Bjarni og Einar Jökull áfram í haldi 25. september 2007 00:01 Skútan sem notuð var til smyglsins sem komst upp um á fimmtudag sést hér við hlið varðskipsins Ægis. MYND/Einar Hæstiréttur staðfesti í gær að Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem grunaðir eru um að skipuleggja innflutning á rúmlega 60 kílóum af amfetamíni, skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18. október. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað mennina í gæsluvarðhald en Bjarni og Einar Jökull kærðu niðurstöðuna til Hæstaréttar. Þeir hafa báðir neitað sök í málinu. Líklegt er að þeir verði í haldi þar til dómur fellur í máli þeirra en það hefur til þessa tíðkast í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru þeir tveir, ásamt átta öðrum, handteknir eftir að upp komst um smygltilraun á Fáskrúðsfirði á fimmtudag en fíkniefnunum var siglt hingað með skútu sem hafði verið tekin á leigu. Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem handteknir voru um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði, kærðu ekki gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og verða því einnig í haldi til 18. október. Manni um tvítugt, sem átti að vera bílstjóri Guðbjarna og Alvars á Fáskrúðsfirði, verður sleppt úr haldi á föstudag að óbreyttu. Þáttur hans er talinn veigalítill. Íslensku pari, sem handtekið var í Kaupmannahöfn sama dag og málið kom upp, var sleppt daginn eftir. Það er ekki talið hafa tengst smyglinu. Þá er einn 24 ára Íslendingur í haldi í Færeyjum en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum hans þegar hann var handtekinn á fimmtudag. Dana, sem var handtekinn með honum, hefur verið sleppt. Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, hefur einnig verið sleppt úr haldi lögreglu í Noregi en lögreglan grunaði hann um aðild að smyglinu og var hann handtekinn á heimili sínu í Stavanger þess vegna.Lögreglan fór fram á að dómur Hæstaréttar í kærumálinu, er tengist gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu, yrði ekki birtur á heimasíðu Hæstaréttar eins og venja er vegna rannsóknarhagsmuna.Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að Logi Freyr hefði sýnt norskum lögreglumönnum skútuna Lucky Day en hún var við bryggjuna á Fáskrúðsfirði frá því í september 2005 til vors 2006. Grunur lék á því að hún hefði verið notuð til smygls og var meðal annars leitað í skútunni með fíkniefnahundi. Logi Freyr hefur neitað allri aðild að málinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er Bjarni Hrafnkelsson grunaður um að skipuleggja og fjármagna smyglið, auk þess að pakka efnunum erlendis. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldskröfu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Yfirheyrslur vegna málsins hafa staðið yfir undanfarna daga og verður þeim framhaldið í dag. Lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis. Þeir munu gera það áfram enda rannsókn málsins enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra. Pólstjörnumálið Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær að Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem grunaðir eru um að skipuleggja innflutning á rúmlega 60 kílóum af amfetamíni, skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18. október. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað mennina í gæsluvarðhald en Bjarni og Einar Jökull kærðu niðurstöðuna til Hæstaréttar. Þeir hafa báðir neitað sök í málinu. Líklegt er að þeir verði í haldi þar til dómur fellur í máli þeirra en það hefur til þessa tíðkast í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru þeir tveir, ásamt átta öðrum, handteknir eftir að upp komst um smygltilraun á Fáskrúðsfirði á fimmtudag en fíkniefnunum var siglt hingað með skútu sem hafði verið tekin á leigu. Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem handteknir voru um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði, kærðu ekki gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og verða því einnig í haldi til 18. október. Manni um tvítugt, sem átti að vera bílstjóri Guðbjarna og Alvars á Fáskrúðsfirði, verður sleppt úr haldi á föstudag að óbreyttu. Þáttur hans er talinn veigalítill. Íslensku pari, sem handtekið var í Kaupmannahöfn sama dag og málið kom upp, var sleppt daginn eftir. Það er ekki talið hafa tengst smyglinu. Þá er einn 24 ára Íslendingur í haldi í Færeyjum en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum hans þegar hann var handtekinn á fimmtudag. Dana, sem var handtekinn með honum, hefur verið sleppt. Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, hefur einnig verið sleppt úr haldi lögreglu í Noregi en lögreglan grunaði hann um aðild að smyglinu og var hann handtekinn á heimili sínu í Stavanger þess vegna.Lögreglan fór fram á að dómur Hæstaréttar í kærumálinu, er tengist gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu, yrði ekki birtur á heimasíðu Hæstaréttar eins og venja er vegna rannsóknarhagsmuna.Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að Logi Freyr hefði sýnt norskum lögreglumönnum skútuna Lucky Day en hún var við bryggjuna á Fáskrúðsfirði frá því í september 2005 til vors 2006. Grunur lék á því að hún hefði verið notuð til smygls og var meðal annars leitað í skútunni með fíkniefnahundi. Logi Freyr hefur neitað allri aðild að málinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er Bjarni Hrafnkelsson grunaður um að skipuleggja og fjármagna smyglið, auk þess að pakka efnunum erlendis. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldskröfu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Yfirheyrslur vegna málsins hafa staðið yfir undanfarna daga og verður þeim framhaldið í dag. Lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis. Þeir munu gera það áfram enda rannsókn málsins enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra.
Pólstjörnumálið Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira