Lítilmagninn í mynddiskastríðinu 31. ágúst 2007 18:50 hdvmd spilari Flestir vita af keppni HD DVD og Blu-Ray mynddiskastaðlanna um peninga neytenda, en færri vita af þriðja keppandanum í stríðinu, HD VMD. Fyrirtækið New Medium Enterprises (NME) hefur þróað disk sem notar hefðbundna DVD-tækni en hefur nóg geymslupláss fyrir háskerpuefni eins og er á HD DVD og Blu-Ray diskum. Í stuttu máli virkar tæknin þannig að fleiri lög (e. layers) eru á diskunum en á venjulegum DVD-diskum, og leysirinn er rauður í stað þess bláa sem hinir háskerpudiskarnir nota. Þannig kemst meira fyrir á hverjum diski, en þeir eru ódýrari í framleiðslu. Alexandros Potter, varaforstjóri NME í Bandaríkjunum, segir fyrstu HD VMD spilarana koma á markað á Íslandi í nóvember eða desember, en þeir verða kynntir í Evrópu í næstu viku. Ætlunin sé að selja spilarana á mun lægra verði en aðrir háskerpuspilarar fást á, eða undir tvö hundruð dollurum (12.000 krónum). Algengt verð á Blu-Ray eða HD DVD spilara er um sex hundruð dollarar (38.000 krónur). Til þess að spila háskerpumynd þarf ekki aðeins spilara heldur myndina sjálfa, og flest stærstu kvikmyndafyrirtæki heims hafa samið við aðstandendur HD DVD eða Blu-Ray (eða báða) um dreifingu sinna mynda á þeirra diskum. Alexandros segir að NME semji þess í stað við útgefendur kvikmynda í hverju landi, sem hafi rétt á að dreifa myndum á hvaða formi sem þeir kjósa. „Við höfum hitt fólk frá Senu, Myndformi og Sammyndum varðandi myndir sem þau hafa dreifingarrétt á, og erum við það að semja við Myndform. Okkar markmið er að gera þeim sem hafa keypt flatskjái kleift að nálgast háskerpuefni á viðráðanlegu verði, því hinar lausnirnar eru einfaldlega allt of dýrar,“ segir hann. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum lítilmagninn í þessu stríði, en ég held að það geti komið sér vel fyrir okkur.“ Tækni Tengdar fréttir Maturinn borinn fram á járnbraut Þýskur maður hefur opnað fyrsta sjálfvirka veitingastað heims í borginni Nürnberg. Á staðnum eru engir þjónar, afgreiðslumenn eða gjaldkerar. Matarpantanir fara allar fram með snertiskjám á borðunum og réttirnir eru bornir fram með hjálp járnbrautar sem liggur frá eldhúsinu á efri hæðinni niður í salinn á neðri hæðinni. 2. september 2007 01:30 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Flestir vita af keppni HD DVD og Blu-Ray mynddiskastaðlanna um peninga neytenda, en færri vita af þriðja keppandanum í stríðinu, HD VMD. Fyrirtækið New Medium Enterprises (NME) hefur þróað disk sem notar hefðbundna DVD-tækni en hefur nóg geymslupláss fyrir háskerpuefni eins og er á HD DVD og Blu-Ray diskum. Í stuttu máli virkar tæknin þannig að fleiri lög (e. layers) eru á diskunum en á venjulegum DVD-diskum, og leysirinn er rauður í stað þess bláa sem hinir háskerpudiskarnir nota. Þannig kemst meira fyrir á hverjum diski, en þeir eru ódýrari í framleiðslu. Alexandros Potter, varaforstjóri NME í Bandaríkjunum, segir fyrstu HD VMD spilarana koma á markað á Íslandi í nóvember eða desember, en þeir verða kynntir í Evrópu í næstu viku. Ætlunin sé að selja spilarana á mun lægra verði en aðrir háskerpuspilarar fást á, eða undir tvö hundruð dollurum (12.000 krónum). Algengt verð á Blu-Ray eða HD DVD spilara er um sex hundruð dollarar (38.000 krónur). Til þess að spila háskerpumynd þarf ekki aðeins spilara heldur myndina sjálfa, og flest stærstu kvikmyndafyrirtæki heims hafa samið við aðstandendur HD DVD eða Blu-Ray (eða báða) um dreifingu sinna mynda á þeirra diskum. Alexandros segir að NME semji þess í stað við útgefendur kvikmynda í hverju landi, sem hafi rétt á að dreifa myndum á hvaða formi sem þeir kjósa. „Við höfum hitt fólk frá Senu, Myndformi og Sammyndum varðandi myndir sem þau hafa dreifingarrétt á, og erum við það að semja við Myndform. Okkar markmið er að gera þeim sem hafa keypt flatskjái kleift að nálgast háskerpuefni á viðráðanlegu verði, því hinar lausnirnar eru einfaldlega allt of dýrar,“ segir hann. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum lítilmagninn í þessu stríði, en ég held að það geti komið sér vel fyrir okkur.“
Tækni Tengdar fréttir Maturinn borinn fram á járnbraut Þýskur maður hefur opnað fyrsta sjálfvirka veitingastað heims í borginni Nürnberg. Á staðnum eru engir þjónar, afgreiðslumenn eða gjaldkerar. Matarpantanir fara allar fram með snertiskjám á borðunum og réttirnir eru bornir fram með hjálp járnbrautar sem liggur frá eldhúsinu á efri hæðinni niður í salinn á neðri hæðinni. 2. september 2007 01:30 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Maturinn borinn fram á járnbraut Þýskur maður hefur opnað fyrsta sjálfvirka veitingastað heims í borginni Nürnberg. Á staðnum eru engir þjónar, afgreiðslumenn eða gjaldkerar. Matarpantanir fara allar fram með snertiskjám á borðunum og réttirnir eru bornir fram með hjálp járnbrautar sem liggur frá eldhúsinu á efri hæðinni niður í salinn á neðri hæðinni. 2. september 2007 01:30