Þjóð í rugli 13. september 2007 00:01 Sumir vinir mínir eru stundum í tómu rugli, eins og það er kallað. Þeim líður illa, missa fótana og hrynja íða. Maður heyrir af þeim á þrautagöngunni, sem oftar en ekki endar með meðferð. Þessi misserin finnst mér eins og íslenska þjóðin sé í tómu rugli eins og hún leggur sig. Í síðustu viku voru tvær fréttir sem einhvern veginn staðfestu þennan grun minn og römmuðu ruglið inn. Þetta voru fréttir um að 43 prósenta aukning hefði orðið á bílaviðskiptum frá því í fyrra - aðallega í sölu svokallaðra lúxusbíla - og að aldrei hefði önnur eins mannekla verið á leikskólunum. Þjóðin er í svo miklu rugli að hún hefur alltaf efni á nýjum og betri bíl en aldrei efni á að borga fólkinu sem elur upp næstu kynslóð sómasamleg laun. Það má alltaf fá sér lúxusbíl en aldrei leyfa sér þann lúxus að vita af krökkunum hjá fólki sem líður vel í vinnunni sinni. Þjóðin er eins og flottræfill í glæsilegum jakkafötum. Ef betur er að gáð er bæði búið að skíta og míga í buxurnar. Ég veit eiginlega ekki hvenær þetta gegndarlausa rugl byrjaði, en mig grunar að það hafi verið þegar Kárahnjúkastíflan tók að hraukast upp og fasteignaverðið rauk upp úr öllu valdi. Takk, Framsókn. Nú eru allir og amma þeirra komnir í startholurnar fyrir nýjar stíflur og ný álver til að halda ruglinu áfram. Til hvers? Til að næstu árin getum við hlustað á fréttir um að enn hafi orðið gífurleg aukning í sölu lúxusbíla og að aldrei hafi vantað jafn marga á leikskólana? En hvað veit ég? Kannski leysir markaðurinn leikskólavandann á endanum - leysir hann ekki allan vanda? Leikskólar verða kostaðir af stórfyrirtækjum. Í Glitnisheimum, Baugsborg og Alcankoti verða kennarar á viðunandi launum með lúxusbíla á raðgreiðslum. Á þennan hátt byrja fyrirtækin snemma að ná til væntanlegra kúnna og græða að auki nauðsynlega góðvild meðal borgaranna. Þegar leikskólabörnin fara út í halarófu verða þau merkt í bak og fyrir af viðkomandi kostanda. Þematengd verkefni verða unnin upp úr sögu fyrirtækjanna og leikrit um fyrirtækin flutt á tyllidögum. Af hverju ekki smábörnin eins og allt annað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Sumir vinir mínir eru stundum í tómu rugli, eins og það er kallað. Þeim líður illa, missa fótana og hrynja íða. Maður heyrir af þeim á þrautagöngunni, sem oftar en ekki endar með meðferð. Þessi misserin finnst mér eins og íslenska þjóðin sé í tómu rugli eins og hún leggur sig. Í síðustu viku voru tvær fréttir sem einhvern veginn staðfestu þennan grun minn og römmuðu ruglið inn. Þetta voru fréttir um að 43 prósenta aukning hefði orðið á bílaviðskiptum frá því í fyrra - aðallega í sölu svokallaðra lúxusbíla - og að aldrei hefði önnur eins mannekla verið á leikskólunum. Þjóðin er í svo miklu rugli að hún hefur alltaf efni á nýjum og betri bíl en aldrei efni á að borga fólkinu sem elur upp næstu kynslóð sómasamleg laun. Það má alltaf fá sér lúxusbíl en aldrei leyfa sér þann lúxus að vita af krökkunum hjá fólki sem líður vel í vinnunni sinni. Þjóðin er eins og flottræfill í glæsilegum jakkafötum. Ef betur er að gáð er bæði búið að skíta og míga í buxurnar. Ég veit eiginlega ekki hvenær þetta gegndarlausa rugl byrjaði, en mig grunar að það hafi verið þegar Kárahnjúkastíflan tók að hraukast upp og fasteignaverðið rauk upp úr öllu valdi. Takk, Framsókn. Nú eru allir og amma þeirra komnir í startholurnar fyrir nýjar stíflur og ný álver til að halda ruglinu áfram. Til hvers? Til að næstu árin getum við hlustað á fréttir um að enn hafi orðið gífurleg aukning í sölu lúxusbíla og að aldrei hafi vantað jafn marga á leikskólana? En hvað veit ég? Kannski leysir markaðurinn leikskólavandann á endanum - leysir hann ekki allan vanda? Leikskólar verða kostaðir af stórfyrirtækjum. Í Glitnisheimum, Baugsborg og Alcankoti verða kennarar á viðunandi launum með lúxusbíla á raðgreiðslum. Á þennan hátt byrja fyrirtækin snemma að ná til væntanlegra kúnna og græða að auki nauðsynlega góðvild meðal borgaranna. Þegar leikskólabörnin fara út í halarófu verða þau merkt í bak og fyrir af viðkomandi kostanda. Þematengd verkefni verða unnin upp úr sögu fyrirtækjanna og leikrit um fyrirtækin flutt á tyllidögum. Af hverju ekki smábörnin eins og allt annað?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun