A-deildin úr sögunni hjá stelpunum 2. september 2007 09:30 Helena Sverrisdóttir skoraði tólf stig fyrir íslenska liðið. Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. Hollenska liðið er á leiðinni upp í A-deild ef marka má leikinn í gær en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Þjálfarinn Meindert van Veen er samt ekki ánægður með frammistöðu sinna stelpna þrátt fyrir öruggan sigur. „Við þurfum að spila miklu betur ef við ætlum að komast upp í A-deildina. Við náðum góðu forskoti í byrjun og síðan var erfitt fyrir mitt lið að halda einbeitingunni. Ég er mjög ósáttur með hvernig mitt lið leysti svæðisvörnina. Íslenska liðið var betra í fyrra, liðið er yngra og reynsluminna og það lítur út fyrir að það sé verið að byggja upp nýtt lið,“ sagði van Veen eftir leikinn. Íslenska liðið keppir nú um annað sætið við Norðmenn og Íra en til þess að það komi í hús þarf liðið að vinna bæði lið á útivelli næstu tvær helgar. „Þetta var allt of stórt tap. Við vorum bara svo lengi í gang, skotin duttu ekki og þær tóku of mörg sóknarfráköst. Ég fer samt ekkert ofan af því að við erum ekki með lélegra lið því það er svo margt hjá okkur sem þarf að slípa. Sóknin gengur ekki nægilega vel og það er aðallega vegna þess að við erum ekki að spila æfingaleiki. Við erum ekki komnar eins langt í ferlinum eins og þær,“ sagði Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari. „Ég er ánægður með baráttuna en ég er ekki ánægður með varnarfráköstin. Sóknin getur líka verið miklu betri,“ sagði Guðjón en hvernig lítur hann á tvo síðustu leikina? „Við ætlum að vinna tvo síðustu leikina. Stelpurnar voru flengdar af Noregi hérna heima og við ætlum að fara í þann leik og taka með okkur þá reynslu og vonandi náum við að nýta þessa viku vel,“ sagði Guðjón að lokum. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 12 (4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 11 (9 þeirra í seinni hálfleik), Signý Hermannsdóttir 9 (8 fráköst, 4 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 6 (3 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 5, Pálína Gunnlaugsdóttir 4 (öll stig Íslands á fyrstu 8 mínútunum), Petrúnella Skúladóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2 (6 fráköst á 13 mín.).- óój Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. Hollenska liðið er á leiðinni upp í A-deild ef marka má leikinn í gær en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Þjálfarinn Meindert van Veen er samt ekki ánægður með frammistöðu sinna stelpna þrátt fyrir öruggan sigur. „Við þurfum að spila miklu betur ef við ætlum að komast upp í A-deildina. Við náðum góðu forskoti í byrjun og síðan var erfitt fyrir mitt lið að halda einbeitingunni. Ég er mjög ósáttur með hvernig mitt lið leysti svæðisvörnina. Íslenska liðið var betra í fyrra, liðið er yngra og reynsluminna og það lítur út fyrir að það sé verið að byggja upp nýtt lið,“ sagði van Veen eftir leikinn. Íslenska liðið keppir nú um annað sætið við Norðmenn og Íra en til þess að það komi í hús þarf liðið að vinna bæði lið á útivelli næstu tvær helgar. „Þetta var allt of stórt tap. Við vorum bara svo lengi í gang, skotin duttu ekki og þær tóku of mörg sóknarfráköst. Ég fer samt ekkert ofan af því að við erum ekki með lélegra lið því það er svo margt hjá okkur sem þarf að slípa. Sóknin gengur ekki nægilega vel og það er aðallega vegna þess að við erum ekki að spila æfingaleiki. Við erum ekki komnar eins langt í ferlinum eins og þær,“ sagði Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari. „Ég er ánægður með baráttuna en ég er ekki ánægður með varnarfráköstin. Sóknin getur líka verið miklu betri,“ sagði Guðjón en hvernig lítur hann á tvo síðustu leikina? „Við ætlum að vinna tvo síðustu leikina. Stelpurnar voru flengdar af Noregi hérna heima og við ætlum að fara í þann leik og taka með okkur þá reynslu og vonandi náum við að nýta þessa viku vel,“ sagði Guðjón að lokum. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 12 (4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 11 (9 þeirra í seinni hálfleik), Signý Hermannsdóttir 9 (8 fráköst, 4 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 6 (3 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 5, Pálína Gunnlaugsdóttir 4 (öll stig Íslands á fyrstu 8 mínútunum), Petrúnella Skúladóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2 (6 fráköst á 13 mín.).- óój
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira