Safarík dagskrá 5. október 2007 00:01 Það má gera því skóna að nokkrir hafi lagt frá sér ókláraða ábætisskál þegar Eva María Jónsdóttir spjallaði við Hrafnkel Sigurðsson í Kastljósviðtali á sunnudag. Lystarleysið má líklega tímasetja við augnablikið þar sem Hrafnkell lýsti „hugljómun" sinni á tíunda áratugnum. Hana fangaði hann í vídeóverki þar sem hann reisti sig upp á herðablöðunum og pissaði upp í sig. Ég veit ekki með aðra en í mér tókust á klígjutilfinning og hins vegar aðdáun á hvað Hrafnkell væri liðugur og hefði gott mið. En almennt virðist hlandsopinn hafa fallið í grýttan jarðveg, þó ekki væri nema fyrir tímasetninguna. Þrátt fyrir fussið sem Evu og Hrafnkatli tókst að framkalla dró RÚV þó hvergi af, heldur bætti í ef eitthvað var. Kvöldið eftir var á dagskrá breski fræðsluþátturinn Matur er mannsins megin, úr smiðju breska ríkissjónvarpsins BBC, þar sem fjallað er um áhrif matar á mannslíkamann. Í þessum þætti var tekin fyrir spurning sem hugsuðir hafa brotið heilann yfir um aldir alda: hvaða áhrif hefur matur á sæðisbragð? Eins og sönnum vísindamönnum sæmir réðust þáttagerðarmennirnir í empírískar samanburðarrannsóknir. Til að komast að niðurstöðu voru nokkrir karlar settir á strangan matarkúr í tiltekinn tíma. Í kjölfarið voru spúsur þeirra fengnar til að bragða á sæði þeirra og meta hvort mataræðið hefði skilað sér í glundrið. Af tillitssemi við áhorfendur sjálfsagt voru konurnar ekki látnar teyga lífsvökvann úr upprunalegum ílátum, heldur var hanastélið framreitt í glærum plastdollum. Niðurstaðan var sú, bragðefnaframleiðendum sjálfsagt til sárrar armæðu, að í mesta lagi mátti kannski greina smá ávaxtakeim af einstaka sýnishornum. Sama hvað menn átu hafði það lítil bætandi eða skemmandi áhrif - á heildina smakkaðist sæðið ennþá eins og sæði. Jú, það er vissulega skiljanlegt að menn yggli brúnum yfir þessum nýtilkomnu vessaáherslum þeirra uppi í Efstaleiti. Ég held hins vegar að það sé til marks um skammsýni. Með opnum huga hef ég þannig dregið að minnsta kosti tvennan lærdóm af dagskrá RÚV í vikunni. Í fyrsta lagi sýndi Hrafnkell, sjálfsagt óafvitandi, fram á hagnýta lausn á hinum alræmda miðbæjarvanda; nokkrir jógatímar og það verður hægur vandi að sleppa við lögreglusekt þegar manni verður mál í Bankastræti. Í öðru lagi get ég óhræddur staðfest borðpöntunina á Austur-Indíafélaginu á laugardagskvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Það má gera því skóna að nokkrir hafi lagt frá sér ókláraða ábætisskál þegar Eva María Jónsdóttir spjallaði við Hrafnkel Sigurðsson í Kastljósviðtali á sunnudag. Lystarleysið má líklega tímasetja við augnablikið þar sem Hrafnkell lýsti „hugljómun" sinni á tíunda áratugnum. Hana fangaði hann í vídeóverki þar sem hann reisti sig upp á herðablöðunum og pissaði upp í sig. Ég veit ekki með aðra en í mér tókust á klígjutilfinning og hins vegar aðdáun á hvað Hrafnkell væri liðugur og hefði gott mið. En almennt virðist hlandsopinn hafa fallið í grýttan jarðveg, þó ekki væri nema fyrir tímasetninguna. Þrátt fyrir fussið sem Evu og Hrafnkatli tókst að framkalla dró RÚV þó hvergi af, heldur bætti í ef eitthvað var. Kvöldið eftir var á dagskrá breski fræðsluþátturinn Matur er mannsins megin, úr smiðju breska ríkissjónvarpsins BBC, þar sem fjallað er um áhrif matar á mannslíkamann. Í þessum þætti var tekin fyrir spurning sem hugsuðir hafa brotið heilann yfir um aldir alda: hvaða áhrif hefur matur á sæðisbragð? Eins og sönnum vísindamönnum sæmir réðust þáttagerðarmennirnir í empírískar samanburðarrannsóknir. Til að komast að niðurstöðu voru nokkrir karlar settir á strangan matarkúr í tiltekinn tíma. Í kjölfarið voru spúsur þeirra fengnar til að bragða á sæði þeirra og meta hvort mataræðið hefði skilað sér í glundrið. Af tillitssemi við áhorfendur sjálfsagt voru konurnar ekki látnar teyga lífsvökvann úr upprunalegum ílátum, heldur var hanastélið framreitt í glærum plastdollum. Niðurstaðan var sú, bragðefnaframleiðendum sjálfsagt til sárrar armæðu, að í mesta lagi mátti kannski greina smá ávaxtakeim af einstaka sýnishornum. Sama hvað menn átu hafði það lítil bætandi eða skemmandi áhrif - á heildina smakkaðist sæðið ennþá eins og sæði. Jú, það er vissulega skiljanlegt að menn yggli brúnum yfir þessum nýtilkomnu vessaáherslum þeirra uppi í Efstaleiti. Ég held hins vegar að það sé til marks um skammsýni. Með opnum huga hef ég þannig dregið að minnsta kosti tvennan lærdóm af dagskrá RÚV í vikunni. Í fyrsta lagi sýndi Hrafnkell, sjálfsagt óafvitandi, fram á hagnýta lausn á hinum alræmda miðbæjarvanda; nokkrir jógatímar og það verður hægur vandi að sleppa við lögreglusekt þegar manni verður mál í Bankastræti. Í öðru lagi get ég óhræddur staðfest borðpöntunina á Austur-Indíafélaginu á laugardagskvöld.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun