Álæði 23. júní 2007 06:00 Að vera umhverfisverndarsinni á Íslandi virðist vera svona svipað og að vera ævintýrariddari sem fær það erfiða og að mörgu leyti vanmetna hlutskipti að berjast við dreka með sverði. Eins og í flestum slíkum ævintýrum verður drekinn aldrei lagður auðveldlega. Þegar eitt höfuð hans er hoggið af, eftir talsverða fyrirhöfn, vaxa jafnan tvö í staðinn. ÉG held að það hafi ekki þurft að fara fram hjá neinum að álver og virkjanir hafa verið umdeildar leiðir til atvinnuuppbyggingar hér á landi - svo vægt sé til orða tekið. Umhverfisriddararnir hafa háð margar viðureignirnar við áldrekann, yfirleitt tapað, en nú á vormánuðum gerðist þó það, að einn sigurinn vannst á drekanum og höfuð var af honum hoggið þegar stækkun álversins í Straumsvík var hafnað í almennri íbúakosningu. EN nú sé ég ekki betur en að það hafi gerst eins og jafnan gerist í ævintýrunum að drekinn er orðinn marghöfða. Sjaldan í umræðunni um álver á Íslandi hef ég heyrt jafnmarga staði nefnda blygðunarlaust í einni andrá sem möguleg stæði fyrir álver eins og núna í liðinni viku. Það hefur tekið mig nokkra daga að átta mig á þessu. MENN eru sem sagt að tala um að reisa álver á Bakka, í Helguvík, í Þorlákshöfn og/eða í Keilisnesi, auk þeirra álvera sem fyrir eru í Straumsvík, Reyðarfirði og á Grundartanga. Drekinn er kominn með 7 glansandi og reykspúandi álhöfuð og ef við gerðum nú ráð fyrir að af öllum þessum álverum yrði og hvert þeirra stæði á endanum fyrir 500 þúsund tonna framleiðslu - sem virðist almennt í bransanum talin hin hagkvæma stærð -- að þá værum við að tala um hvorki meira né minna en þriggja og hálfs milljón tonna álframleiðsluskrímsli á Íslandi. ÉG er ekki á móti því að hér starfi álver innan hófsamra marka. En sú var tíð að jafnvel menn með hjálma - reiðubúnir til virkjana- og verksmiðjugerðar - töldu raunhæft að hér yrðu í mesta lagi framleidd milljón tonn af áli. Í ljósi þess sé ég ekki betur en að hinar stóru og umdeildu áætlanir fyrri tíma hafi tekið fyrirvaralausan vaxtakipp og nú tútni út á teikniborðunum án þess að nokkur fái neitt við ráðið ógnarstórt plan um allsherjarálvæðingu landsins með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ruðningsáhrifum í efnahags- og atvinnulífinu og náttúrufórnum til virkjanagerðar sem aldrei fyrr. NÚ ríður á að fólk fari almennt að skilja að álver er ekki bara eins og hver annar atvinnurekstur sem má stækka og breiða úr sér að vild. Álver er orkufrekur iðnaður, sem veldur náttúruröskun og mengun. Af þeim sökum á líkingin við dreka rétt á sér. Ekki gengur að eiga við hann með sverðum. Vöxtur hans og óstýrilæti sýnir hins vegar að það verður, hvað sem það kostar - og ekkert maus með það -- að koma á hann böndum. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar. Hvort það tekst eða ekki verður ævinlega mælikvarði á dug hennar og getu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Að vera umhverfisverndarsinni á Íslandi virðist vera svona svipað og að vera ævintýrariddari sem fær það erfiða og að mörgu leyti vanmetna hlutskipti að berjast við dreka með sverði. Eins og í flestum slíkum ævintýrum verður drekinn aldrei lagður auðveldlega. Þegar eitt höfuð hans er hoggið af, eftir talsverða fyrirhöfn, vaxa jafnan tvö í staðinn. ÉG held að það hafi ekki þurft að fara fram hjá neinum að álver og virkjanir hafa verið umdeildar leiðir til atvinnuuppbyggingar hér á landi - svo vægt sé til orða tekið. Umhverfisriddararnir hafa háð margar viðureignirnar við áldrekann, yfirleitt tapað, en nú á vormánuðum gerðist þó það, að einn sigurinn vannst á drekanum og höfuð var af honum hoggið þegar stækkun álversins í Straumsvík var hafnað í almennri íbúakosningu. EN nú sé ég ekki betur en að það hafi gerst eins og jafnan gerist í ævintýrunum að drekinn er orðinn marghöfða. Sjaldan í umræðunni um álver á Íslandi hef ég heyrt jafnmarga staði nefnda blygðunarlaust í einni andrá sem möguleg stæði fyrir álver eins og núna í liðinni viku. Það hefur tekið mig nokkra daga að átta mig á þessu. MENN eru sem sagt að tala um að reisa álver á Bakka, í Helguvík, í Þorlákshöfn og/eða í Keilisnesi, auk þeirra álvera sem fyrir eru í Straumsvík, Reyðarfirði og á Grundartanga. Drekinn er kominn með 7 glansandi og reykspúandi álhöfuð og ef við gerðum nú ráð fyrir að af öllum þessum álverum yrði og hvert þeirra stæði á endanum fyrir 500 þúsund tonna framleiðslu - sem virðist almennt í bransanum talin hin hagkvæma stærð -- að þá værum við að tala um hvorki meira né minna en þriggja og hálfs milljón tonna álframleiðsluskrímsli á Íslandi. ÉG er ekki á móti því að hér starfi álver innan hófsamra marka. En sú var tíð að jafnvel menn með hjálma - reiðubúnir til virkjana- og verksmiðjugerðar - töldu raunhæft að hér yrðu í mesta lagi framleidd milljón tonn af áli. Í ljósi þess sé ég ekki betur en að hinar stóru og umdeildu áætlanir fyrri tíma hafi tekið fyrirvaralausan vaxtakipp og nú tútni út á teikniborðunum án þess að nokkur fái neitt við ráðið ógnarstórt plan um allsherjarálvæðingu landsins með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ruðningsáhrifum í efnahags- og atvinnulífinu og náttúrufórnum til virkjanagerðar sem aldrei fyrr. NÚ ríður á að fólk fari almennt að skilja að álver er ekki bara eins og hver annar atvinnurekstur sem má stækka og breiða úr sér að vild. Álver er orkufrekur iðnaður, sem veldur náttúruröskun og mengun. Af þeim sökum á líkingin við dreka rétt á sér. Ekki gengur að eiga við hann með sverðum. Vöxtur hans og óstýrilæti sýnir hins vegar að það verður, hvað sem það kostar - og ekkert maus með það -- að koma á hann böndum. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar. Hvort það tekst eða ekki verður ævinlega mælikvarði á dug hennar og getu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun