Frjálshyggju ég 2. ágúst 2007 00:01 Nei, nú nenni ég ekki þessari endalausu neikvæðni lengur, að vera eitthvað fúll þótt frábært fólk sé orðið svo ógeðslega ríkt að svokölluðu venjulegu fólki hreinlega blöskri. Ég nenni heldur ekki heimsendaspánum, að allt sé að fara til fjandans út af mengun. Neikvæðnin er slítandi og þess vegna er ég alvarlega að spá í að gerast gallharður frjálshyggjumaður. Það er mun vænlegra til árangurs (árangur: hámarks hamingja til æviloka, ef ekki lengur) en að velta sér upp úr svartagallsrausinu sem má endalaust fá hjá flestum öðrum. Uppbyggileg jákvæðni einkennir frjálshyggjuna, til dæmis á netsíðunni Andríki. Þar er alls ekkert allt að fara til fjandans, heldur þvert á móti: það má dúlla sér áfram í unaðslegri neyslusælu út í hið óendanlega og gróðurhúsaáhrifin eru eintómt rugl. Eða það skilst mér - ekki eins og ég nenni að lesa þetta. Dr. Hannes Hólmsteinn er heldur aldrei með svartagallsraus. Hann hélt gott gigg um daginn og fékk einhvern útlending til að segja okkur að ef skattar yrðu lækkaðir þá myndu allir vinna miklu meira því þá slyppu þeir við að láta hirða af sér fúlgur til að púkka upp á börn, gamalmenni, sjúklinga og listafólk. Það var lagið! Það er akkúrat það sem þessi letingjaþjóð þarf, að vinna meira. Skítt með það þótt við eigum Evrópumet í vinnu bæði utanhúss og innan, ef við lækkum skatta, eða afnemum þá bara alveg, þá verður sko fyrst stritað fyrir alvöru. Sjálfur myndi ég vinna allan sólarhringinn á pillum frá lækninum ef ég þyrfti ekki að láta mitt af hendi rakna til þurfalinga. Dr. Hannes segir að það sem við þurfum núna séu fleiri ríkir. Því fleiri ríkir, því meiri mylsna dettur á gólfið til hinna, segir hann. Ef nógu margir ríkir koma upp hlýtur til dæmis fyrr eða síðar einhverjum ríkum að finnast ég skemmtilegur, en ekki endalausar bunur af ríkum sem fíla bara eitt lag í öllum heiminum sem er Nína með Stebba og Eyva, eða strákunum í Buff ef Stebbi og Eyvi eru uppteknir. Ef hér fyllist allt af ríkum með almennilegan smekk kemur örugglega einhver á endanum sem vill fá mig með kassagítarinn í veiðikofann til að spila gömul Bless-lög fyrir sig á 200 þúsund kall stykkið. Ég bíð spenntur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Nei, nú nenni ég ekki þessari endalausu neikvæðni lengur, að vera eitthvað fúll þótt frábært fólk sé orðið svo ógeðslega ríkt að svokölluðu venjulegu fólki hreinlega blöskri. Ég nenni heldur ekki heimsendaspánum, að allt sé að fara til fjandans út af mengun. Neikvæðnin er slítandi og þess vegna er ég alvarlega að spá í að gerast gallharður frjálshyggjumaður. Það er mun vænlegra til árangurs (árangur: hámarks hamingja til æviloka, ef ekki lengur) en að velta sér upp úr svartagallsrausinu sem má endalaust fá hjá flestum öðrum. Uppbyggileg jákvæðni einkennir frjálshyggjuna, til dæmis á netsíðunni Andríki. Þar er alls ekkert allt að fara til fjandans, heldur þvert á móti: það má dúlla sér áfram í unaðslegri neyslusælu út í hið óendanlega og gróðurhúsaáhrifin eru eintómt rugl. Eða það skilst mér - ekki eins og ég nenni að lesa þetta. Dr. Hannes Hólmsteinn er heldur aldrei með svartagallsraus. Hann hélt gott gigg um daginn og fékk einhvern útlending til að segja okkur að ef skattar yrðu lækkaðir þá myndu allir vinna miklu meira því þá slyppu þeir við að láta hirða af sér fúlgur til að púkka upp á börn, gamalmenni, sjúklinga og listafólk. Það var lagið! Það er akkúrat það sem þessi letingjaþjóð þarf, að vinna meira. Skítt með það þótt við eigum Evrópumet í vinnu bæði utanhúss og innan, ef við lækkum skatta, eða afnemum þá bara alveg, þá verður sko fyrst stritað fyrir alvöru. Sjálfur myndi ég vinna allan sólarhringinn á pillum frá lækninum ef ég þyrfti ekki að láta mitt af hendi rakna til þurfalinga. Dr. Hannes segir að það sem við þurfum núna séu fleiri ríkir. Því fleiri ríkir, því meiri mylsna dettur á gólfið til hinna, segir hann. Ef nógu margir ríkir koma upp hlýtur til dæmis fyrr eða síðar einhverjum ríkum að finnast ég skemmtilegur, en ekki endalausar bunur af ríkum sem fíla bara eitt lag í öllum heiminum sem er Nína með Stebba og Eyva, eða strákunum í Buff ef Stebbi og Eyvi eru uppteknir. Ef hér fyllist allt af ríkum með almennilegan smekk kemur örugglega einhver á endanum sem vill fá mig með kassagítarinn í veiðikofann til að spila gömul Bless-lög fyrir sig á 200 þúsund kall stykkið. Ég bíð spenntur.