Svo skal böl bæta Árni Finnsson skrifar 19. september 2007 00:01 Nú verður ekki lengur hjá því komist að viðurkenna að loftslagsbreytingar eru staðreynd. Tugmilljónir manna munu flosna upp og lenda á vergangi verði ekki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda hið fyrsta. Vísindasamfélagið er einhuga um að helminga verði útblástur í heiminum fyrir miðja þessa öld miðað við 1990. Enn eru þó nokkrar eftirlegukindur eftir sem ekkert vilja aðhafast. Eftir að hafa um áraraðir vitnað í hvern tóbaksvísindamanninn á fætur öðrum um markleysi loftslagsbreytinga vitna nú sumir hægrimenn ákaft til skrifa Bjørns Lomborgs – sem ekki dregur loftslagsbreytingar í efa. Heldur er kenning Lomborgs sú, að hvað sem loftslagsbreytingum líði, þá borgi sig ekki að gera neitt í málinu – það þýði ekkert og sé alltof dýrt. Að hans mati eru önnur vandamál meira knýjandi. „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað,“ er rökfærsla Lomborgs. Til allrar hamingju eru slík sjónarmið ekki lengur ráðandi meðal hægrimanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur tekið forystu um alþjóðlegar aðgerðir um framhald Kyoto-bókunarinnar. Annar hægrimaður, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, beitir sér nú fyrir hækkun bensínskatts til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og telur loftslagsmálin mikilvægasta viðfangsefni sinnar ríkisstjórnar. Leiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi keppir nú við Gordon Brown um hylli kjósenda með yfirboðum í loftslagsmálum. Sennilega er Geir H. Haarde eini leiðtogi hægrimanna í Evrópu sem enn hefur ekki látið að sér kveða í umræðu um loftslagsmál. Skýringin er vafalaust sú að innan Sjálfstæðisflokksins eru áhrifamiklir einstaklingar sem ekki má styggja og geta ekki viðurkennt að þeir höfðu rangt fyrir sér þegar þeir trúðu málpípum olíurisans Exxon Mobil. Þessir menn eru nú komnir í sömu stöðu og gömlu kommarnir sem ekki vildu viðurkenna tilvist Gúlagsins en töluðu þeim mun meira um illvirki Bandaríkjamanna. Lomborg er þessum hægrimönnum huggun harmi gegn – en það verður skammgóður vermir.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Tengdar fréttir Lyf og orka Tveir ráðherrar, iðnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, hafa nú með nokkurra daga bili lagt línur hvor á sínu sviði um mikilvægar kerfisbreytingar. Um jafn ólíka hluti og lyf og orku hafa þeir leitað lausna með því að leggja á ráðin um að brjóta upp skipulag sem ekki svarar kröfum nýs tíma. 19. september 2007 00:01 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú verður ekki lengur hjá því komist að viðurkenna að loftslagsbreytingar eru staðreynd. Tugmilljónir manna munu flosna upp og lenda á vergangi verði ekki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda hið fyrsta. Vísindasamfélagið er einhuga um að helminga verði útblástur í heiminum fyrir miðja þessa öld miðað við 1990. Enn eru þó nokkrar eftirlegukindur eftir sem ekkert vilja aðhafast. Eftir að hafa um áraraðir vitnað í hvern tóbaksvísindamanninn á fætur öðrum um markleysi loftslagsbreytinga vitna nú sumir hægrimenn ákaft til skrifa Bjørns Lomborgs – sem ekki dregur loftslagsbreytingar í efa. Heldur er kenning Lomborgs sú, að hvað sem loftslagsbreytingum líði, þá borgi sig ekki að gera neitt í málinu – það þýði ekkert og sé alltof dýrt. Að hans mati eru önnur vandamál meira knýjandi. „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað,“ er rökfærsla Lomborgs. Til allrar hamingju eru slík sjónarmið ekki lengur ráðandi meðal hægrimanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur tekið forystu um alþjóðlegar aðgerðir um framhald Kyoto-bókunarinnar. Annar hægrimaður, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, beitir sér nú fyrir hækkun bensínskatts til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og telur loftslagsmálin mikilvægasta viðfangsefni sinnar ríkisstjórnar. Leiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi keppir nú við Gordon Brown um hylli kjósenda með yfirboðum í loftslagsmálum. Sennilega er Geir H. Haarde eini leiðtogi hægrimanna í Evrópu sem enn hefur ekki látið að sér kveða í umræðu um loftslagsmál. Skýringin er vafalaust sú að innan Sjálfstæðisflokksins eru áhrifamiklir einstaklingar sem ekki má styggja og geta ekki viðurkennt að þeir höfðu rangt fyrir sér þegar þeir trúðu málpípum olíurisans Exxon Mobil. Þessir menn eru nú komnir í sömu stöðu og gömlu kommarnir sem ekki vildu viðurkenna tilvist Gúlagsins en töluðu þeim mun meira um illvirki Bandaríkjamanna. Lomborg er þessum hægrimönnum huggun harmi gegn – en það verður skammgóður vermir.Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Lyf og orka Tveir ráðherrar, iðnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, hafa nú með nokkurra daga bili lagt línur hvor á sínu sviði um mikilvægar kerfisbreytingar. Um jafn ólíka hluti og lyf og orku hafa þeir leitað lausna með því að leggja á ráðin um að brjóta upp skipulag sem ekki svarar kröfum nýs tíma. 19. september 2007 00:01
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun