Vatnsréttindin of lágt metin 24. ágúst 2007 06:15 Ekki kom á óvart að mat nefndar vegna eignaréttar á rennandi vatni, sem knýja skal virkjanir kenndar við Kárahnjúka og álver á Reyðarfirði, færi talsvert hærra en forstöðumenn Landsvirkjunar töldu sæmilegt að greiða. Þeirra hugmyndir um verðmæti vatnsréttinda sem þeir vilja komast yfir eru spaugsamar í meira lagi og hljóta að vekja almennan aulahlátur á stjórnarfundum Landsvirkjunar: Bjóðum bara túkall ha ha ha. Matið, sem nefndin tók sér ærið langan tíma að komast að, er samt fjarri þeim hugmyndum sem landeigendur eystra hafa. Þar ber himin og haf á milli. Þorri manna skilur ekki vinnubrögð sem Landsvirkjun og framkvæmdavaldið viðhafa í þessu máli. Raunar fer ríkið með hluta réttinda í þessu máli og er þar eins og víðar, þar sem landsins gæði eru metin, beggja vegna borðsins. Verðmæti lands er skákað til og frá í verði í stjórnmálabrögðum. Hér er verið að semja um vatn um svipað leyti og virkjun er tekin í notkun sem nýtir fallvatnið og stóriðja ræst sem kaupir raforkuna. Er það ekki alveg öfug röð? Undir þeim kringumstæðum eru öll siðleg sjónarmið í viðskiptum fyrir borð borin, allt mat er bjagað. Ofan í kaupið segja menn blákaldir að þá skipti engu í mati á þessum gæðum að ný raforkulög gilda í landinu: hér skal vera frjáls samkeppni um rafmagnsframleiðslu og allt sem til hennar þarf. Svei. Á undanförnum áratugum hefur ríkisvaldið, framkvæmdavaldið og stjórnmálamenn í valdastólum, farið með seigdrepandi ofbeldi gegn landeigendum. Hafa þeir notið yfirburðavalds í lagasetningu, sinnuleysis almennings og óljósra hugmynda um eignarrétt á landi og legi: fjöruna og grunnmiðin hefur ríkið hrifsað úr höndum eigenda og gert að engu aldagamlan rétt. Afrétti og óbyggðir hafa þeir seilst í og lítilmagninn sem á löndin verður að strita í gegnum dómstig eftir dómstig með snata ríkisins sem hafa allt sitt megin. Að ekki sé talað um miðin. Meira að segja dómskerfið, matsnefndir, allt klabbið er á eina sveif: sjálfstæðis-sovétið skal ná fornum réttindum af þeim sem eiga með öllum tiltækum ráðum. Löngu er kominn tími til að ríkisjarðir séu skildar frá yfirráðum framkvæmdavaldsins þannig að eðlileg verðmyndun geti komist á um þau gæði sem í landi felast. Aðeins þannig er hægt að halda landinu frá því ræningjafélagi sem starfar í umboði almennings sem aldrei er spurður hvort hann vill þetta linnulausa ofbeldi gegn eignarréttinum. Og slagurinn um fallvötnin er rétt að byrja. Það er ekki almannahagur að svína landsins gæði í hendur embættismanna sem fara með þau eins og þeim sýnist. Enda er þeim mönnum fyrirmunað að hvísla hvað þeir eru að selja rafmagnið á til útlendra fyrirtækja, tölurnar eru svo lágar að þeir þora ekki fyrir sitt litla líf að anda þeim. En í vatnið skulu þeir ná, hvað sem það kostar, til að selja það á undirverði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun
Ekki kom á óvart að mat nefndar vegna eignaréttar á rennandi vatni, sem knýja skal virkjanir kenndar við Kárahnjúka og álver á Reyðarfirði, færi talsvert hærra en forstöðumenn Landsvirkjunar töldu sæmilegt að greiða. Þeirra hugmyndir um verðmæti vatnsréttinda sem þeir vilja komast yfir eru spaugsamar í meira lagi og hljóta að vekja almennan aulahlátur á stjórnarfundum Landsvirkjunar: Bjóðum bara túkall ha ha ha. Matið, sem nefndin tók sér ærið langan tíma að komast að, er samt fjarri þeim hugmyndum sem landeigendur eystra hafa. Þar ber himin og haf á milli. Þorri manna skilur ekki vinnubrögð sem Landsvirkjun og framkvæmdavaldið viðhafa í þessu máli. Raunar fer ríkið með hluta réttinda í þessu máli og er þar eins og víðar, þar sem landsins gæði eru metin, beggja vegna borðsins. Verðmæti lands er skákað til og frá í verði í stjórnmálabrögðum. Hér er verið að semja um vatn um svipað leyti og virkjun er tekin í notkun sem nýtir fallvatnið og stóriðja ræst sem kaupir raforkuna. Er það ekki alveg öfug röð? Undir þeim kringumstæðum eru öll siðleg sjónarmið í viðskiptum fyrir borð borin, allt mat er bjagað. Ofan í kaupið segja menn blákaldir að þá skipti engu í mati á þessum gæðum að ný raforkulög gilda í landinu: hér skal vera frjáls samkeppni um rafmagnsframleiðslu og allt sem til hennar þarf. Svei. Á undanförnum áratugum hefur ríkisvaldið, framkvæmdavaldið og stjórnmálamenn í valdastólum, farið með seigdrepandi ofbeldi gegn landeigendum. Hafa þeir notið yfirburðavalds í lagasetningu, sinnuleysis almennings og óljósra hugmynda um eignarrétt á landi og legi: fjöruna og grunnmiðin hefur ríkið hrifsað úr höndum eigenda og gert að engu aldagamlan rétt. Afrétti og óbyggðir hafa þeir seilst í og lítilmagninn sem á löndin verður að strita í gegnum dómstig eftir dómstig með snata ríkisins sem hafa allt sitt megin. Að ekki sé talað um miðin. Meira að segja dómskerfið, matsnefndir, allt klabbið er á eina sveif: sjálfstæðis-sovétið skal ná fornum réttindum af þeim sem eiga með öllum tiltækum ráðum. Löngu er kominn tími til að ríkisjarðir séu skildar frá yfirráðum framkvæmdavaldsins þannig að eðlileg verðmyndun geti komist á um þau gæði sem í landi felast. Aðeins þannig er hægt að halda landinu frá því ræningjafélagi sem starfar í umboði almennings sem aldrei er spurður hvort hann vill þetta linnulausa ofbeldi gegn eignarréttinum. Og slagurinn um fallvötnin er rétt að byrja. Það er ekki almannahagur að svína landsins gæði í hendur embættismanna sem fara með þau eins og þeim sýnist. Enda er þeim mönnum fyrirmunað að hvísla hvað þeir eru að selja rafmagnið á til útlendra fyrirtækja, tölurnar eru svo lágar að þeir þora ekki fyrir sitt litla líf að anda þeim. En í vatnið skulu þeir ná, hvað sem það kostar, til að selja það á undirverði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun