Ragga virðist ætla bresta í grát 11. júlí 2007 02:45 Hartmann kr. Guðmundsson „Það segir sig náttúrulega sjálft að það er leiðinlegt að vinna með manneskju sem virðist ætla bresta í grát allan daginn,“ segir Bergvin Oddsson, formaður Ungmennahreyfingar blindrafélagsins, um rödd nýs talgervils, sem notaður er í skjálestrar forritunum fyrir blinda og sjónskerta. Slíkur búnaður hefur verið til á íslensku frá því 1990 og hefur lengst af verið notuð karlmannsrödd sem kölluð er Snorri. Nýlega kom á markað nýrri og fullkomnari talgervill að nafni Ragga og var henni ætlað að taka við af Snorra. Hins vegar virðast viðtökur blindra og sjónskertra hafa verið fremur slæmar þar sem röddin þykir helst líkjast málrómi grátklökkrar konu. Hartmann Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Örtækni en fyrirtækið sér um sölu og þjónustu á hjálparbúnaði fyrir fatlaða, segir ástæðu gallans vera að fínstillingu milli orða vanti. Vandamálið sé ekki röddin en hana lagði fyrrverandi þulan Ragnheiður Elín Clausen til heldur í tækniatriðum framleiðandans Nuance. „Það er búið að leggja mikla vinnu og peninga í þennan talgervil þannig við áttum ekki von á öðru en að þetta yrði í lagi,“ segir Hartmann. Hann segir fólk hafa orðið hálf undrandi yfir því að svona atriði hefði ekki verið lagfært áður en talgervillinn fór í dreifingu. Hann eigi þó von á því að það verði gert með haustinu og að þá verði hægt að setja röddina inn í fleiri forrit. Tækni Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Það segir sig náttúrulega sjálft að það er leiðinlegt að vinna með manneskju sem virðist ætla bresta í grát allan daginn,“ segir Bergvin Oddsson, formaður Ungmennahreyfingar blindrafélagsins, um rödd nýs talgervils, sem notaður er í skjálestrar forritunum fyrir blinda og sjónskerta. Slíkur búnaður hefur verið til á íslensku frá því 1990 og hefur lengst af verið notuð karlmannsrödd sem kölluð er Snorri. Nýlega kom á markað nýrri og fullkomnari talgervill að nafni Ragga og var henni ætlað að taka við af Snorra. Hins vegar virðast viðtökur blindra og sjónskertra hafa verið fremur slæmar þar sem röddin þykir helst líkjast málrómi grátklökkrar konu. Hartmann Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Örtækni en fyrirtækið sér um sölu og þjónustu á hjálparbúnaði fyrir fatlaða, segir ástæðu gallans vera að fínstillingu milli orða vanti. Vandamálið sé ekki röddin en hana lagði fyrrverandi þulan Ragnheiður Elín Clausen til heldur í tækniatriðum framleiðandans Nuance. „Það er búið að leggja mikla vinnu og peninga í þennan talgervil þannig við áttum ekki von á öðru en að þetta yrði í lagi,“ segir Hartmann. Hann segir fólk hafa orðið hálf undrandi yfir því að svona atriði hefði ekki verið lagfært áður en talgervillinn fór í dreifingu. Hann eigi þó von á því að það verði gert með haustinu og að þá verði hægt að setja röddina inn í fleiri forrit.
Tækni Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira