Fellur NATO á prófinu? Auðunn Arnórsson skrifar 15. október 2007 00:01 Atlantshafsbandalagið, langöflugasta hernaðar- og öryggisbandalag heims, glímir þessa dagana við prófraun sem æ fleira bendir til að það eigi í miklum erfiðleikum með að standast. Það er verkefni þess í Afganistan. Sex ár eru nú síðan innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Afganistan hófst, en til hennar var efnt í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001. Á tveimur mánuðum tókst innrásarliðinu í félagi við afganska Norðurbandalagið að hrekja talibana frá völdum eftir sjö ára trúarofstækis-harðstjórnartíð þeirra í þessu borgarastríðsrústaða landi. Talibanar hörfuðu ásamt hinum erlendu al-Kaída-liðum, sem starfað höfðu í skjóli þeirra, upp í fjöllin við landamærin að Pakistan, þaðan sem þeir stunda skæruhernað enn þann dag í dag. Á tiltölulega skömmum tíma var í skjóli hins erlenda herliðs komið á fót stofnunum til að byggja upp nýtt afganskt ríki eftir meira en aldarfjórðungs upplausn. En þótt markvisst hafi verið unnið að því í meira en fimm ár að efla þessar stofnanir, ekki sízt lögregluna og herinn, standa þær enn á slíkum brauðfótum að þær mættu sín lítils gegn innri fjendum ef þær misstu skjólið sem hið erlenda herlið veitir þeim. "Við megum ekki láta Afganistan aftur verða hryðjuverkamönnum skjól," sagði Anders Fogh Rasmussen fyrir viku, er hann tók undir með áskorun Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um að bandalagsríkin legðu meiri liðsafla og búnað af mörkum til Afganistan-verkefnisins. De Hoop Scheffer hefur áður lýst því sem prófraun á hæfni NATO til að standast þær kröfur sem 21. öldin gerir til bandalagsins. En hverjar eru þær kröfur? Því er enn að miklu leyti ósvarað. Segja má að NATO hafi "lent í" að taka að sér að aðstoða afgönsku þjóðina við að komast aftur á braut friðar, einingar og velsældar, þar sem engin stofnun Sameinuðu þjóðanna er fær um það. En er hið vestræna hernaðarbandalag yfirleitt rétta stofnunin til þess? Ef NATO á að sýna að svo sé þarf það að minnsta kosti að koma sér upp skýrari sýn á það hverju það vill fá áorkað í þessu umfangsmesta verkefni "utan svæðis" sem það hefur tekið að sér. Hluti vandans er sá að verkefni NATO-hermannanna er tvíþætt: annars vegar að styðja við endurreisn afganska ríkisins og hins vegar að stunda hernað gegn skæruliðum talibana. Fyrra hlutverkið annast fjölþjóðaliðið ISAF, sem NATO fer fyrir. Það sinnir seinna hlutverkinu einnig að hluta. Að stærstum hluta sér bandarískt herlið þó um það í nafni "Operation Enduring Freedom", sem er liður í hinu hnattræna stríði Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar sem skæruliðar felast gjarnan innan um óbreytta borgara og í nafni "OEF" er gjarnan beitt loftárásum til að vega upp hve liðsfátt herliðið á vettvangi er, falla óbreyttir borgarar í þessum átökum. Hvert slíkt tilvik grefur undan öllu starfi fjölþjóðaherliðsins í landinu, og Kabúl-stjórninni einnig. Hvert slíkt tilvik auðveldar skæruliðum að afla sér nýrra liðsmanna og aftra íbúum á átakasvæðunum frá því að sýna Kabúl-stjórninni hollustu. Fyrsta skrefið í að bæta horfur á árangri væri því að samræma þetta tvíþætta hlutverk betur höfuðmarkmiðinu um að gera afgönsk stjórnvöld sjálf fær um að halda uppi lögum og reglu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun
Atlantshafsbandalagið, langöflugasta hernaðar- og öryggisbandalag heims, glímir þessa dagana við prófraun sem æ fleira bendir til að það eigi í miklum erfiðleikum með að standast. Það er verkefni þess í Afganistan. Sex ár eru nú síðan innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Afganistan hófst, en til hennar var efnt í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001. Á tveimur mánuðum tókst innrásarliðinu í félagi við afganska Norðurbandalagið að hrekja talibana frá völdum eftir sjö ára trúarofstækis-harðstjórnartíð þeirra í þessu borgarastríðsrústaða landi. Talibanar hörfuðu ásamt hinum erlendu al-Kaída-liðum, sem starfað höfðu í skjóli þeirra, upp í fjöllin við landamærin að Pakistan, þaðan sem þeir stunda skæruhernað enn þann dag í dag. Á tiltölulega skömmum tíma var í skjóli hins erlenda herliðs komið á fót stofnunum til að byggja upp nýtt afganskt ríki eftir meira en aldarfjórðungs upplausn. En þótt markvisst hafi verið unnið að því í meira en fimm ár að efla þessar stofnanir, ekki sízt lögregluna og herinn, standa þær enn á slíkum brauðfótum að þær mættu sín lítils gegn innri fjendum ef þær misstu skjólið sem hið erlenda herlið veitir þeim. "Við megum ekki láta Afganistan aftur verða hryðjuverkamönnum skjól," sagði Anders Fogh Rasmussen fyrir viku, er hann tók undir með áskorun Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um að bandalagsríkin legðu meiri liðsafla og búnað af mörkum til Afganistan-verkefnisins. De Hoop Scheffer hefur áður lýst því sem prófraun á hæfni NATO til að standast þær kröfur sem 21. öldin gerir til bandalagsins. En hverjar eru þær kröfur? Því er enn að miklu leyti ósvarað. Segja má að NATO hafi "lent í" að taka að sér að aðstoða afgönsku þjóðina við að komast aftur á braut friðar, einingar og velsældar, þar sem engin stofnun Sameinuðu þjóðanna er fær um það. En er hið vestræna hernaðarbandalag yfirleitt rétta stofnunin til þess? Ef NATO á að sýna að svo sé þarf það að minnsta kosti að koma sér upp skýrari sýn á það hverju það vill fá áorkað í þessu umfangsmesta verkefni "utan svæðis" sem það hefur tekið að sér. Hluti vandans er sá að verkefni NATO-hermannanna er tvíþætt: annars vegar að styðja við endurreisn afganska ríkisins og hins vegar að stunda hernað gegn skæruliðum talibana. Fyrra hlutverkið annast fjölþjóðaliðið ISAF, sem NATO fer fyrir. Það sinnir seinna hlutverkinu einnig að hluta. Að stærstum hluta sér bandarískt herlið þó um það í nafni "Operation Enduring Freedom", sem er liður í hinu hnattræna stríði Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar sem skæruliðar felast gjarnan innan um óbreytta borgara og í nafni "OEF" er gjarnan beitt loftárásum til að vega upp hve liðsfátt herliðið á vettvangi er, falla óbreyttir borgarar í þessum átökum. Hvert slíkt tilvik grefur undan öllu starfi fjölþjóðaherliðsins í landinu, og Kabúl-stjórninni einnig. Hvert slíkt tilvik auðveldar skæruliðum að afla sér nýrra liðsmanna og aftra íbúum á átakasvæðunum frá því að sýna Kabúl-stjórninni hollustu. Fyrsta skrefið í að bæta horfur á árangri væri því að samræma þetta tvíþætta hlutverk betur höfuðmarkmiðinu um að gera afgönsk stjórnvöld sjálf fær um að halda uppi lögum og reglu í landinu.