Hlutverk hins opinbera lítið í Alþjóðahúsinu 28. nóvember 2007 00:01 Einungis tuttugu og fimm prósent af tekjum Alþjóðahússins koma frá ríki og sveitarfélögum. „Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starfsemi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjármagnað er með auglýsingum. Ekki með opinberum framlögum eins og margir kynnu að halda. Styrkir frá fyrirtækjum í einstök verkefni eru um fimmtán prósent af tekjum. Í Alþjóðahúsinu fer fram ýmisleg starfsemi sem ætlað er að stuðla að fjölmenningarlegum samskiptum. Þangað er hægt að sækja ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Á fjórum árum hefur hlutfall opinberra framlaga á móti rekstrartekjum félagsins snúist við. Í dag koma um 25 prósent af tekjum Alþjóðahússins frá ríki og sveitarfélögum en 75 prósent frá innra starfi. Hlutfallið var tuttugu prósent á móti áttatíu prósentum fyrir fjórum árum, þegar Einar Skúlason tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðahússins. „Skýring á þessu er ekki eingöngu að framlögin frá hinu opinbera hafi dregist verulega saman, þótt þau hafi reyndar gert það fyrir árið 2007. Hins vegar hafa umsvif okkar aukist verulega á þessu tímabili,“ segir Einar. Einar segir að hvergi í nágrannalöndum Íslands spili ríki og sveitarfélög eins lítið hlutverk í rekstri félaga á borð Alþjóðahúsið. Hins vegar sé erfitt að bera Ísland saman við nágrannalöndin, enda sé óvíða eins víðtæka þjónustu að finna á einum stað eins og hér. „En það er vissulega einsdæmi að svona lítið hlutfall tekna komi frá hinu opinbera, hjá aðila sem gegnir ákveðnu opinberu hlutverki, eins og við gerum.“- hhs Héðan og þaðan Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
„Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starfsemi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjármagnað er með auglýsingum. Ekki með opinberum framlögum eins og margir kynnu að halda. Styrkir frá fyrirtækjum í einstök verkefni eru um fimmtán prósent af tekjum. Í Alþjóðahúsinu fer fram ýmisleg starfsemi sem ætlað er að stuðla að fjölmenningarlegum samskiptum. Þangað er hægt að sækja ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Á fjórum árum hefur hlutfall opinberra framlaga á móti rekstrartekjum félagsins snúist við. Í dag koma um 25 prósent af tekjum Alþjóðahússins frá ríki og sveitarfélögum en 75 prósent frá innra starfi. Hlutfallið var tuttugu prósent á móti áttatíu prósentum fyrir fjórum árum, þegar Einar Skúlason tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðahússins. „Skýring á þessu er ekki eingöngu að framlögin frá hinu opinbera hafi dregist verulega saman, þótt þau hafi reyndar gert það fyrir árið 2007. Hins vegar hafa umsvif okkar aukist verulega á þessu tímabili,“ segir Einar. Einar segir að hvergi í nágrannalöndum Íslands spili ríki og sveitarfélög eins lítið hlutverk í rekstri félaga á borð Alþjóðahúsið. Hins vegar sé erfitt að bera Ísland saman við nágrannalöndin, enda sé óvíða eins víðtæka þjónustu að finna á einum stað eins og hér. „En það er vissulega einsdæmi að svona lítið hlutfall tekna komi frá hinu opinbera, hjá aðila sem gegnir ákveðnu opinberu hlutverki, eins og við gerum.“- hhs
Héðan og þaðan Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira