Þórhildur Elín Elínardóttir

Fréttamynd

Klökkar kærleikskveðjur

Aðventustreitan kom eins og himnasending inn í kalið hjarta samfélagsins. Að minnsta kosti frá síðustu jólum höfðum við mest verið fjúkandi reið, bitur, sár, dofin og brjáluð; það eitt og sér er sligandi til lengdar. Svo jólaannirnar voru þrátt fyrir allt kærkomið tækifæri fyrir væmnu tilfinningarnar sem höfðu legið næstum ónotaðar í

Bakþankar
Fréttamynd

Karlotta brennur yfir

Karlotta vinkona mín skrapp um daginn á námskeið í jólakonfektgerð. Þar hitti hún gamla skólasystur úr menntó og sú hafði einhvern tímann heyrt að Karlotta ætti orðið hvað – þrjú börn, ekki satt? Og búin að gifta sig, já, hvað heitir aftur maðurinn þinn? Augnablik leið og Karlotta opnaði munninn til að svara en ekkert svar kom. Í staðinn fyrir nafnið á manninum sem hún hefur búið með undanfarin tólf ár kom bara svona vandræðalegt uhuuu…m. Því nákvæmlega þessu smáatriði – nafninu á ástkærum eiginmanni og barnsföður – var alveg stolið úr höfðinu á henni. Og komst ekki þangað aftur fyrr en hún las það á póstkassanum heima. Æjá, Friðrik, alveg rétt.

Bakþankar
Fréttamynd

Svínaflesk og ávaxtakökur

Við sem tökum reglulega til í geymslunni okkar á hverjum áratug byrjum verkið venjulega á töluverðu kvíðakasti. Frá því síðast hafa bæst við furðumargir kassar með óþekktu innihaldi sem þarf að skoða vandlega og taka yfirvegaða afstöðu til. Við sjáum okkur áhyggjufull í anda potast í gegnum eldgamlar glósubækur úr eðlisfræðitímum í menntó, reynandi enn að telja okkur trú um að kannski geti þær komið í góðar þarfir. Engjast í valkvíða yfir því hvort óbærilega postulínið sem Dúdda frænka handmálaði og gaf af kærleika eigi að fara eða vera.

Bakþankar
Fréttamynd

Töfrandi hversdagsleiki

Tengdamóðir mín hélt því eitt sinn fram að sonur hennar hafi verið fullkominn við afhendingu úr foreldrahúsum. Hún er ekki nærri eins dómhörð og ég sem hló dátt og hélt auðvitað að hún væri að grínast. En eftir þrotlausa elju í næstum aldarfjórðung hefur mér reyndar tekist að temja umræddan eiginmann töluvert. Suma daga er frammistaða hans í fjölbreyttum verkefnum með þvílíkum ágætum að ég klökkna næstum yfir minni eigin snilld. Því þrátt fyrir króníska aðdáun tengdamömmu er staðreynd að sumir hæfileikar eru áunnir en ekki meðfæddir.

Bakþankar
Fréttamynd

Má bjóða þér að éta plastpoka?

Sú frétt sem mestu uppnámi olli í síðustu viku var óumdeilanlega brotthvarf hins ameríska McDonald"s frá Íslandi. Þúsundir landsmanna lögðu upp í pílagrímsferð til að éta síðasta hamborgarann, skrifuðu tárvot blogg í stórum bunkum og stofnuðu stuðningssíður á fésbókinni. Margir lögðu djúpan skilning í þessa breytingu og litu á hana sem mikinn missi eða jafnvel byltingu eða þjóðarhreinsun. Verstu afleiðingar kreppunnar eða þær bestu. Mikið frelsi eða einmitt þvert á móti. Jafnvel virtust skoðanir fólks á þessum skyndibita haldast í hendur við stjórnmálaviðhorf og sívinsæl persóna ritstjóra Moggans flaut með á furðulegan hátt.

Bakþankar
Fréttamynd

Til öryggis

Fyrir bara tveimur örstuttum árum vorum við á hátindi oflætisins og okkur allir vegir færir. Rjómi íslenska aðalsins spókaði sig í bönkum og kauphöllum heimsins og gerði feita díla á báðar hendur, svo rosalega snjalla. Við hin vorum reyndar ábekingar en höfðum ekki hugmynd um það. Skammsýni okkar og trúgirni borgum við nú dýru verði. Eins og undanfarið ár hafi ekki verið nógu harkalegur skellur á hrjáðri þjóð, þá byrjar vetur númer tvö af engu minna offorsi. Ofan á efnahagshörmungar bætast fleiri ógnir gegn heimilum og heilsufari. Öfugt við stemminguna fyrir tveimur árum þegar við vorum öll svakalega alþjóðleg og smartheitin komu viðstöðulaust frá útlöndum, þá kemur nú þaðan ekkert nema lífshætta.

Bakþankar
Fréttamynd

Bómullarlífið búið að eilífu

Mánuði eftir að ég horfði klökk á eftir litlu dótturinni byrja í skóla, taldist mér til að á tímabilinu væru horfnar þrjár húfur, eitt buff, fjölmargir vettlingar og ullarsokkar auk gullfallegu lopapeysunnar frá ömmu. Þrátt fyrir talsverða vandvirkni höfðum við steingleymt að kenna barninu að passa sjálfu upp á fötin sín.

Bakþankar
Fréttamynd

Fjárfestum í kennurum

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim í dag, mánudaginn 5. október, að forgöngu Education International eða Alþjóðasambands kennarafélaga. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á kennarastarfinu og mikilvægu hlutverki kennara í samfélaginu.

Bakþankar
Fréttamynd

Horfið sakleysi

Kvöld eitt hér um árið hringdi ég til systur minnar og bað hana að lána mér hrærivélina sína, því þá átti ég enga sjálf. Þetta var auðsótt mál, systir mín sagði að ég skyldi bara skreppa og sækja hana. Þau hjónin væru reyndar stödd í útlöndum en útidyrnar væru ólæstar auðvitað eins og venjulega, svo ég gæti bara haft mína hentisemi. Þessi notalega gestrisni sem kom af sjálfu sér á upphafsárum búskaparins í dreifbýli reyndist aldrei kosta þau hjónakorn eftirsjá.

Bakþankar
Fréttamynd

Ást á sekum

Hinn 23. ágúst árið 1973 notaði Jan Erik Olsson bæjarleyfi sitt frá fangelsi til að ræna Kreditbankann í Stokkhólmi.

Bakþankar
Fréttamynd

Lykillinn að farsælli framtíð

Þótt nóg séu tilefnin til klökkva, þá er fyrsti skóladagur lítils barns einkar upplagður fyrir væmnu gleðitárin. Bæði auðvitað vegna þess að litli unginn hennar mömmu sinnar er að stíga fyrstu skrefin á eigin spýtur en líka vegna þess að þá sér fyrir endann á bleika tímabilinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Hinn harði veruleiki

Snemmsumars þoldi ég ekki fleiri frásagnir af fjármálahneykslum og kreppu heldur þráði hið einfalda og hamingjusama líf þar sem áhyggjurnar snúast um hvort eigi að grilla aftur í kvöld eða ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Sláttumaðurinn slyngi

Eftir margra daga dásamlega reykvíska sólarblíðu með unaðslegum lautartúrum, sundferðum og strandlífi hvarflaði loks að mér að gera eitthvað gagnlegt. Til dæmis að sinna van­ræktri garðholunni aggalítið. Planta og reyta en einkum þó að kaupa nýja sláttuvél. Eins og mér finnst oft gaman að stússast, atast og græja hitt og þetta innifelur vinnugleðin ekkert sem

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki svara!

Ein af mörgum einkennilegum hliðum mannsins er spennufíknin, þörfin til að verða hræddur. Í árdaga uppfyllti dagleg tilvera þessa þrá, óttinn við að verða úti eða vera étinn, en nú á tímum þarf að sækja adrenalínið handvirkt.

Bakþankar
Fréttamynd

Nýting og niðurrif

Nú á miðju sumri hopar jafnvel ljótleiki kreppunnar dálítið fyrir birtunni, næstum allt virðist fallegra í góðu veðri. Ummerki hrunsins eru þó hvarvetna sýnileg, jafn sorglega æpandi og daglegar fréttir af atvinnuleysi og gjaldþrotum. Enginn er ósnortinn, nema að því er virðist þeir sem í eigin þágu hjuggu harðast í undirstöðurnar en sýna nú ekki snefil af eftirsjá.

Bakþankar
Fréttamynd

Þar skall hurð nærri hælum

Nú höfum við eignast ekki bara eina, heldur tvær þjóðhetjur sem heita Jóhanna og þess munu líklegast sjást merki í nafnagjöf hvítvoðunganna á næstunni. Auk þess sem fjöldi stúlkubarna fær nöfn eins og París Þöll, Aþena Fló og Þúfa Dúfa mun nýfæddum Jóhönnum örugglega fjölga stórfellt í þjóðskrá. Á Íslandi munu innan skamms tifa um ponsulítil Jóhanna Mist og agnarsmá Jóhanna Þrá. Því hvað er betra en fá í vöggugjöf hetjulegt nafn fyrstu konunnar sem varð forsætis­ráðherra landsins eða þeirrar sem næstum sigraði í Evróvisjón en lét okkur þó ekki sitja uppi með keppnina að ári?

Bakþankar
Fréttamynd

Auður skili sæti

Eftir sögulegasta vetur frá því í seinna stríði mun Sjálfstæðis-flokkurinn að líkindum gjalda afhroð í kosningum í fyrsta sinn í átján ár. Framlag flokksins til þjóðfélagsins frá hruni einskorðast enda við það sem loksins kom blóði þingmanna hans á hreyfingu: Að koma með málþófi í veg fyrir að bundið yrði í stjórnarskrá að þjóðareign yrði í eigu þjóðarinnar. Þessi flokkur skilur orðið einkaeign svo dæmalaust vel, en telur að þjóðareign geti valdið túlkunar-vanda.

Bakþankar
Fréttamynd

Samkeppnishæf börn

Á tímum sífelldra ótíðinda var notalegt að rekast fyrir stuttu á litla undirmálsfrétt um eftirlætis­hugðarefnið uppeldismál, sem þó var í þessu tilfelli svolítil heimsendaspá eins og allt hitt. Þar mátti sjá að þau lúsheppnu börn sem eiga dásamlega foreldra munu síðar verða líkleg fórnarlömb hroðalegrar tilvistarkreppu. Út af dekrinu altso.

Bakþankar
Fréttamynd

Fríríkið Ísland

Enginn þeirra fjármála­spekúlanta sem hérlendis gegndu hæstu stöðum þar til fyrir skemmstu, hafði ímyndunarafl til að forða frá hruni stofnunum og fyrirtækjum sem þeim var trúað fyrir. Fram á þennan dag hanga þeir í kenningum um heilagleika hins frjálsa markaðar. Þrátt fyrir allt. Gjaldþrotið var eiginlega bara óheppni, engum að kenna nema þá einna helst hinum sameiginlega óvini, ríkinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Jöfnuður og réttlæti

Á köldu haustkvöldi í fyrndinni féll ég á einni svipstundu kylliflöt fyrir kennaranum mínum, síðhærðum gaur með hornspangagleraugu.

Bakþankar
Fréttamynd

Leynifélagið mikla

Af því nú er í blankheitunum hvarvetna talað um endurskoðun á gildum hlaut boðskapurinn loks að síast svolítið inn. Samt ekki fyrr en ég hafði á haustmánuðunum hræðilegu farið ofan í saumana á heimilisbókhaldinu og íhugað ýmsar sparnaðarleiðir í daglega lífinu. Fyrir einfalda sál með hófleg umsvif var það fljótafgreitt og þá var sumsé komið að umræddri endurskoðun á gildum.

Bakþankar
Fréttamynd

Óþarfa áhyggjur

Í fæðingarhríðum Nýja-Íslands virðast hörmungarnar engan enda ætla að taka. Athygli okkar flögrar á milli sökudólganna sem hafa svikið okkur í laumi í langan tíma. Auðmannanna sem hafa það eina markmið að svíða til sín allt okkar strit. Bankanna sem voru í sama leiðangri á bak við svo hjartnæmar ímyndarauglýsingar að jafnvel harðsvíruðustu naglar klökknuðu. Hins grátbroslega seðlabankastjóra, „fjármálaeftirlitsins", að ógleymdum forseta og ráðherrum sem fannst svo geðveikt gaman að vera þotulið. Yfir og allt um kring trónir krumla alþjóðlegrar fjármálakreppu sem ætlar að kreista líftóruna úr okkur öllum.

Bakþankar
Fréttamynd

Menn eða mýs?

Óraunhæfar áætlanir í þágu einstaklingshyggju hafa vonandi misst trúverðugleika sinn hjá fleirum en mér. Það gildir almennt sterklega um hina hörðu yfirborðsmennsku sem framvegis verður kennd við árið 2007. Kröggur geta samt verið tækifæri í dulargervi og einmitt núna stöndum við sem þjóð á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Við höfum möguleika á því að skoða af heiðarleika mistökin og gangast við þeim hvötum sem leiddu okkur í ógöngur.

Bakþankar
Fréttamynd

Viltu giftast mér, ástin mín?

Vinur minn hefur í töluverðan tíma íhugað að biðja sér konu. Ekki þó bara einhverrar kvensniftar, heldur hinnar einu og sönnu. Reyndar hafa þau tvö prufukeyrt hjónalífið í heilan áratug með býsna vel heppnaðri sambúð og uppeldi tveggja barna, svo varla hefur hann að ráði óttast hryggbrot.

Bakþankar
Fréttamynd

Fórnarlamb fullkominna jóla

Auk þess að vera næstum eina ljósið í myrkri þjóðlífsins þessa dagana, þá eru jólin spyrt við venjur, siði og taumlausar tiktúrur. Á örfáum dögum er hvers kyns hefðum í kotinu kirfilega gefinn laus taumurinn og allt lagt undir. Krafan um bletta- og hrukkulausa hamingju nær gjarnan hámarki sínu einmitt í desember og skal henni náð með öllum tiltækum ráðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Gott að muna í kreppu

Rétt fyrir og eftir jól bregst ekki að á hverju ári eiga börnin mín afmæli. Án þess að hafa fræðilega rannsókn til stuðnings tel ég einsýnt að margt fólk eigi sinn persónulega fengitíma eins og hver annar búfénaður og hafi þannig sterka tilhneigingu til að eignast börnin sín á einni og sömu árstíðinni. Vegna þess að mér er ýmislegt betur gefið en hagsýni eiga allar dæturnar afmæli um þessar mundir. Einmitt á mesta útgjaldatíma ársins. Kreppa eða ekki kreppa.

Bakþankar
Fréttamynd

Vannýtt auðlind

Hin alltumlykjandi kreppa hefur nú eitrað tilveruna í margar vikur. Hvarvetna getur að líta sökudólga sem eiga það helst sameiginlegt að vera steinhissa á alls kyns ásökunum því tilgangur þeirra hafi svo sannarlega verið góður.

Bakþankar
Fréttamynd

Með strætó í sumarfrí

Hversvegna eru ekki jólin sérhvern dag, sérhvert andartak, eins og fallegt lag?" söng Björgvin Halldórsson svo eftirminnilega um árið og svaraði eigin spurningu í næstu andrá: „Þá yrðu jólin bara hversdagsleg og sljó, engin hátíðarblær, enginn friður og ró".

Bakþankar
Fréttamynd

Heimska leiðin

Undanfarnar vikur hefur verið lífsins ómögulegt að opna nokkurn miðil án þess að úr hellist kreppan með öllum sínum fylgifiskum: Yfirvofandi atvinnuleysi fjölda fólks, ókleifum skuldahamrinum, gjaldþroti fyrirtækjanna, vöruskorti, gjaldeyrisskorti og gleðiskorti.

Bakþankar
Fréttamynd

Blóð Busi Davi Dóri

Sama dag og síðustu fjöldamótmæli voru haldin á Austurvelli vegna hins hörmulega efnahagsástands átti ég leið um Langholtsveginn. Á horninu við Holtaveg stóð einmitt Helgi Hóseasson, mótmælandi Íslands, með prikið sitt og spjaldið. Óhagganlegur, friðsamur og svo dásamlega ómótstæðilegur að mig langaði mest að stökkva út úr bílnum og taka mér stöðu þarna hjá honum.

Bakþankar