RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar 3. nóvember 2025 09:32 Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Þessi fyrirmæli virðast hafa farið fram hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins því á síðustu dögum, t.d. eftir veðurfréttir föstudaginn 31. október síðastliðinn, hefur RÚV þverbrotið gegn 28. gr. Laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um vernd barna gegn skaðlegu efni. Þar segir: „Fjölmiðlaveitu sem miðlar hljóð- og myndefni er óheimilt að miðla efni, þar á meðal hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni, sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi.“ Undantekningu má gera eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum en klukkutíma fyrr önnur kvöld vikunnar. Í aðdraganda hrekkjavöku kynnti RÚV dagskrá sína með því að skella saman í einn pakka eftirfarandi efni: Pahanhautoja, Óráði, Shaun of the dead, Don’t look now, Kamera o tomero na, Wreck og Coupez! með Kappsmálum, Jakten på Olavsskrinet, Tilraunastund og Heimilisfræði, Skrímslasjúkum snillingum, Bursta, Hvolpasveitinni og Blæju. Af þessum 15 kvikmyndum og þáttaseríum eru sjö bannaðar börnum yngri en 16 ára. Það skýtur skökku við að til að nálgast bannaða efnið inni á vef RÚV þarf að staðfesta aldur en á sama tíma þótti lítið tiltökumál að sýna sérvalin myndbrot sem mörg hver voru ansi blóðug og óhugnanleg, sérstaklega í augum ungra barna, á þeim tíma dags sem börn eru enn vakandi og sum hver hugsanlega valsandi fyrir framan sjónvarpstæki. Nú er vel hægt að halda því fram að hvað RÚV sýni og hvenær skipti orðið engu máli því allir séu löngu hættir að horfa á línulega dagskrá; þrjú af hverjum fjórum heimilum hér á landi séu með áskrift að Netflix og níu af hverjum tíu heimilum kaupi aðgang að einhvers konar streymisveitu. En kjarni málsins er einfaldlega sá að óháð því hversu mörg börn kunni að hafa séð dagskárkynningu RÚV þá ber Ríkisútvarpinu að virða þau lög sem sett hafa verið um starfsemi þess. Höfundur er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Þessi fyrirmæli virðast hafa farið fram hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins því á síðustu dögum, t.d. eftir veðurfréttir föstudaginn 31. október síðastliðinn, hefur RÚV þverbrotið gegn 28. gr. Laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um vernd barna gegn skaðlegu efni. Þar segir: „Fjölmiðlaveitu sem miðlar hljóð- og myndefni er óheimilt að miðla efni, þar á meðal hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni, sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi.“ Undantekningu má gera eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum en klukkutíma fyrr önnur kvöld vikunnar. Í aðdraganda hrekkjavöku kynnti RÚV dagskrá sína með því að skella saman í einn pakka eftirfarandi efni: Pahanhautoja, Óráði, Shaun of the dead, Don’t look now, Kamera o tomero na, Wreck og Coupez! með Kappsmálum, Jakten på Olavsskrinet, Tilraunastund og Heimilisfræði, Skrímslasjúkum snillingum, Bursta, Hvolpasveitinni og Blæju. Af þessum 15 kvikmyndum og þáttaseríum eru sjö bannaðar börnum yngri en 16 ára. Það skýtur skökku við að til að nálgast bannaða efnið inni á vef RÚV þarf að staðfesta aldur en á sama tíma þótti lítið tiltökumál að sýna sérvalin myndbrot sem mörg hver voru ansi blóðug og óhugnanleg, sérstaklega í augum ungra barna, á þeim tíma dags sem börn eru enn vakandi og sum hver hugsanlega valsandi fyrir framan sjónvarpstæki. Nú er vel hægt að halda því fram að hvað RÚV sýni og hvenær skipti orðið engu máli því allir séu löngu hættir að horfa á línulega dagskrá; þrjú af hverjum fjórum heimilum hér á landi séu með áskrift að Netflix og níu af hverjum tíu heimilum kaupi aðgang að einhvers konar streymisveitu. En kjarni málsins er einfaldlega sá að óháð því hversu mörg börn kunni að hafa séð dagskárkynningu RÚV þá ber Ríkisútvarpinu að virða þau lög sem sett hafa verið um starfsemi þess. Höfundur er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun