Sértæk fræði 6. júní 2007 06:00 Frá því einu sérfræðingarnir voru latínuþyljandi prestar og feitir sýslumenn eru nú bara stöku strá sem ekki flokkast undir sérfræðinga á einhverju sviði. því miður tókst mér aldrei að tileinka mér djúpa þekkingu á bissness en sem kunnugt er verða fáir ríkir sem ekki hafa áhuga á peningum. Sú rýra vitneskja sem ekki skolast jafnóðum burt í stöðugu upplýsingaflóðinu er harla yfirborðsleg en að mestu strandar sjálfstraust mitt á fjármálum og hagfræði á þeim óskiljanlegu orðum sem sérfræðingarnir slá um sig með. Um leið og farið er að tala um verga framleiðslu, áhættustýringu, þáttatekjur og framvirka samninga sofnar heilinn þó augun séu opin. Þá sjaldan sem ég hef reynt að skilja hvað um er rætt reynast flest þessara orða montið eitt og alls ekkert merkileg. Framlegð þýðir til dæmis bara afgangur en það er ekki nógu flókið og hefur þann galla að allir vita hvað afgangur er, líka þeir sem eiga aldrei neinn. Fyrir nokkru var í 60 mínútum sagt frá deilum um hvort ákveðið málverk væri eftir Jackson Pollock eða ekki. Fljótt á litið virtist það býsna trúlegt en sérfræðingar sögðu það af og frá. Greinilega hefði verið reynt að líkja eftir hinni heimsfrægu slettutækni en áferðin væri ekki ekta. Það vantaði dýptina, hlýjuna, þetta næmi sem einkenndi raunverulegar slettur Pollocks. Handbragð meistarans var augljóslega fjarverandi. Hið hárfína bragðskyn vínfræðinganna vekur mér líka aðdáunarhroll, einkum eftir lestur innblásinna lýsinga af flóknum eiginleikum vínberjasafa. Fróðleikurinn felst þó yfirleitt í ljóslifandi ímyndun þeirrar upplifunar að sötra ríkulegt leður með keim af jarðvegi og andakt af fjólu. Vín-, list- og fjármálasérfræðingarnir eiga það sameiginlegt með sérfræðingum í lífríki hafsins að eiga lotningu mína óskipta. Þegar flest er aðeins orðið á færi sérfræðinga fer að sneiðast um marktæk umfjöllunarefni venjulegrar kvensniftar. Dálítið trix út úr þessu virðingarleysi er að læra fáein áhrifarík hugtök til að nota við ýmis tækifæri, í trausti þess að enginn spyrji hvað maður meinar. Það gefur nefnilega orðræðunni ákveðna vigt að geta sagt rammaáætlun, póstmódernismi og neind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Frá því einu sérfræðingarnir voru latínuþyljandi prestar og feitir sýslumenn eru nú bara stöku strá sem ekki flokkast undir sérfræðinga á einhverju sviði. því miður tókst mér aldrei að tileinka mér djúpa þekkingu á bissness en sem kunnugt er verða fáir ríkir sem ekki hafa áhuga á peningum. Sú rýra vitneskja sem ekki skolast jafnóðum burt í stöðugu upplýsingaflóðinu er harla yfirborðsleg en að mestu strandar sjálfstraust mitt á fjármálum og hagfræði á þeim óskiljanlegu orðum sem sérfræðingarnir slá um sig með. Um leið og farið er að tala um verga framleiðslu, áhættustýringu, þáttatekjur og framvirka samninga sofnar heilinn þó augun séu opin. Þá sjaldan sem ég hef reynt að skilja hvað um er rætt reynast flest þessara orða montið eitt og alls ekkert merkileg. Framlegð þýðir til dæmis bara afgangur en það er ekki nógu flókið og hefur þann galla að allir vita hvað afgangur er, líka þeir sem eiga aldrei neinn. Fyrir nokkru var í 60 mínútum sagt frá deilum um hvort ákveðið málverk væri eftir Jackson Pollock eða ekki. Fljótt á litið virtist það býsna trúlegt en sérfræðingar sögðu það af og frá. Greinilega hefði verið reynt að líkja eftir hinni heimsfrægu slettutækni en áferðin væri ekki ekta. Það vantaði dýptina, hlýjuna, þetta næmi sem einkenndi raunverulegar slettur Pollocks. Handbragð meistarans var augljóslega fjarverandi. Hið hárfína bragðskyn vínfræðinganna vekur mér líka aðdáunarhroll, einkum eftir lestur innblásinna lýsinga af flóknum eiginleikum vínberjasafa. Fróðleikurinn felst þó yfirleitt í ljóslifandi ímyndun þeirrar upplifunar að sötra ríkulegt leður með keim af jarðvegi og andakt af fjólu. Vín-, list- og fjármálasérfræðingarnir eiga það sameiginlegt með sérfræðingum í lífríki hafsins að eiga lotningu mína óskipta. Þegar flest er aðeins orðið á færi sérfræðinga fer að sneiðast um marktæk umfjöllunarefni venjulegrar kvensniftar. Dálítið trix út úr þessu virðingarleysi er að læra fáein áhrifarík hugtök til að nota við ýmis tækifæri, í trausti þess að enginn spyrji hvað maður meinar. Það gefur nefnilega orðræðunni ákveðna vigt að geta sagt rammaáætlun, póstmódernismi og neind.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun