Pálína farin í Keflavík 26. maí 2007 11:00 Pálína Gunnlaugsdóttir hefur verið ein af lykilmönnunum á bak við sigurgöngu Haukanna. Hér er hún í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík í vetur. MYND/Vilhelm „Þetta er mjög stór ákvörðun og auðvitað er mjög erfitt að fara frá Haukum. Ég er alls ekki búin að afskrifa Hauka en mér langaði til að breyta til,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, 20 ára bakvörður og varafyrirliði Íslands- og bikarmeistara Hauka. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna undanfarin þrjú tímabil og var með 9,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Pálína hefur ákveðið að skipta yfir til Keflavíkur og er búin að semja til eins árs. Íslands- og bikarmeistarar Hauka hafa þar með misst báða fyrirliða sína því Helena Sverrisdóttir er á leiðinni í nám í Bandaríkjunum. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, var himinlifandi yfir komu Pálínu. „Að mínu mati var Pálína hjartað í Haukaliðinu þótt að Helena hafi klárlega verið besti leikmaðurinn. Þú býrð það ekki til því þetta er bara meðfæddur hæfileiki. Hún er frábær í körfu og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að vera búin að fá hana,” sagði Jón Halldór í gær. Pálína segir Hauka hafa vitað af því að hún hafi verið að tala við Keflavík. „Keflavíkingar töluðu við mig og boðuðu mig á fund og mér leist mjög vel á þetta hjá þeim,” segir Pálína sem er ekki búin að ákveða hvort hún flytji til Keflavíkur eða keyri brautina á næsta vetri. Markmiðin fyrir næsta tímabil eru hinsvegar klár. „Ég ætla að vinna aftur fimmfalt,” segir Pálína ákveðin en hún vann einmitt alla fimm titlana í boði með Haukum síðasta vetur og hefur alls unnið tuttugu Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum með Haukum síðustu sex ár. Pálína segir ekkert erfitt að fara að spila við hliðina á stelpum sem hún hefur barist svo hart við undanfarna vetur. „Ég á góðar vinkonur í Keflavík þrátt fyrir að þær hafi verið erkifjendurnir inn á vellinum síðustu árin. Ég hef kynnst þeim vel með landsliðinu og er mjög spennt með að spila með þeim,“ segir Pálína. „Við missum Maríu Ben og það þurfti að finna sterkan póst í staðin. Við lentum í meiðslum og vandræðum síðasta vetur og Pálína hefði hjálpað okkur mikið þá. Hún var ekki þá en nú erum við búin að stækka hópinn og styrkja hann töluvert. Þetta var vonandi skrefið sem þurfti að taka til þess að gera Keflavík aftur að stórveldi í kvennakörfunni,“ sagði Jón Halldór. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
„Þetta er mjög stór ákvörðun og auðvitað er mjög erfitt að fara frá Haukum. Ég er alls ekki búin að afskrifa Hauka en mér langaði til að breyta til,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, 20 ára bakvörður og varafyrirliði Íslands- og bikarmeistara Hauka. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna undanfarin þrjú tímabil og var með 9,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Pálína hefur ákveðið að skipta yfir til Keflavíkur og er búin að semja til eins árs. Íslands- og bikarmeistarar Hauka hafa þar með misst báða fyrirliða sína því Helena Sverrisdóttir er á leiðinni í nám í Bandaríkjunum. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, var himinlifandi yfir komu Pálínu. „Að mínu mati var Pálína hjartað í Haukaliðinu þótt að Helena hafi klárlega verið besti leikmaðurinn. Þú býrð það ekki til því þetta er bara meðfæddur hæfileiki. Hún er frábær í körfu og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að vera búin að fá hana,” sagði Jón Halldór í gær. Pálína segir Hauka hafa vitað af því að hún hafi verið að tala við Keflavík. „Keflavíkingar töluðu við mig og boðuðu mig á fund og mér leist mjög vel á þetta hjá þeim,” segir Pálína sem er ekki búin að ákveða hvort hún flytji til Keflavíkur eða keyri brautina á næsta vetri. Markmiðin fyrir næsta tímabil eru hinsvegar klár. „Ég ætla að vinna aftur fimmfalt,” segir Pálína ákveðin en hún vann einmitt alla fimm titlana í boði með Haukum síðasta vetur og hefur alls unnið tuttugu Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum með Haukum síðustu sex ár. Pálína segir ekkert erfitt að fara að spila við hliðina á stelpum sem hún hefur barist svo hart við undanfarna vetur. „Ég á góðar vinkonur í Keflavík þrátt fyrir að þær hafi verið erkifjendurnir inn á vellinum síðustu árin. Ég hef kynnst þeim vel með landsliðinu og er mjög spennt með að spila með þeim,“ segir Pálína. „Við missum Maríu Ben og það þurfti að finna sterkan póst í staðin. Við lentum í meiðslum og vandræðum síðasta vetur og Pálína hefði hjálpað okkur mikið þá. Hún var ekki þá en nú erum við búin að stækka hópinn og styrkja hann töluvert. Þetta var vonandi skrefið sem þurfti að taka til þess að gera Keflavík aftur að stórveldi í kvennakörfunni,“ sagði Jón Halldór.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira