Olíuhreinsistöð stenst ekki lög Árni Finnsson skrifar 17. ágúst 2007 00:01 Í viðtali við bæjarstjóra Ísafjarðar í Blaðinu 14. júlí segir hann að náttúruverndarsinnar hafi aldrei skapað nein störf. Það er einkennileg fullyrðing. Hvað með friðlandið á Hornströndum sem var stofnað fyrir tilstuðlan vestfiskra náttúruverndarsamtaka árið 1985? Þúsundir ferðamanna fara um þar um árlega og hafa skapað fjölda starfa fyrir Ísfirðinga um nærri fjögurra áratuga skeið. Hefur bæjarstjórinn ekkert heyrt um þá ferðamenn? Áður hafði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar beitt sér fyrir stóriðjulausum Vestfjörðum. Þess í stað skyldi nýta einstaka náttúru Vestfjarða til að laða að ferðamenn. Hvernig væri nú að bæjarstjórinn léti sér detta í hug að beita sér fyrir hvalaskoðun á Vestfjörðum? Það gæti skapað nokkur raunveruleg störf við arðbæra ferðaþjónustu. Losun koltvísýrings vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum með 8,5 milljóna tonna framleiðslugetu næmi ríflega einni milljón tonna á ári. Árið 1990 – viðmiðunarár Kyoto-bókunarinnar – var útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 3.355.453 tonn. Olíuhreinsistöð myndi því valda nærri 30% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt Kyoto-bókuninni hefur Ísland heimild til að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 10% á tímabilinu 2008-2012 en talsmenn olíuhreinsistöðvarinnar tala um að stöðin geti verið tilbúin fyrir þann tíma. Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum gæti heldur ekki fallið undir hið íslenska ákvæði sem veitir undanþágu fyrir 8 milljónum tonna af koltvísýringi á tímabilinu 2008-2012 fyrir stóriðju. Alþingi samþykkti í vetur lög um losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands og því ljóst að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum getur ekki fallið undir ákvæði þeirra laga. Ljóst er að eftir 2012 verða öll iðnríkin að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda eigi að takast að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar. Undir það hafa íslensk stjórnvöld tekið á alþjóðavettvangi og þar með skuldbundið sig til aðgerða. Staðreyndin er sú að verði ekki dregið verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næstu 10-12 árum verður bráðnun Grænlandsíss ekki umflúin og þar með endar miðborg Reykjavíkur undir vatni. Olíuhreinsistöð er því ógnun við framtíð okkar.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í viðtali við bæjarstjóra Ísafjarðar í Blaðinu 14. júlí segir hann að náttúruverndarsinnar hafi aldrei skapað nein störf. Það er einkennileg fullyrðing. Hvað með friðlandið á Hornströndum sem var stofnað fyrir tilstuðlan vestfiskra náttúruverndarsamtaka árið 1985? Þúsundir ferðamanna fara um þar um árlega og hafa skapað fjölda starfa fyrir Ísfirðinga um nærri fjögurra áratuga skeið. Hefur bæjarstjórinn ekkert heyrt um þá ferðamenn? Áður hafði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar beitt sér fyrir stóriðjulausum Vestfjörðum. Þess í stað skyldi nýta einstaka náttúru Vestfjarða til að laða að ferðamenn. Hvernig væri nú að bæjarstjórinn léti sér detta í hug að beita sér fyrir hvalaskoðun á Vestfjörðum? Það gæti skapað nokkur raunveruleg störf við arðbæra ferðaþjónustu. Losun koltvísýrings vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum með 8,5 milljóna tonna framleiðslugetu næmi ríflega einni milljón tonna á ári. Árið 1990 – viðmiðunarár Kyoto-bókunarinnar – var útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 3.355.453 tonn. Olíuhreinsistöð myndi því valda nærri 30% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt Kyoto-bókuninni hefur Ísland heimild til að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 10% á tímabilinu 2008-2012 en talsmenn olíuhreinsistöðvarinnar tala um að stöðin geti verið tilbúin fyrir þann tíma. Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum gæti heldur ekki fallið undir hið íslenska ákvæði sem veitir undanþágu fyrir 8 milljónum tonna af koltvísýringi á tímabilinu 2008-2012 fyrir stóriðju. Alþingi samþykkti í vetur lög um losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Íslands og því ljóst að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum getur ekki fallið undir ákvæði þeirra laga. Ljóst er að eftir 2012 verða öll iðnríkin að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda eigi að takast að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar. Undir það hafa íslensk stjórnvöld tekið á alþjóðavettvangi og þar með skuldbundið sig til aðgerða. Staðreyndin er sú að verði ekki dregið verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næstu 10-12 árum verður bráðnun Grænlandsíss ekki umflúin og þar með endar miðborg Reykjavíkur undir vatni. Olíuhreinsistöð er því ógnun við framtíð okkar.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun