ET Tumason: Live At 8MM - þrjár stjörnur 12. júlí 2007 05:00 Einfaldleiki og einlægni einkenna þennan tíu laga tónleikadisk með hinum efnilega blúsnýliða Elliða Tumasyni. ET Tumason er listamannsnafn blúsarans Elliða Tumasonar. Live At 8MM er hans fyrsta plata. Hún var tekin upp á tónleikum á barnum 8MM í Berlín, en hann er í eigu sömu aðila og reka 8MM Records, lítið óháð plötufyrirtæki sem hefur getið sér gott orð á undanförnum árum og gaf m.a. nýverið út safnplötuna The Curse, The Life, The Blood með Singapore Sling. Það eru tíu lög á Live At 8MM, átta frá tónleikunum sjálfum og tvö sem tekin voru upp í hljóðprufu fyrr sama dag. Elliði spilar á kassagítar og syngur. Lögin eru flest frumsamin, en að auki er þarna m.a. útgáfa Elliða af laginu Dust My Broom eftir Robert Johnson. Tónlistin er hreinræktaður blús sem Elliði leyfir að flæða með impróviseringum og sólóum. Blús eins og þessi er auðvitað ekki ný tónlist, en það sem gerir þessa plötu ferska og skemmtilega er einfaldleikinn og einlægnin sem skín í gegn. Elliði hefur greinilega sviðsþokka og þessi hálftími á barnum hefur komist ómengaður yfir á diskinn. ET Tumason er efnilegur nýliði. Þessi litla útgáfa er vonandi bara forsmekkurinn af því sem hann á eftir að taka sér fyrir hendur á tónlistarsviðinu. Fínn forsmekkur. Trausti Júlíusson Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
ET Tumason er listamannsnafn blúsarans Elliða Tumasonar. Live At 8MM er hans fyrsta plata. Hún var tekin upp á tónleikum á barnum 8MM í Berlín, en hann er í eigu sömu aðila og reka 8MM Records, lítið óháð plötufyrirtæki sem hefur getið sér gott orð á undanförnum árum og gaf m.a. nýverið út safnplötuna The Curse, The Life, The Blood með Singapore Sling. Það eru tíu lög á Live At 8MM, átta frá tónleikunum sjálfum og tvö sem tekin voru upp í hljóðprufu fyrr sama dag. Elliði spilar á kassagítar og syngur. Lögin eru flest frumsamin, en að auki er þarna m.a. útgáfa Elliða af laginu Dust My Broom eftir Robert Johnson. Tónlistin er hreinræktaður blús sem Elliði leyfir að flæða með impróviseringum og sólóum. Blús eins og þessi er auðvitað ekki ný tónlist, en það sem gerir þessa plötu ferska og skemmtilega er einfaldleikinn og einlægnin sem skín í gegn. Elliði hefur greinilega sviðsþokka og þessi hálftími á barnum hefur komist ómengaður yfir á diskinn. ET Tumason er efnilegur nýliði. Þessi litla útgáfa er vonandi bara forsmekkurinn af því sem hann á eftir að taka sér fyrir hendur á tónlistarsviðinu. Fínn forsmekkur. Trausti Júlíusson
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira