Kraftmikil orkupólitík Katrín Júlíusdóttir skrifar 26. júní 2007 07:00 Nýr iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson hefur slegið afar áhugaverðan tón í umræðunni um nýtingu okkar Íslendinga á orkuauðlindum. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Orkupólitík sem tekur mið af nútíð og framtíð, sem tekur mið af skynsamlegri nýtingu og náttúruvernd og tekur mið af uppbyggingu aukinnar fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Í áhugaverðu og frísklegu viðtali sem birtist við iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag bendir hann á að orkulindir okkar eru auðvitað ekki ótakmarkaðar og því mikilvægt fyrir okkur að fara vel yfir það hvernig við nýtum þessar auðlindir. Hann dregur sérstaklega fram að eitt stærsta tækifærið blasi við í hátækni- og þekkingariðnaði, sem er markaðurinn fyrir netþjónabú á Íslandi. Ég tel að það sé afar áhugaverður kostur að líta til slíkrar uppbyggingar hér á landi. Netþjónabú - mengunarlaus stóriðjaHér hefur iðnaðarráðherra hafið fyrir alvöru umræðu um uppbyggingu á mengunarlausri stóriðju hér á landi sem rekstur netþjónabúa svo sannarlega er. Það sem er ekki síst áhugavert við uppbyggingu netþjónabúa hér á landi er sú staðreynd að víða þar sem þau hafa verið rekin erlendis hefur byggst upp klasi hátæknifyrirtækja í kringum þau. Þetta fer því mjög vel saman við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að efla hátækniiðnað og sprotafyrirtæki á kjörtímabilinu og skapa með því kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt og útflutning íslenskra fyrirtækja. Auk þess sem þetta fellur vel að þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðuhúsaloftegunda. Samfylkingin hefur lengi verið með það á sinni stefnuskrá að auka veg hátækniiðnaðar hér á landi með öflugum stuðningi sem tekur mið af þörfum þessara fyrirtækja allt frá því að þau spretta upp í formi sprotafyrirtækja og þar til þau verða fullburða hátæknifyrirtæki. Umræðan um uppbyggingu hátækniiðnaðar fléttast því mjög saman við alla orkupólitík. Miðað við þá stefnumörkun sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og áðurnefndu viðtali við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er alveg ljóst að það eru spennandi tímar framundan í íslenskri orku- og atvinnupólitík. Og klingjandi klárt að stefnubreyting hefur orðið í iðnaðarráðuneytinu í þeim efnum. Vinstri grænir skila auðuHeimsóknir forstjóra alþjóðlegra álfyrirtækja hingað til lands hafa vakið mikla athygli enda fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun. Sýnir þetta okkur að eftirspurnin eftir orku á Íslandi er veruleg. Þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að snúa þessum áhuga þessara fyrirtækja uppá ríkisstjórnina og haldið því fram að heimsóknir forstjóra álfyrirtækja sé merki um að stóriðjustefnan sé hér rekin af meiri krafti en áður. Þessir ágætu þingmenn hafa hinsvegar þagað þunnu hljóði um þá einu stóriðju sem iðnaðarráðherra hefur ljáð máls á, nefnilega hinni orkufreku grænu stóriðju sem rætt er um hér að ofan. Vinstri grænir hafa skilað auðu í þeim efnum. Ég leyfi mér að ætla að það sé vegna þess að það henti þeim betur að reyna að þyrla upp moldviðri með rangindum í stað þess að koma inn í hina orkupólitísku umræðu með uppbyggilegum hætti. Þeim er vorkunn, þeir byggja jú tilveru sína á því að hér sé rekin gamaldagsstóriðjustefna. Raunveruleikinn er bara að verða allt annar eins og áðurnefnt viðtal við iðnaðarráðherra ber svo sannarlega með sér. Við erum á hraðri leið inn í nýja tíma. Sátt milli nýtingar og verndarHin nýja orkupólitík felur einnig í sér að ríkisstjórnin ætlar að koma á sátt milli nýtingar og verndar á náttúru Íslands. Hin nýja orkupólitík er skynsöm pólitík sem tekur mið af verndun náttúruperlna. Stefna ríkisstjórnarinnar er því alveg skýr. Ljúka á gerð rammaáætlunar fyrir árslok 2009. Niðurstaðan verður síðan lögð fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verða ekki gefin út ný rannsóknar- eða nýtingarleyfi. Háhitasvæðin verða tekin til sérstakrar skoðunar og verndargildi þeirra metin sérstaklega. Þá segir einnig í stjórnarsáttmálanum að gerð verði skýr áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum fer vel saman við áðurnefnda stefnumörkun um uppbyggingu hátækniiðnaðarins og er undirstaðan í hinni nýju orkupólitík. Gefur þessi góða byrjun ríkisstjórnarinnar góð fyrirheit um það sem koma skal. Nefnilega kraftmikla og nútímalega orkupólitík. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nýr iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson hefur slegið afar áhugaverðan tón í umræðunni um nýtingu okkar Íslendinga á orkuauðlindum. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Orkupólitík sem tekur mið af nútíð og framtíð, sem tekur mið af skynsamlegri nýtingu og náttúruvernd og tekur mið af uppbyggingu aukinnar fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Í áhugaverðu og frísklegu viðtali sem birtist við iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag bendir hann á að orkulindir okkar eru auðvitað ekki ótakmarkaðar og því mikilvægt fyrir okkur að fara vel yfir það hvernig við nýtum þessar auðlindir. Hann dregur sérstaklega fram að eitt stærsta tækifærið blasi við í hátækni- og þekkingariðnaði, sem er markaðurinn fyrir netþjónabú á Íslandi. Ég tel að það sé afar áhugaverður kostur að líta til slíkrar uppbyggingar hér á landi. Netþjónabú - mengunarlaus stóriðjaHér hefur iðnaðarráðherra hafið fyrir alvöru umræðu um uppbyggingu á mengunarlausri stóriðju hér á landi sem rekstur netþjónabúa svo sannarlega er. Það sem er ekki síst áhugavert við uppbyggingu netþjónabúa hér á landi er sú staðreynd að víða þar sem þau hafa verið rekin erlendis hefur byggst upp klasi hátæknifyrirtækja í kringum þau. Þetta fer því mjög vel saman við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að efla hátækniiðnað og sprotafyrirtæki á kjörtímabilinu og skapa með því kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt og útflutning íslenskra fyrirtækja. Auk þess sem þetta fellur vel að þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðuhúsaloftegunda. Samfylkingin hefur lengi verið með það á sinni stefnuskrá að auka veg hátækniiðnaðar hér á landi með öflugum stuðningi sem tekur mið af þörfum þessara fyrirtækja allt frá því að þau spretta upp í formi sprotafyrirtækja og þar til þau verða fullburða hátæknifyrirtæki. Umræðan um uppbyggingu hátækniiðnaðar fléttast því mjög saman við alla orkupólitík. Miðað við þá stefnumörkun sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og áðurnefndu viðtali við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er alveg ljóst að það eru spennandi tímar framundan í íslenskri orku- og atvinnupólitík. Og klingjandi klárt að stefnubreyting hefur orðið í iðnaðarráðuneytinu í þeim efnum. Vinstri grænir skila auðuHeimsóknir forstjóra alþjóðlegra álfyrirtækja hingað til lands hafa vakið mikla athygli enda fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun. Sýnir þetta okkur að eftirspurnin eftir orku á Íslandi er veruleg. Þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að snúa þessum áhuga þessara fyrirtækja uppá ríkisstjórnina og haldið því fram að heimsóknir forstjóra álfyrirtækja sé merki um að stóriðjustefnan sé hér rekin af meiri krafti en áður. Þessir ágætu þingmenn hafa hinsvegar þagað þunnu hljóði um þá einu stóriðju sem iðnaðarráðherra hefur ljáð máls á, nefnilega hinni orkufreku grænu stóriðju sem rætt er um hér að ofan. Vinstri grænir hafa skilað auðu í þeim efnum. Ég leyfi mér að ætla að það sé vegna þess að það henti þeim betur að reyna að þyrla upp moldviðri með rangindum í stað þess að koma inn í hina orkupólitísku umræðu með uppbyggilegum hætti. Þeim er vorkunn, þeir byggja jú tilveru sína á því að hér sé rekin gamaldagsstóriðjustefna. Raunveruleikinn er bara að verða allt annar eins og áðurnefnt viðtal við iðnaðarráðherra ber svo sannarlega með sér. Við erum á hraðri leið inn í nýja tíma. Sátt milli nýtingar og verndarHin nýja orkupólitík felur einnig í sér að ríkisstjórnin ætlar að koma á sátt milli nýtingar og verndar á náttúru Íslands. Hin nýja orkupólitík er skynsöm pólitík sem tekur mið af verndun náttúruperlna. Stefna ríkisstjórnarinnar er því alveg skýr. Ljúka á gerð rammaáætlunar fyrir árslok 2009. Niðurstaðan verður síðan lögð fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verða ekki gefin út ný rannsóknar- eða nýtingarleyfi. Háhitasvæðin verða tekin til sérstakrar skoðunar og verndargildi þeirra metin sérstaklega. Þá segir einnig í stjórnarsáttmálanum að gerð verði skýr áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum fer vel saman við áðurnefnda stefnumörkun um uppbyggingu hátækniiðnaðarins og er undirstaðan í hinni nýju orkupólitík. Gefur þessi góða byrjun ríkisstjórnarinnar góð fyrirheit um það sem koma skal. Nefnilega kraftmikla og nútímalega orkupólitík. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun