Kraftmikil orkupólitík Katrín Júlíusdóttir skrifar 26. júní 2007 07:00 Nýr iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson hefur slegið afar áhugaverðan tón í umræðunni um nýtingu okkar Íslendinga á orkuauðlindum. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Orkupólitík sem tekur mið af nútíð og framtíð, sem tekur mið af skynsamlegri nýtingu og náttúruvernd og tekur mið af uppbyggingu aukinnar fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Í áhugaverðu og frísklegu viðtali sem birtist við iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag bendir hann á að orkulindir okkar eru auðvitað ekki ótakmarkaðar og því mikilvægt fyrir okkur að fara vel yfir það hvernig við nýtum þessar auðlindir. Hann dregur sérstaklega fram að eitt stærsta tækifærið blasi við í hátækni- og þekkingariðnaði, sem er markaðurinn fyrir netþjónabú á Íslandi. Ég tel að það sé afar áhugaverður kostur að líta til slíkrar uppbyggingar hér á landi. Netþjónabú - mengunarlaus stóriðjaHér hefur iðnaðarráðherra hafið fyrir alvöru umræðu um uppbyggingu á mengunarlausri stóriðju hér á landi sem rekstur netþjónabúa svo sannarlega er. Það sem er ekki síst áhugavert við uppbyggingu netþjónabúa hér á landi er sú staðreynd að víða þar sem þau hafa verið rekin erlendis hefur byggst upp klasi hátæknifyrirtækja í kringum þau. Þetta fer því mjög vel saman við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að efla hátækniiðnað og sprotafyrirtæki á kjörtímabilinu og skapa með því kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt og útflutning íslenskra fyrirtækja. Auk þess sem þetta fellur vel að þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðuhúsaloftegunda. Samfylkingin hefur lengi verið með það á sinni stefnuskrá að auka veg hátækniiðnaðar hér á landi með öflugum stuðningi sem tekur mið af þörfum þessara fyrirtækja allt frá því að þau spretta upp í formi sprotafyrirtækja og þar til þau verða fullburða hátæknifyrirtæki. Umræðan um uppbyggingu hátækniiðnaðar fléttast því mjög saman við alla orkupólitík. Miðað við þá stefnumörkun sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og áðurnefndu viðtali við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er alveg ljóst að það eru spennandi tímar framundan í íslenskri orku- og atvinnupólitík. Og klingjandi klárt að stefnubreyting hefur orðið í iðnaðarráðuneytinu í þeim efnum. Vinstri grænir skila auðuHeimsóknir forstjóra alþjóðlegra álfyrirtækja hingað til lands hafa vakið mikla athygli enda fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun. Sýnir þetta okkur að eftirspurnin eftir orku á Íslandi er veruleg. Þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að snúa þessum áhuga þessara fyrirtækja uppá ríkisstjórnina og haldið því fram að heimsóknir forstjóra álfyrirtækja sé merki um að stóriðjustefnan sé hér rekin af meiri krafti en áður. Þessir ágætu þingmenn hafa hinsvegar þagað þunnu hljóði um þá einu stóriðju sem iðnaðarráðherra hefur ljáð máls á, nefnilega hinni orkufreku grænu stóriðju sem rætt er um hér að ofan. Vinstri grænir hafa skilað auðu í þeim efnum. Ég leyfi mér að ætla að það sé vegna þess að það henti þeim betur að reyna að þyrla upp moldviðri með rangindum í stað þess að koma inn í hina orkupólitísku umræðu með uppbyggilegum hætti. Þeim er vorkunn, þeir byggja jú tilveru sína á því að hér sé rekin gamaldagsstóriðjustefna. Raunveruleikinn er bara að verða allt annar eins og áðurnefnt viðtal við iðnaðarráðherra ber svo sannarlega með sér. Við erum á hraðri leið inn í nýja tíma. Sátt milli nýtingar og verndarHin nýja orkupólitík felur einnig í sér að ríkisstjórnin ætlar að koma á sátt milli nýtingar og verndar á náttúru Íslands. Hin nýja orkupólitík er skynsöm pólitík sem tekur mið af verndun náttúruperlna. Stefna ríkisstjórnarinnar er því alveg skýr. Ljúka á gerð rammaáætlunar fyrir árslok 2009. Niðurstaðan verður síðan lögð fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verða ekki gefin út ný rannsóknar- eða nýtingarleyfi. Háhitasvæðin verða tekin til sérstakrar skoðunar og verndargildi þeirra metin sérstaklega. Þá segir einnig í stjórnarsáttmálanum að gerð verði skýr áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum fer vel saman við áðurnefnda stefnumörkun um uppbyggingu hátækniiðnaðarins og er undirstaðan í hinni nýju orkupólitík. Gefur þessi góða byrjun ríkisstjórnarinnar góð fyrirheit um það sem koma skal. Nefnilega kraftmikla og nútímalega orkupólitík. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nýr iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson hefur slegið afar áhugaverðan tón í umræðunni um nýtingu okkar Íslendinga á orkuauðlindum. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Orkupólitík sem tekur mið af nútíð og framtíð, sem tekur mið af skynsamlegri nýtingu og náttúruvernd og tekur mið af uppbyggingu aukinnar fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Í áhugaverðu og frísklegu viðtali sem birtist við iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag bendir hann á að orkulindir okkar eru auðvitað ekki ótakmarkaðar og því mikilvægt fyrir okkur að fara vel yfir það hvernig við nýtum þessar auðlindir. Hann dregur sérstaklega fram að eitt stærsta tækifærið blasi við í hátækni- og þekkingariðnaði, sem er markaðurinn fyrir netþjónabú á Íslandi. Ég tel að það sé afar áhugaverður kostur að líta til slíkrar uppbyggingar hér á landi. Netþjónabú - mengunarlaus stóriðjaHér hefur iðnaðarráðherra hafið fyrir alvöru umræðu um uppbyggingu á mengunarlausri stóriðju hér á landi sem rekstur netþjónabúa svo sannarlega er. Það sem er ekki síst áhugavert við uppbyggingu netþjónabúa hér á landi er sú staðreynd að víða þar sem þau hafa verið rekin erlendis hefur byggst upp klasi hátæknifyrirtækja í kringum þau. Þetta fer því mjög vel saman við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að efla hátækniiðnað og sprotafyrirtæki á kjörtímabilinu og skapa með því kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt og útflutning íslenskra fyrirtækja. Auk þess sem þetta fellur vel að þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðuhúsaloftegunda. Samfylkingin hefur lengi verið með það á sinni stefnuskrá að auka veg hátækniiðnaðar hér á landi með öflugum stuðningi sem tekur mið af þörfum þessara fyrirtækja allt frá því að þau spretta upp í formi sprotafyrirtækja og þar til þau verða fullburða hátæknifyrirtæki. Umræðan um uppbyggingu hátækniiðnaðar fléttast því mjög saman við alla orkupólitík. Miðað við þá stefnumörkun sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og áðurnefndu viðtali við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er alveg ljóst að það eru spennandi tímar framundan í íslenskri orku- og atvinnupólitík. Og klingjandi klárt að stefnubreyting hefur orðið í iðnaðarráðuneytinu í þeim efnum. Vinstri grænir skila auðuHeimsóknir forstjóra alþjóðlegra álfyrirtækja hingað til lands hafa vakið mikla athygli enda fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun. Sýnir þetta okkur að eftirspurnin eftir orku á Íslandi er veruleg. Þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að snúa þessum áhuga þessara fyrirtækja uppá ríkisstjórnina og haldið því fram að heimsóknir forstjóra álfyrirtækja sé merki um að stóriðjustefnan sé hér rekin af meiri krafti en áður. Þessir ágætu þingmenn hafa hinsvegar þagað þunnu hljóði um þá einu stóriðju sem iðnaðarráðherra hefur ljáð máls á, nefnilega hinni orkufreku grænu stóriðju sem rætt er um hér að ofan. Vinstri grænir hafa skilað auðu í þeim efnum. Ég leyfi mér að ætla að það sé vegna þess að það henti þeim betur að reyna að þyrla upp moldviðri með rangindum í stað þess að koma inn í hina orkupólitísku umræðu með uppbyggilegum hætti. Þeim er vorkunn, þeir byggja jú tilveru sína á því að hér sé rekin gamaldagsstóriðjustefna. Raunveruleikinn er bara að verða allt annar eins og áðurnefnt viðtal við iðnaðarráðherra ber svo sannarlega með sér. Við erum á hraðri leið inn í nýja tíma. Sátt milli nýtingar og verndarHin nýja orkupólitík felur einnig í sér að ríkisstjórnin ætlar að koma á sátt milli nýtingar og verndar á náttúru Íslands. Hin nýja orkupólitík er skynsöm pólitík sem tekur mið af verndun náttúruperlna. Stefna ríkisstjórnarinnar er því alveg skýr. Ljúka á gerð rammaáætlunar fyrir árslok 2009. Niðurstaðan verður síðan lögð fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verða ekki gefin út ný rannsóknar- eða nýtingarleyfi. Háhitasvæðin verða tekin til sérstakrar skoðunar og verndargildi þeirra metin sérstaklega. Þá segir einnig í stjórnarsáttmálanum að gerð verði skýr áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum fer vel saman við áðurnefnda stefnumörkun um uppbyggingu hátækniiðnaðarins og er undirstaðan í hinni nýju orkupólitík. Gefur þessi góða byrjun ríkisstjórnarinnar góð fyrirheit um það sem koma skal. Nefnilega kraftmikla og nútímalega orkupólitík. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun