Kæri Hannes! 21. júlí 2007 07:00 Bestu þakkir fyrir bréfið sem gladdi mig ósegjanlega. Þar færir þú mér þau merku tíðindi, og sennilega ýmsum lesendum Bréfs til Maríu líka, að Henri Lepage sé góðvinur þinn. Það gætir að vísu nokkurs misskilnings hjá þér, þegar þú segir að ég hneykslist á bók Henri Lepage, Á morgun, kapítalisminn, eða samkvæmt þinni túlkun á titlinum, Morgundagurinn er kapítalismans. Það er í rauninni þvert á móti. Mér fannst hún hin athyglisverðasta, því þar fékk ég á einum stað nákvæmt, greinargott og yfirgripsmikið yfirlit yfir kenningar frjálshyggjumanna. Þess vegna taldi ég ómaksins vert að verja tíma og rúmi í að fjalla um þessa bók. Nú mun sá orðrómur vera kominn á kreik og hefur borist til mín í vindinum, að ég hafi dregið þarna fram einhvern þriðja flokks höfund, með öllu óþekktan, sem ekki sé eyðandi miklu púðri á; ég ráðist sem sé á garð frjálshyggjumanna þar sem hann sé lægstur, eða jafnvel skarð í honum. Þetta er alvarleg gagnrýni, ef hún skyldi hafa við rök að styðjast, og erfitt fyrir mig að svara henni, því óvíst að ég teldist trúverðugur ef ég ætlaði að taka upp hanskann fyrir Henri Lepage meira en orðið er. En nú hefur þú tekið ómakið af mér og kippt öllum grundvelli undan þessum andmælum. Eins og almenningur veit átt þú það nefnilega sameiginlegt með ýmsum þeim höfuðspekingum sem láta ljós sitt skína á Signubökkum, að þú umgengst einungis stórmenni þessa heims. Ef Henri Lepage er góðvinur þinn, getur hann þess vegna ekki verið neinn hálfdrættingur í hugmyndafræðum frjálshyggjunnar, það hlýtur að vera fullt mark takandi á manni sem er í svo góðum félagsskap. Þess vegna er það líka dálítið óréttlátt hjá þér, þegar þú segir í nokkrum álösunartón að ég safni saman undir heitinu „frjálshyggja" alls kyns hagstjórnarhugmyndum og þá væntanlega ólíkum. Þær hugmyndir sem ég fjalla um eru allar til staðar í riti Henri Lepage, hann hefur safnað þeim saman á undan mér. Megir þú svo ávallt vaxa að manviti. Höfundur er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Bestu þakkir fyrir bréfið sem gladdi mig ósegjanlega. Þar færir þú mér þau merku tíðindi, og sennilega ýmsum lesendum Bréfs til Maríu líka, að Henri Lepage sé góðvinur þinn. Það gætir að vísu nokkurs misskilnings hjá þér, þegar þú segir að ég hneykslist á bók Henri Lepage, Á morgun, kapítalisminn, eða samkvæmt þinni túlkun á titlinum, Morgundagurinn er kapítalismans. Það er í rauninni þvert á móti. Mér fannst hún hin athyglisverðasta, því þar fékk ég á einum stað nákvæmt, greinargott og yfirgripsmikið yfirlit yfir kenningar frjálshyggjumanna. Þess vegna taldi ég ómaksins vert að verja tíma og rúmi í að fjalla um þessa bók. Nú mun sá orðrómur vera kominn á kreik og hefur borist til mín í vindinum, að ég hafi dregið þarna fram einhvern þriðja flokks höfund, með öllu óþekktan, sem ekki sé eyðandi miklu púðri á; ég ráðist sem sé á garð frjálshyggjumanna þar sem hann sé lægstur, eða jafnvel skarð í honum. Þetta er alvarleg gagnrýni, ef hún skyldi hafa við rök að styðjast, og erfitt fyrir mig að svara henni, því óvíst að ég teldist trúverðugur ef ég ætlaði að taka upp hanskann fyrir Henri Lepage meira en orðið er. En nú hefur þú tekið ómakið af mér og kippt öllum grundvelli undan þessum andmælum. Eins og almenningur veit átt þú það nefnilega sameiginlegt með ýmsum þeim höfuðspekingum sem láta ljós sitt skína á Signubökkum, að þú umgengst einungis stórmenni þessa heims. Ef Henri Lepage er góðvinur þinn, getur hann þess vegna ekki verið neinn hálfdrættingur í hugmyndafræðum frjálshyggjunnar, það hlýtur að vera fullt mark takandi á manni sem er í svo góðum félagsskap. Þess vegna er það líka dálítið óréttlátt hjá þér, þegar þú segir í nokkrum álösunartón að ég safni saman undir heitinu „frjálshyggja" alls kyns hagstjórnarhugmyndum og þá væntanlega ólíkum. Þær hugmyndir sem ég fjalla um eru allar til staðar í riti Henri Lepage, hann hefur safnað þeim saman á undan mér. Megir þú svo ávallt vaxa að manviti. Höfundur er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar