Olía á eldinn 29. júní 2007 06:00 Þýðandi sem ég þekki sagði mér á dögunum frá bandarískum reyfara sem hann las og gerðist í olíuhreinsunarstöð. Hann taldi ólíklegt að hægt væri að snara henni yfir á íslensku; alltof mörg orð sem lutu að þessum iðnaði væri ekki að finna í okkar tungumáli. Það myndi þó lagast ef reist yrði olíuhreinsunarstöð vestur á fjörðum og eftir aðeins örfá ár væri hægt að gefa reyfarann út í íslenskri þýðingu. Þetta er enn sem komið er skásta röksemdin ég hef heyrt fyrir olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Haft er fyrir satt að olíuhreinsunarstöð myndi skaffa fimm hundruð manns atvinnu. Sú tala hljómar skiljanlega vel þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir Vestfirði. Slíkar fréttir eru reyndar ekki nýlunda en þó hefur atvinnuleysi á Íslandi ávallt mælst minnst fyrir vestan. Vestfirðingar eru með öðrum orðum manna duglegastir við að finna sér vinnu. Fólksfækkunin þar skýrist ekki af atvinnuleysi. Ungt fólk fer að heiman, menntar sig og sækist eftir atvinnutækifærum sem það finnur ekki í heimahögunum. Olíuhreinsunarstöð breytir því ekki. Hún skapar ekki afleidd störf, heldur afleit. Tilgangur olíuhreinsunarstöðvarinnar er í grunninn að fjölga fólki á Vestfjörðum, ekki störfum. Sem segir að ef búa á til fimm hundruð störf þarf að flytja litlu færra fólk þangað til að sinna þeim. Í ljósi þess að atvinnuleysi á Íslandi er minna en hollt þykir gefur auga leið að vinnuaflið kæmi frá útlöndum. Gott og vel. Ef við ætlum á annað borð að flytja 500 til landsins á einu bretti til að manna heila atvinnugrein, virðist olíuhreinsunarstöð ekkert sérstaklega nærtæk starfsemi. Sagt hefur verið: „Einhvers staðar þarf að hreinsa olíu." Vissulega. En einhvers staðar þarf líka að búa til tannkrem, regnhlífar eða skóreimar. Vissuð þið að á sjöttu hverri sekúndu slitnar skóreim einhvers staðar í heiminum? (Ég veit reyndar ekkert um það, en það hljómar sennilega). Látum vera að þessi hroðalegu mannvirki sem olíuhreinsunarstöðvar eru láta kerskála líta út eins og Guggenheim-safnið í samanburði. Það koma hins vegar á mig vöflur þegar menn nota það hróðugir sem röksemd með starfseminni að Vestfirðingar gætu þá státað af öflugasta slökkviliði landsins. Svona ef ske kynni að faktorían spryngi í loft upp, eins og í Noregi fyrir skemmstu, nú eða ef draga þyrfti einn olíukláfinn af strandstað. Eðlilega er farið að fjúka í Vestfirðinga eftir að hafa verið látnir sitja á hakanum áratugum saman. Vestfirðir eru ekki einu sinni partur af hringveginum í kringum landið! Enda kannski óábyrgt að vísa ferðamönnum á landshluta þar sem stjórnvöld hafa trassað að uppfylla lágmarksöryggi á vegum. Knýjandi aðstæður gera olíuhreinsunarstöð samt sem áður ekki að fýsilegum kosti. Vond hugmynd verður ekki betri við að breytast í örþrifaráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Þýðandi sem ég þekki sagði mér á dögunum frá bandarískum reyfara sem hann las og gerðist í olíuhreinsunarstöð. Hann taldi ólíklegt að hægt væri að snara henni yfir á íslensku; alltof mörg orð sem lutu að þessum iðnaði væri ekki að finna í okkar tungumáli. Það myndi þó lagast ef reist yrði olíuhreinsunarstöð vestur á fjörðum og eftir aðeins örfá ár væri hægt að gefa reyfarann út í íslenskri þýðingu. Þetta er enn sem komið er skásta röksemdin ég hef heyrt fyrir olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Haft er fyrir satt að olíuhreinsunarstöð myndi skaffa fimm hundruð manns atvinnu. Sú tala hljómar skiljanlega vel þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir Vestfirði. Slíkar fréttir eru reyndar ekki nýlunda en þó hefur atvinnuleysi á Íslandi ávallt mælst minnst fyrir vestan. Vestfirðingar eru með öðrum orðum manna duglegastir við að finna sér vinnu. Fólksfækkunin þar skýrist ekki af atvinnuleysi. Ungt fólk fer að heiman, menntar sig og sækist eftir atvinnutækifærum sem það finnur ekki í heimahögunum. Olíuhreinsunarstöð breytir því ekki. Hún skapar ekki afleidd störf, heldur afleit. Tilgangur olíuhreinsunarstöðvarinnar er í grunninn að fjölga fólki á Vestfjörðum, ekki störfum. Sem segir að ef búa á til fimm hundruð störf þarf að flytja litlu færra fólk þangað til að sinna þeim. Í ljósi þess að atvinnuleysi á Íslandi er minna en hollt þykir gefur auga leið að vinnuaflið kæmi frá útlöndum. Gott og vel. Ef við ætlum á annað borð að flytja 500 til landsins á einu bretti til að manna heila atvinnugrein, virðist olíuhreinsunarstöð ekkert sérstaklega nærtæk starfsemi. Sagt hefur verið: „Einhvers staðar þarf að hreinsa olíu." Vissulega. En einhvers staðar þarf líka að búa til tannkrem, regnhlífar eða skóreimar. Vissuð þið að á sjöttu hverri sekúndu slitnar skóreim einhvers staðar í heiminum? (Ég veit reyndar ekkert um það, en það hljómar sennilega). Látum vera að þessi hroðalegu mannvirki sem olíuhreinsunarstöðvar eru láta kerskála líta út eins og Guggenheim-safnið í samanburði. Það koma hins vegar á mig vöflur þegar menn nota það hróðugir sem röksemd með starfseminni að Vestfirðingar gætu þá státað af öflugasta slökkviliði landsins. Svona ef ske kynni að faktorían spryngi í loft upp, eins og í Noregi fyrir skemmstu, nú eða ef draga þyrfti einn olíukláfinn af strandstað. Eðlilega er farið að fjúka í Vestfirðinga eftir að hafa verið látnir sitja á hakanum áratugum saman. Vestfirðir eru ekki einu sinni partur af hringveginum í kringum landið! Enda kannski óábyrgt að vísa ferðamönnum á landshluta þar sem stjórnvöld hafa trassað að uppfylla lágmarksöryggi á vegum. Knýjandi aðstæður gera olíuhreinsunarstöð samt sem áður ekki að fýsilegum kosti. Vond hugmynd verður ekki betri við að breytast í örþrifaráð.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun