Bókaraþjóð 16. júní 2007 03:15 Þau undur og stórmerki hafa orðið á Íslandi að háskólar í landinu eru farnir að keppast um nemendur og auglýsa nú grimmt á hverju ári eftir umsóknum þar sem því er haldið fram að viðkomandi skóli sé bestur út frá einhverjum sjónarmiðum og að þar sé gott að læra í góðu akademísku umhverfi og svo framvegis. MAÐUR hefur séð svona auglýsingar erlendis en ekki hérna heima fyrr en nú. Hér stígur því þjóðin enn eitt stóra skrefið í átt til heimsborgaralegs hátternis. Áferðafallegar tilkynningar með myndum af lífsglöðum stúdentum á göngum bjartra og opinna menntastofnanna birtast nú almenningi á hverju skráningartímabili með skilaboðum hljómþýðrar raddar um gildi aukinnar menntunar, hvort sem er á Bifröst, Reykjavík, Akureyri eða jafnvel á Miðnesheiði - þeim bera hvassviðrisrassi -, fyrir bæði einstakling og þjóðarbú. ÞESSAR háskólaauglýsingar eru auðvitað rökrétt afleiðing þess að háskólarnir eru nú orðnir fleiri en einn og á milli þeirra ríkir samkeppni. Um það er ekkert nema gott að segja. Hingað til hafa einungis bankarnir auglýst í miðlunum um eitthvað sem námi viðkemur, og þá í því skyni að tæla stúdenta með bröndurum og háði til þess að opna hjá sér yfirdráttarreikning. NAMUS est lífstílus. Nám er lífstíll. Sjálfur lærði ég heimspeki og íslensku í Háskóla Íslands hér í eina tíð og hafði gaman af. Þá var sá háttur hafður á, að haustið eftir útskrift í menntaskóla hélt fólk upp í aðalbyggingu Háskólans og stóð þar í anddyrinu dágóða stund og reyndi að ákveða hvað það ætti að læra í þessum eina háskóla landsins. Sumir fóru illa út úr þessi ferli, gátu ekki ákveðið sig, og prufuðu kannski ein fimm fög áður en þeir loksins útskrifuðust tíu árum síðar með gráðu í því sjötta. Aðrir fóru hina leiðina og tóku einfaldlega sjö gráður. NÚNA hefur það hins vegar gerst að háskólarnir eru semsagt orðnir fleiri, þannig að ekki er lengur um það að ræða að stúdentar bara brokki niður í aðalbyggingu og skrái sig í eitthvað, þó ekki væri nema bara til að prófa. Þetta er breytt. Núna eru aðalbyggingarnar orðnar margar og ekki ljóst hvert skal brokka til þess að standa tvístígandi. En á sama tíma hefur hið athyglisverða gerst að mun auðveldara virðist vera orðið fyrir fólk að velja hvert fagið á að vera. Það virðist liggja beint við: Viðskiptafræði eða lögfræði. VISSULEGA er boðið upp á margt annað í öllum þessum skólum, en það breytir ekki því að fjölgun skólanna hefur einkum leitt til þess að fleiri námsleiðir hafa boðist á þessu mjög svo takmarkaða sviði fræðanna. Enda er það kannski ekkert skrýtið. Þarna eru peningarnir. Af þeim sökum stendur straumurinn ekki í ummönnunarstéttir, iðngreinar eða húmanísk fræði. Í öllu falli blasir við að Íslendingar eru varla lengur bókaþjóð. Við erum bókaraþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Þau undur og stórmerki hafa orðið á Íslandi að háskólar í landinu eru farnir að keppast um nemendur og auglýsa nú grimmt á hverju ári eftir umsóknum þar sem því er haldið fram að viðkomandi skóli sé bestur út frá einhverjum sjónarmiðum og að þar sé gott að læra í góðu akademísku umhverfi og svo framvegis. MAÐUR hefur séð svona auglýsingar erlendis en ekki hérna heima fyrr en nú. Hér stígur því þjóðin enn eitt stóra skrefið í átt til heimsborgaralegs hátternis. Áferðafallegar tilkynningar með myndum af lífsglöðum stúdentum á göngum bjartra og opinna menntastofnanna birtast nú almenningi á hverju skráningartímabili með skilaboðum hljómþýðrar raddar um gildi aukinnar menntunar, hvort sem er á Bifröst, Reykjavík, Akureyri eða jafnvel á Miðnesheiði - þeim bera hvassviðrisrassi -, fyrir bæði einstakling og þjóðarbú. ÞESSAR háskólaauglýsingar eru auðvitað rökrétt afleiðing þess að háskólarnir eru nú orðnir fleiri en einn og á milli þeirra ríkir samkeppni. Um það er ekkert nema gott að segja. Hingað til hafa einungis bankarnir auglýst í miðlunum um eitthvað sem námi viðkemur, og þá í því skyni að tæla stúdenta með bröndurum og háði til þess að opna hjá sér yfirdráttarreikning. NAMUS est lífstílus. Nám er lífstíll. Sjálfur lærði ég heimspeki og íslensku í Háskóla Íslands hér í eina tíð og hafði gaman af. Þá var sá háttur hafður á, að haustið eftir útskrift í menntaskóla hélt fólk upp í aðalbyggingu Háskólans og stóð þar í anddyrinu dágóða stund og reyndi að ákveða hvað það ætti að læra í þessum eina háskóla landsins. Sumir fóru illa út úr þessi ferli, gátu ekki ákveðið sig, og prufuðu kannski ein fimm fög áður en þeir loksins útskrifuðust tíu árum síðar með gráðu í því sjötta. Aðrir fóru hina leiðina og tóku einfaldlega sjö gráður. NÚNA hefur það hins vegar gerst að háskólarnir eru semsagt orðnir fleiri, þannig að ekki er lengur um það að ræða að stúdentar bara brokki niður í aðalbyggingu og skrái sig í eitthvað, þó ekki væri nema bara til að prófa. Þetta er breytt. Núna eru aðalbyggingarnar orðnar margar og ekki ljóst hvert skal brokka til þess að standa tvístígandi. En á sama tíma hefur hið athyglisverða gerst að mun auðveldara virðist vera orðið fyrir fólk að velja hvert fagið á að vera. Það virðist liggja beint við: Viðskiptafræði eða lögfræði. VISSULEGA er boðið upp á margt annað í öllum þessum skólum, en það breytir ekki því að fjölgun skólanna hefur einkum leitt til þess að fleiri námsleiðir hafa boðist á þessu mjög svo takmarkaða sviði fræðanna. Enda er það kannski ekkert skrýtið. Þarna eru peningarnir. Af þeim sökum stendur straumurinn ekki í ummönnunarstéttir, iðngreinar eða húmanísk fræði. Í öllu falli blasir við að Íslendingar eru varla lengur bókaþjóð. Við erum bókaraþjóð.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun