Fullt hús á Mugiboogie Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2007 07:30 Þá er hún loks komin platan sem á að fylgja eftir einni af dáðustu plötum síðustu ára í íslenskri tónlist, Mugimama Is This Monkey Music? sem toppaði árslista flestra tónlistaráhugamanna árið 2004. Mugison hefur ekki setið auðum höndum á þessum þremur árum sem eru liðin fá útkomu Mugimama. Hann hefur spilað töluvert í útlöndum til að fylgja erlendum útgáfum hennar eftir og hann er búinn að gera tónlist við tvær kvikmyndir; A Little Trip to Heaven og Mýrina. Svo hefur hann unnið að nýju plötunni sem er hér til umfjöllunar, Mugiboogie. Fjöldi tónlistarmanna kemur við sögu á Mugiboogie, en hljómsveitin sem myndar kjarnann á henni er skipuð Arnari Gíslasyni trommuleikara, Guðna Finnssyni bassaleikara og Davíð Þór Jónssyni hljómborðsleikara. Allt toppmenn. Auk þeirra spila á plötunni gítarleikararnir Pétur Ben og Björgvin Gíslason, strengjasveit og fleiri. Sjálfur syngur Mugison og spilar á gítara. Mugiboogie er mjög fjölbreytt tónlistarlega. Hún byrjar á háværum og rafmögnuðum glysrokktrylli, Mugiboogie, en strax á eftir kemur hið órafmagnaða Pathetic Anthem þar sem Mugison er einn með kassagítarinn og Rúna syngur með. Þriðja lagið, To the Bone, einkennist af hammond og moog-spili Davíðs Þórs og grípandi viðlagi og fjórða lagið er svo rokkslagarinn Jesus Is a Good Name to Moan. Frábær byrjun. Og það á ekkert eftir að versna. Í fimmta laginu, hinu ljúfa George Harrison, minnir röddunin á Bítlana, (sem hlýtur að teljast við hæfi!) og áður en yfir lýkur höfum við svo fengið að heyra svartasta dauðarokk, ljúft kammerpopp með selestu og strengjasveit, léttsýrða boogie-tónlist, naumhyggjulegt þjóðlagapopp og loks æstan gospelblús í laginu Sweetest Melody sem lokar plötunni. Enn eitt snilldarlagið. Það aðdáunarverða er að allt gengur þetta upp. Þó að tónlistin sé fjölbreytt heldur söngur Mugisons plötunni saman og þessi ákveðni blúsþráður sem litar allt það sem hann gerir. Mugiboogie er frábær plata. Stórvirki. Hún er gegnsýrð af áhrifum úr tónlistarsögunni, en líka persónuleg og framsækin og tekst þannig að vera bæði gamaldags og nútímaleg, sígild og framsækin. Það hjálpast líka allt að við að gera hana svona góða: Flottar lagasmíðar, góðir textar, eiturferskur hljómur, útpældar og stundum svolítið geggjaðar útsetningar, snilldarlegur hljóðfæraleikur og magnaður söngur. Mugison syngur af svo mikilli innlifun og sannfæringu að það er eins og hann sé stöðugt í leiðslu að boða fagnaðarerindið. Ég hef reynt mikið að finna eitthvað að Mugiboogie, en mér tekst það ekki. Eitt af því sem vakti athygli við Mugimama var flott umslag. Mugison klikkar ekkert í þeim málum nú frekar en fyrri daginn. Mugiboogie kemur í skemmtilega samanbrotnu svörtu leðurlíkisumslagi og inni í því er lítið myndskreytt textakver með gotnesku letri sem minnir helst á sálmabók. Flott eins og annað við þessa mögnuðu plötu. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þá er hún loks komin platan sem á að fylgja eftir einni af dáðustu plötum síðustu ára í íslenskri tónlist, Mugimama Is This Monkey Music? sem toppaði árslista flestra tónlistaráhugamanna árið 2004. Mugison hefur ekki setið auðum höndum á þessum þremur árum sem eru liðin fá útkomu Mugimama. Hann hefur spilað töluvert í útlöndum til að fylgja erlendum útgáfum hennar eftir og hann er búinn að gera tónlist við tvær kvikmyndir; A Little Trip to Heaven og Mýrina. Svo hefur hann unnið að nýju plötunni sem er hér til umfjöllunar, Mugiboogie. Fjöldi tónlistarmanna kemur við sögu á Mugiboogie, en hljómsveitin sem myndar kjarnann á henni er skipuð Arnari Gíslasyni trommuleikara, Guðna Finnssyni bassaleikara og Davíð Þór Jónssyni hljómborðsleikara. Allt toppmenn. Auk þeirra spila á plötunni gítarleikararnir Pétur Ben og Björgvin Gíslason, strengjasveit og fleiri. Sjálfur syngur Mugison og spilar á gítara. Mugiboogie er mjög fjölbreytt tónlistarlega. Hún byrjar á háværum og rafmögnuðum glysrokktrylli, Mugiboogie, en strax á eftir kemur hið órafmagnaða Pathetic Anthem þar sem Mugison er einn með kassagítarinn og Rúna syngur með. Þriðja lagið, To the Bone, einkennist af hammond og moog-spili Davíðs Þórs og grípandi viðlagi og fjórða lagið er svo rokkslagarinn Jesus Is a Good Name to Moan. Frábær byrjun. Og það á ekkert eftir að versna. Í fimmta laginu, hinu ljúfa George Harrison, minnir röddunin á Bítlana, (sem hlýtur að teljast við hæfi!) og áður en yfir lýkur höfum við svo fengið að heyra svartasta dauðarokk, ljúft kammerpopp með selestu og strengjasveit, léttsýrða boogie-tónlist, naumhyggjulegt þjóðlagapopp og loks æstan gospelblús í laginu Sweetest Melody sem lokar plötunni. Enn eitt snilldarlagið. Það aðdáunarverða er að allt gengur þetta upp. Þó að tónlistin sé fjölbreytt heldur söngur Mugisons plötunni saman og þessi ákveðni blúsþráður sem litar allt það sem hann gerir. Mugiboogie er frábær plata. Stórvirki. Hún er gegnsýrð af áhrifum úr tónlistarsögunni, en líka persónuleg og framsækin og tekst þannig að vera bæði gamaldags og nútímaleg, sígild og framsækin. Það hjálpast líka allt að við að gera hana svona góða: Flottar lagasmíðar, góðir textar, eiturferskur hljómur, útpældar og stundum svolítið geggjaðar útsetningar, snilldarlegur hljóðfæraleikur og magnaður söngur. Mugison syngur af svo mikilli innlifun og sannfæringu að það er eins og hann sé stöðugt í leiðslu að boða fagnaðarerindið. Ég hef reynt mikið að finna eitthvað að Mugiboogie, en mér tekst það ekki. Eitt af því sem vakti athygli við Mugimama var flott umslag. Mugison klikkar ekkert í þeim málum nú frekar en fyrri daginn. Mugiboogie kemur í skemmtilega samanbrotnu svörtu leðurlíkisumslagi og inni í því er lítið myndskreytt textakver með gotnesku letri sem minnir helst á sálmabók. Flott eins og annað við þessa mögnuðu plötu.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira