Sultur 19. september 2007 00:01 Af eðlislægri forvitni hef ég stundum leiðst út í tilraunir sem eiga að miða að bættri heilsu og betra lífi. Úthaldið hefur nú reyndar verið minna en trúgirnin svo enn sem komið er sitja fáar sérþarfir eftir. Svona tveimur dögum eftir kaup á rándýrri spírúlínu er ég til dæmis búin að steingleyma henni og kemst þar af leiðandi aldrei að því hvort hún virkar eins vel og haldið er fram. Í nokkur ár hef ég með andakt fylgst með fólki - sem komið er á æðra plan í leitinni að tilgangi lífsins - stunda reglubundna föstu. Það þýðir að í marga daga samfleytt neita þessar staðföstu manneskjur sér um annað en fljótandi grænmeti, vatn og grænt te. Tilgangurinn er einfaldlega að hreinsa líkamann af alls kyns úrgangi og fylla af ferskri orku. Þetta hljómar alveg nógu einfalt til að jafnvel ég skilji og auk þess eru sannfærandi frásagnir fólksins af dásamlegri líðan í hungurverkfallinu. Svo uppástunga vinkonu minnar á dögunum um sameiginlega föstu fannst mér alveg gráupplögð. Vegna þess að hún hefur einbeittari sjálfsaga tók hún að sér fræðilega kaflann, las sér til og afhenti mér svo glósur til að styðjast við í meinlætinu. Hugmyndin varð reyndar strax dálítið súrari þegar ég sá að daglegar stólpípur væru mikilvægar í ferlinu. Mögulegar aukaverkanir væru svo andfýla, höfuðverkur og svimi. Mín prívat aukaverkun til viðbótar verður svo átakanleg geðvonska, sem er persónuleikabrestur sem verður því miður mjög áberandi þegar ég er svöng. Nú er klukkan 11.32 að morgni fyrsta sultardagsins og mér er óglatt af hungri. Það sem af er dagsins hef ég drukkið frekar vondan djús sem ég pressaði sjálf og horfði öfundsjúk á meðan á annað heimilisfólk úða í sig rúnnstykkjum og dýrindis kaffi. Ég fékk hins vegar marga bolla af hrútleiðinlegu grænu tei og er nú stútfull af andoxunarefnum og sjálfsvorkunn. Í blöðum dagsins má lesa að hundruð bíða eftir offitumeðferð og dramatískar offituaðgerðir eru nú líka gerðar á börnum. Átröskunin á sér margar myndir. Kannski vegna þess að öll hugsun mín er í augnablikinu rígbundin við ýmsar kræsingar finnst mér á dularfullan hátt við öll vera systkin í þjáningunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Af eðlislægri forvitni hef ég stundum leiðst út í tilraunir sem eiga að miða að bættri heilsu og betra lífi. Úthaldið hefur nú reyndar verið minna en trúgirnin svo enn sem komið er sitja fáar sérþarfir eftir. Svona tveimur dögum eftir kaup á rándýrri spírúlínu er ég til dæmis búin að steingleyma henni og kemst þar af leiðandi aldrei að því hvort hún virkar eins vel og haldið er fram. Í nokkur ár hef ég með andakt fylgst með fólki - sem komið er á æðra plan í leitinni að tilgangi lífsins - stunda reglubundna föstu. Það þýðir að í marga daga samfleytt neita þessar staðföstu manneskjur sér um annað en fljótandi grænmeti, vatn og grænt te. Tilgangurinn er einfaldlega að hreinsa líkamann af alls kyns úrgangi og fylla af ferskri orku. Þetta hljómar alveg nógu einfalt til að jafnvel ég skilji og auk þess eru sannfærandi frásagnir fólksins af dásamlegri líðan í hungurverkfallinu. Svo uppástunga vinkonu minnar á dögunum um sameiginlega föstu fannst mér alveg gráupplögð. Vegna þess að hún hefur einbeittari sjálfsaga tók hún að sér fræðilega kaflann, las sér til og afhenti mér svo glósur til að styðjast við í meinlætinu. Hugmyndin varð reyndar strax dálítið súrari þegar ég sá að daglegar stólpípur væru mikilvægar í ferlinu. Mögulegar aukaverkanir væru svo andfýla, höfuðverkur og svimi. Mín prívat aukaverkun til viðbótar verður svo átakanleg geðvonska, sem er persónuleikabrestur sem verður því miður mjög áberandi þegar ég er svöng. Nú er klukkan 11.32 að morgni fyrsta sultardagsins og mér er óglatt af hungri. Það sem af er dagsins hef ég drukkið frekar vondan djús sem ég pressaði sjálf og horfði öfundsjúk á meðan á annað heimilisfólk úða í sig rúnnstykkjum og dýrindis kaffi. Ég fékk hins vegar marga bolla af hrútleiðinlegu grænu tei og er nú stútfull af andoxunarefnum og sjálfsvorkunn. Í blöðum dagsins má lesa að hundruð bíða eftir offitumeðferð og dramatískar offituaðgerðir eru nú líka gerðar á börnum. Átröskunin á sér margar myndir. Kannski vegna þess að öll hugsun mín er í augnablikinu rígbundin við ýmsar kræsingar finnst mér á dularfullan hátt við öll vera systkin í þjáningunni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun