, Konono no. 1 og Timbaland, koma einnig við sögu meðal annars Min Xiao-Fen hörpuleikari, Mark Bell og Antony Hegarty syngur í tveimur lögum og gerir það af stakri prýði, bæði í My Juvenile og Dull Flames of Desire. Átakanleg lög, bæði tvö, en full hlýju og gædd mikilli alúð. Það er helst Xiao-Fen sem fer halloka úr samstarfinu og er ekki eins ferskur og aðrir gestir. Timbaland ber samt sigur úr býtum, það er að segja ef um keppni væri að ræða á milli gesta, en lögin þar sem hann fær að leika sér á tökkunum eru bestu lög plötunnar. Sérstaklega finnst mér Innocence feikilega sterkt, ekta Timbaland-slagari eins og þeir gerast bestir með auðvitað útgeislun Bjarkar. Þegar bestu lög plötunnar eru talin upp má reyndar ekki gleyma Declare Independence sem er eitt eftirminnilegasta lag Bjarkar í langan tíma. Væntingarnar of miklar?Að mörgu leyti hefur Björk tekist ætlunarverk sitt, er afslappaðri og Volta er líklegast aðgengilegasta plata hennar í langan tíma. Björk er án efa einn merkasti kvenkyns tónlistarmaður síðustu áratuga og það er kannski þess vegna sem maður býst alltaf við einhverju stórbrotnu frá henni. Volta gerir mann þannig ekki orðlausan eða kemur manni á óvart bak við hvert einasta horn. Volta gæti hins vegar lifað lengur en til dæmis Medúlla sem maður fékk fljótt leiða á. Á ótrúlegan hátt nær Volta því að vera bæði vonbrigði en á stórskemmtilegan hátt frábær í leiðinni. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ekki þarf margar hlustanir á nýju plötu Bjarkar til þess að átta sig á að markmið plötunnar er greinilega allt annað en hefur verið á tveim til þremur síðustu plötum þessarar merku tónlistarkonu. Vespertine og Medúlla voru týpískar þemaplötur þar sem unnið var með ákveðna hugmynd frá upphafi til enda. Volta er hins vegar á allan hátt útvær og yfir henni ríkir ekkert ákveðið þema. Björk hefur enda ítrekað lýst því yfir að á síðustu plötum hafi hún verið mun alvarlegri en nú og að þessu sinni hafi hún vitað, tilfinningalega séð, betur hvað hún hafi ætlað sér. Tilfinninguna hefur reyndar aldrei vantað á plötum Bjarkar, svo mikið er víst, og hana vantar svo sannarlega ekki á Volta. Sérstaklega hvað varðar textasmíð en ég held að sjaldan hafi textar hrópað eins mikið á mann og á Volta. Víddin blásin útOpnunarlag plötunnar, Earth Intruders, gefur strax til kynna að Björk ætlar sér að springa út eftir alvarleika síðustu platna. Æsileg ásláttarframleiðsla Konono no. 1 og Timbaland sem hjálparkokkur sýnir vel hversu Björk er skapandi í tónlistarleit sinni. Taktinn hefði samt mátt útfæra frekar, er til lengdar full staðnaður. Í lok lagsins heyrist svo í blásturslúðrum skipa og hafnarhljóð. Í Wanderlust kemur fram eitt af megineinkennum plötunnar, blásturshljóðfærasveitin. Hljóðfærin setja ótrúlega flottan svip á lagið, detta upp og niður og breiða út vídd lagsins. Blásturshljóðfærin eru líka á margan hátt heppilegri til þess að sýna fram á þroska eða blómstrun en til dæmis strengjahljóðfæri. Flakka um tónsviðið á mun æsilegri máta. Sést kannski best í Vertabrae By Vertabrae. Eins og áður hefur Björk fengið til liðs við sig einvala lið gesta en auk fyrrnefndra listamanna, Konono no. 1 og Timbaland, koma einnig við sögu meðal annars Min Xiao-Fen hörpuleikari, Mark Bell og Antony Hegarty syngur í tveimur lögum og gerir það af stakri prýði, bæði í My Juvenile og Dull Flames of Desire. Átakanleg lög, bæði tvö, en full hlýju og gædd mikilli alúð. Það er helst Xiao-Fen sem fer halloka úr samstarfinu og er ekki eins ferskur og aðrir gestir. Timbaland ber samt sigur úr býtum, það er að segja ef um keppni væri að ræða á milli gesta, en lögin þar sem hann fær að leika sér á tökkunum eru bestu lög plötunnar. Sérstaklega finnst mér Innocence feikilega sterkt, ekta Timbaland-slagari eins og þeir gerast bestir með auðvitað útgeislun Bjarkar. Þegar bestu lög plötunnar eru talin upp má reyndar ekki gleyma Declare Independence sem er eitt eftirminnilegasta lag Bjarkar í langan tíma. Væntingarnar of miklar?Að mörgu leyti hefur Björk tekist ætlunarverk sitt, er afslappaðri og Volta er líklegast aðgengilegasta plata hennar í langan tíma. Björk er án efa einn merkasti kvenkyns tónlistarmaður síðustu áratuga og það er kannski þess vegna sem maður býst alltaf við einhverju stórbrotnu frá henni. Volta gerir mann þannig ekki orðlausan eða kemur manni á óvart bak við hvert einasta horn. Volta gæti hins vegar lifað lengur en til dæmis Medúlla sem maður fékk fljótt leiða á. Á ótrúlegan hátt nær Volta því að vera bæði vonbrigði en á stórskemmtilegan hátt frábær í leiðinni.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira