Verðlaun úr hendi Pútíns 10. júní 2007 00:01 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, afhenti í gær Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorkuverðlaunin við hátíðlega athöfn í Pétursborg Rússlands. Þorsteinn hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur við rannsóknir á sviði orkumála, sérstaklega hvað viðkemur endurnýjanlegri orku, en hann hefur verið leiðandi í vetnisrannsóknum hér á landi svo árum skiptir. Í þakkarávarpi Þorsteins kvaðst hann „standa á öxlum risa“ á sínu fræðasviði og vísaði þar til íslenskra frumherja í orkumálum. „Framleiðsla og notkun vetnis sem orkubera á Íslandi getur orðið fyrirmynd fyrir heiminn,“ sagði Þorsteinn í ræðu sinni. „Framlag mitt, og miklu frekar míns lands, til þess að draga úr kolefnismengun hefur verið að taka í notkun æ stærra hlutfall endurnýjanlegra orkulinda landsins,“ sagði hann og benti á að Ísland ætti nú þegar heimsmet í hlutfalli endurnýjanlegrar orku, eða 72 prósent. Einnig minntist hann rússneskra frumkvöðla sem margir hverjir hefðu haft mótandi áhrif á feril Þorsteins. Þá þakkaði hann Háskóla Íslands og Íslenskri NýOrku fyrir að hafa veitt sér tækifæri til dáða. Síðast en ekki síst þakkaði Þorsteinn ungum vísindamönnum og nemendum sínum í Háskóla Íslands í gegnum árin. Í Rússlandi er Alheimsorkuverðlaununum líkt við Nóbelsverðlaunin, en Þorsteinn var valinn úr hópi 146 manna. Verðlaunaféð er tíu milljónir rúblna, um 27 milljónir króna. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, voru við athöfnina. Tækni Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, afhenti í gær Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorkuverðlaunin við hátíðlega athöfn í Pétursborg Rússlands. Þorsteinn hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur við rannsóknir á sviði orkumála, sérstaklega hvað viðkemur endurnýjanlegri orku, en hann hefur verið leiðandi í vetnisrannsóknum hér á landi svo árum skiptir. Í þakkarávarpi Þorsteins kvaðst hann „standa á öxlum risa“ á sínu fræðasviði og vísaði þar til íslenskra frumherja í orkumálum. „Framleiðsla og notkun vetnis sem orkubera á Íslandi getur orðið fyrirmynd fyrir heiminn,“ sagði Þorsteinn í ræðu sinni. „Framlag mitt, og miklu frekar míns lands, til þess að draga úr kolefnismengun hefur verið að taka í notkun æ stærra hlutfall endurnýjanlegra orkulinda landsins,“ sagði hann og benti á að Ísland ætti nú þegar heimsmet í hlutfalli endurnýjanlegrar orku, eða 72 prósent. Einnig minntist hann rússneskra frumkvöðla sem margir hverjir hefðu haft mótandi áhrif á feril Þorsteins. Þá þakkaði hann Háskóla Íslands og Íslenskri NýOrku fyrir að hafa veitt sér tækifæri til dáða. Síðast en ekki síst þakkaði Þorsteinn ungum vísindamönnum og nemendum sínum í Háskóla Íslands í gegnum árin. Í Rússlandi er Alheimsorkuverðlaununum líkt við Nóbelsverðlaunin, en Þorsteinn var valinn úr hópi 146 manna. Verðlaunaféð er tíu milljónir rúblna, um 27 milljónir króna. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, voru við athöfnina.
Tækni Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira