Örvhentur eins og Hendrix 1. júlí 2007 03:00 Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, hefur farið á kostum með hljómsveitinni Dúndurfréttum. fréttablaðið/rósa Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Gæsahúð allan tímannDúndurfréttum til halds og trausts var Sinfóníuhljómsveit Íslands og var Einar Þór himinlifandi með framlag hennar. „Þessi Sinfóníuhljómsveit er alveg rosalega góð og maður var með gæsahúð frá upphafi til enda. Stjórnandinn Bernaharður Wilkinson stóð sig líka eins og hetja. Ég er búinn að spila The Wall nokkrum sinnum en þetta var eins og maður væri að spila hana í fyrsta sinn." Spilaði eftir minniEinar Þór segir það ofboðslega langt síðan hann hlustaði á plötu Pink Floyd, The Wall og hann hafi því spilað lögin eftir minni í Höllinni. Hann er mikill aðdáandi Pink Floyd og segist einu sinni hafa verið nálægt því að sjá hana á tónleikum. „Ég náði næstum því að sjá þá í Hyde Park fyrir tveimur árum á Live Eight. Ég stóð fyrir utan ásamt fimmtíu þúsund öðrum og heyrði tónana en sá ekki neitt. Það var voðalega sárt en þetta gekk næstum því." Hendrix og Gilmore góðirEinar Þór byrjaði að spila á gítar þrettán ára og heillaðist fljótlega af gítarsnillingunum Jimi Hendrix, David Gilmore, Gary Moore og Steve Lukather úr Toto. Allir þessir kappar hafa eða höfðu sinn eigin stíl en Einar segist eiga erfitt með að skilgreina eigin gítarleik. „Maður spilar bara eftir því í hvernig skapi maður er. Maður getur verið sæmilegur og maður getur verið fínn," segir hann af einskærri hógværð.freyr@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Gæsahúð allan tímannDúndurfréttum til halds og trausts var Sinfóníuhljómsveit Íslands og var Einar Þór himinlifandi með framlag hennar. „Þessi Sinfóníuhljómsveit er alveg rosalega góð og maður var með gæsahúð frá upphafi til enda. Stjórnandinn Bernaharður Wilkinson stóð sig líka eins og hetja. Ég er búinn að spila The Wall nokkrum sinnum en þetta var eins og maður væri að spila hana í fyrsta sinn." Spilaði eftir minniEinar Þór segir það ofboðslega langt síðan hann hlustaði á plötu Pink Floyd, The Wall og hann hafi því spilað lögin eftir minni í Höllinni. Hann er mikill aðdáandi Pink Floyd og segist einu sinni hafa verið nálægt því að sjá hana á tónleikum. „Ég náði næstum því að sjá þá í Hyde Park fyrir tveimur árum á Live Eight. Ég stóð fyrir utan ásamt fimmtíu þúsund öðrum og heyrði tónana en sá ekki neitt. Það var voðalega sárt en þetta gekk næstum því." Hendrix og Gilmore góðirEinar Þór byrjaði að spila á gítar þrettán ára og heillaðist fljótlega af gítarsnillingunum Jimi Hendrix, David Gilmore, Gary Moore og Steve Lukather úr Toto. Allir þessir kappar hafa eða höfðu sinn eigin stíl en Einar segist eiga erfitt með að skilgreina eigin gítarleik. „Maður spilar bara eftir því í hvernig skapi maður er. Maður getur verið sæmilegur og maður getur verið fínn," segir hann af einskærri hógværð.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira