Örvhentur eins og Hendrix 1. júlí 2007 03:00 Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, hefur farið á kostum með hljómsveitinni Dúndurfréttum. fréttablaðið/rósa Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Gæsahúð allan tímannDúndurfréttum til halds og trausts var Sinfóníuhljómsveit Íslands og var Einar Þór himinlifandi með framlag hennar. „Þessi Sinfóníuhljómsveit er alveg rosalega góð og maður var með gæsahúð frá upphafi til enda. Stjórnandinn Bernaharður Wilkinson stóð sig líka eins og hetja. Ég er búinn að spila The Wall nokkrum sinnum en þetta var eins og maður væri að spila hana í fyrsta sinn." Spilaði eftir minniEinar Þór segir það ofboðslega langt síðan hann hlustaði á plötu Pink Floyd, The Wall og hann hafi því spilað lögin eftir minni í Höllinni. Hann er mikill aðdáandi Pink Floyd og segist einu sinni hafa verið nálægt því að sjá hana á tónleikum. „Ég náði næstum því að sjá þá í Hyde Park fyrir tveimur árum á Live Eight. Ég stóð fyrir utan ásamt fimmtíu þúsund öðrum og heyrði tónana en sá ekki neitt. Það var voðalega sárt en þetta gekk næstum því." Hendrix og Gilmore góðirEinar Þór byrjaði að spila á gítar þrettán ára og heillaðist fljótlega af gítarsnillingunum Jimi Hendrix, David Gilmore, Gary Moore og Steve Lukather úr Toto. Allir þessir kappar hafa eða höfðu sinn eigin stíl en Einar segist eiga erfitt með að skilgreina eigin gítarleik. „Maður spilar bara eftir því í hvernig skapi maður er. Maður getur verið sæmilegur og maður getur verið fínn," segir hann af einskærri hógværð.freyr@frettabladid.is Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Gæsahúð allan tímannDúndurfréttum til halds og trausts var Sinfóníuhljómsveit Íslands og var Einar Þór himinlifandi með framlag hennar. „Þessi Sinfóníuhljómsveit er alveg rosalega góð og maður var með gæsahúð frá upphafi til enda. Stjórnandinn Bernaharður Wilkinson stóð sig líka eins og hetja. Ég er búinn að spila The Wall nokkrum sinnum en þetta var eins og maður væri að spila hana í fyrsta sinn." Spilaði eftir minniEinar Þór segir það ofboðslega langt síðan hann hlustaði á plötu Pink Floyd, The Wall og hann hafi því spilað lögin eftir minni í Höllinni. Hann er mikill aðdáandi Pink Floyd og segist einu sinni hafa verið nálægt því að sjá hana á tónleikum. „Ég náði næstum því að sjá þá í Hyde Park fyrir tveimur árum á Live Eight. Ég stóð fyrir utan ásamt fimmtíu þúsund öðrum og heyrði tónana en sá ekki neitt. Það var voðalega sárt en þetta gekk næstum því." Hendrix og Gilmore góðirEinar Þór byrjaði að spila á gítar þrettán ára og heillaðist fljótlega af gítarsnillingunum Jimi Hendrix, David Gilmore, Gary Moore og Steve Lukather úr Toto. Allir þessir kappar hafa eða höfðu sinn eigin stíl en Einar segist eiga erfitt með að skilgreina eigin gítarleik. „Maður spilar bara eftir því í hvernig skapi maður er. Maður getur verið sæmilegur og maður getur verið fínn," segir hann af einskærri hógværð.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp